Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2018 19:30 Fimm flóttafjölskyldur fengu hæli á Vestfjörðum nú í byrjun mars. Þar á meðal Al-Saedi fjölskyldan sem hefur komið sér fyrir í notalegu einbýlishúsi í Súðavík. Fjölskyldan samanstendur af móðurinni Hanaa og fimm börnum hennar á aldrinum þriggja til fimmtán ára. Þegar Hanaa kom inn í nýja húsið fyrsta daginn spurði hún hvort hún mætti velja herbergi fyrir sig og börnin. Hún áttaði sig ekki á því að þau fengju allt húsið til umráða. Fjölskyldan er enn að átta sig á aðstæðum, fara í íslenskukennslu og kynnast litla samfélaginu sem þau eru nú orðin hluti af. Þau höfðu aldrei séð snjó og segja hann dásamlegan, þeim sé ekkert kalt enda sé hlýtt inni og að náttúrufegurðin sé einstök. „Við héldum að við yrðum óvelkomin hérna, af því að við komum frá svo ólíku landi, öðruvísi menningu en er hér á landi. En hið andstæða gerðist. Það var þvert á móti tekið svo vel á móti okkur. Í rauninni líður okkur eins og við séum í okkar eigin landi," segir Hanaa og viðurkennir að hún hafi óttast félagslega einangrun en það hafi sannarlega verið óþarfa áhyggjur. Líf hennar hafi nú þegar gjörbreyst, Súðvíkingar séu ljúfir og hlýir, gestir komi við á hverjum degi og ókunnugt fólk bjóði aðstoð og vináttu. Það er af sem áður var en hún og börnin bjuggu við hræðilegar aðstæður í Írak.Botnlaust þakklæti „Það er alls ekki hægt að bera saman fortíð og nútíð. Ef ég hugsa eða tala um fortíðina líður mér illa og ég verð sorgmædd. Ég vil ekki vera leið lengur, svo kom ég hingað og sá fólk hlæja. Þannig að nú reyni ég að gleyma því sem ég hef lent í. Þegar ég sé fólkið brosa þá langar mig að brosa með því,“ segir Hanaa. Hún er með diplómu í sjúkraþjálfun og langar að ljúka námi. Hún sér fyrir sér að vera útivinnandi móðir enda mun yngsta barnið, sjarmörinn hann Mustafa, nú loksins fá viðeigandi aðstoð sjúkra- og þroskaþjálfara en hann er með Downs syndrom. Hanaa vill koma þakklæti sínu á framfæri til Íslendinga, fyrir að bjarga sér og börnunum, fyrir alla hjálpina og vináttuna. Þegar hún talaði fóru tárin að renna niður kinnarnar á börnum hennar og þau tóku undir hvert orð móður sinnar. Þau sögðu okkur líka að þau hlökkuðu til að fara að æfa fótbolta og sund - og kynnast jafnöldrum sínum.Nemendum í Súðavíkurskóla fjölgar um 20% Börnin munu byrja í skólanum í Súðavík strax eftir páska. Í Grunnskólanum eru nú 23 börn og því munar aldeilis um fjóra nýja nemendur. Sama má segja um leikskólann en þangað fer yngsti strákurinn með viðeigandi aðstoð. Skólastjórinn, Anna Lind Ragnarsdóttir, segir að nemendum muni fjölga um nær tuttugu prósent. „Þetta er bara yndislegt. Ég lít á þetta sem frábært tækifæri. Bara yndislegt," segir hún. Þetta er í fyrsta skipti sem Súðavík tekur á móti flóttamönnum og Anna Lind segir bæjarbúa taka fjölskyldunni opnum örmum, að allir séu tilbúnir að hjálpa til. „Það er verið að fara á Ísafjörð með þeim ef það þarf að versla, mamman er með okkur í leikfimi þrisvar í viku og það er verið að fara í göngutúra. Svo eru krakkarnir duglegir að bjóða þeim með sér að leika. Þannig að það er allt í gangi," segir Anna Lind. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Fimm flóttafjölskyldur fengu hæli á Vestfjörðum nú í byrjun mars. Þar á meðal Al-Saedi fjölskyldan sem hefur komið sér fyrir í notalegu einbýlishúsi í Súðavík. Fjölskyldan samanstendur af móðurinni Hanaa og fimm börnum hennar á aldrinum þriggja til fimmtán ára. Þegar Hanaa kom inn í nýja húsið fyrsta daginn spurði hún hvort hún mætti velja herbergi fyrir sig og börnin. Hún áttaði sig ekki á því að þau fengju allt húsið til umráða. Fjölskyldan er enn að átta sig á aðstæðum, fara í íslenskukennslu og kynnast litla samfélaginu sem þau eru nú orðin hluti af. Þau höfðu aldrei séð snjó og segja hann dásamlegan, þeim sé ekkert kalt enda sé hlýtt inni og að náttúrufegurðin sé einstök. „Við héldum að við yrðum óvelkomin hérna, af því að við komum frá svo ólíku landi, öðruvísi menningu en er hér á landi. En hið andstæða gerðist. Það var þvert á móti tekið svo vel á móti okkur. Í rauninni líður okkur eins og við séum í okkar eigin landi," segir Hanaa og viðurkennir að hún hafi óttast félagslega einangrun en það hafi sannarlega verið óþarfa áhyggjur. Líf hennar hafi nú þegar gjörbreyst, Súðvíkingar séu ljúfir og hlýir, gestir komi við á hverjum degi og ókunnugt fólk bjóði aðstoð og vináttu. Það er af sem áður var en hún og börnin bjuggu við hræðilegar aðstæður í Írak.Botnlaust þakklæti „Það er alls ekki hægt að bera saman fortíð og nútíð. Ef ég hugsa eða tala um fortíðina líður mér illa og ég verð sorgmædd. Ég vil ekki vera leið lengur, svo kom ég hingað og sá fólk hlæja. Þannig að nú reyni ég að gleyma því sem ég hef lent í. Þegar ég sé fólkið brosa þá langar mig að brosa með því,“ segir Hanaa. Hún er með diplómu í sjúkraþjálfun og langar að ljúka námi. Hún sér fyrir sér að vera útivinnandi móðir enda mun yngsta barnið, sjarmörinn hann Mustafa, nú loksins fá viðeigandi aðstoð sjúkra- og þroskaþjálfara en hann er með Downs syndrom. Hanaa vill koma þakklæti sínu á framfæri til Íslendinga, fyrir að bjarga sér og börnunum, fyrir alla hjálpina og vináttuna. Þegar hún talaði fóru tárin að renna niður kinnarnar á börnum hennar og þau tóku undir hvert orð móður sinnar. Þau sögðu okkur líka að þau hlökkuðu til að fara að æfa fótbolta og sund - og kynnast jafnöldrum sínum.Nemendum í Súðavíkurskóla fjölgar um 20% Börnin munu byrja í skólanum í Súðavík strax eftir páska. Í Grunnskólanum eru nú 23 börn og því munar aldeilis um fjóra nýja nemendur. Sama má segja um leikskólann en þangað fer yngsti strákurinn með viðeigandi aðstoð. Skólastjórinn, Anna Lind Ragnarsdóttir, segir að nemendum muni fjölga um nær tuttugu prósent. „Þetta er bara yndislegt. Ég lít á þetta sem frábært tækifæri. Bara yndislegt," segir hún. Þetta er í fyrsta skipti sem Súðavík tekur á móti flóttamönnum og Anna Lind segir bæjarbúa taka fjölskyldunni opnum örmum, að allir séu tilbúnir að hjálpa til. „Það er verið að fara á Ísafjörð með þeim ef það þarf að versla, mamman er með okkur í leikfimi þrisvar í viku og það er verið að fara í göngutúra. Svo eru krakkarnir duglegir að bjóða þeim með sér að leika. Þannig að það er allt í gangi," segir Anna Lind.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira