Vogur fullur og neyslan eykst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. mars 2018 08:00 Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Vísir/Heiða Að meðaltali bíða um 5-600 manns eftir því að komast að hjá SÁÁ. Framkvæmdastjóri lækninga hjá samtökunum segir að þau geti illa annað eftirspurn. Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Frá árinu 2010 hafa þau hins vegar verið 62. Samhliða fækkun rúma hefur fólki hér á landi fjölgað jafnt og þétt auk þess að neysla ýmissa fíkniefna hefur færst nokkuð í aukana. „Alla þessa öld höfum við sinnt sama fjölda af fólki. Eftirspurnin núna er meiri en við getum annað og það er nýtt,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Vogi. „Það eru margir samverkandi þættir sem orsaka þetta. Rúmum hefur fækkað, fólki fjölgað og neysla aukist.“Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁÁr hvert leggjast 2.200 einstaklingar inn hjá SÁÁ en ríkið greiðir fyrir um 1.500 innlagnir. Samtökin þurfa því að reiða sig á fjáröflun og styrkveitingar til að brúa það bil. „Samningur um sjúkrahúsið Vog er svo naumt skammtaður frá hendi ríkisins að segja má að SÁÁ hafi afhent allan sinn hluta samningsins fyrir miðjan september ár hvert. Það sem eftir lifir almanaksársins er lífsbjargandi þjónustan á Vogi í boði SÁÁ, álfasölufólks og annarra velunnara samtakanna,“ segir í pistli Arnþórs Jónssonar, framkvæmdastjóra SÁÁ, á heimasíðu samtakanna. „Ekki vantar háa peningaupphæð svo hægt sé að klára árið. Örfáir aðstoðarmenn ráðherra í núverandi ríkisstjórn taka til sín hærri upphæð svo dæmi sé nefnt,“ segir hann enn fremur. Valgerður segir ríkið þurfa að stíga inn í. „Það blasir við hverjum sem það vill sjá að viðbúnaður ríkisins í þessum málum er of lítill. Það þarf að gera miklu meira í þessum efnum. Góð byrjun væri ef við fengjum greitt að fullu fyrir það sem við gerum en að auki þarf Landspítalinn miklu meira. Það er búið að skera mjög mikið niður þar líka,“ segir Valgerður. „Stjórnvöld verða að taka ábyrgð á þessum alvarlega málaflokki. Hver króna í slíka meðferð sparar annars staðar í ríkiskassanum.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Að meðaltali bíða um 5-600 manns eftir því að komast að hjá SÁÁ. Framkvæmdastjóri lækninga hjá samtökunum segir að þau geti illa annað eftirspurn. Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Frá árinu 2010 hafa þau hins vegar verið 62. Samhliða fækkun rúma hefur fólki hér á landi fjölgað jafnt og þétt auk þess að neysla ýmissa fíkniefna hefur færst nokkuð í aukana. „Alla þessa öld höfum við sinnt sama fjölda af fólki. Eftirspurnin núna er meiri en við getum annað og það er nýtt,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Vogi. „Það eru margir samverkandi þættir sem orsaka þetta. Rúmum hefur fækkað, fólki fjölgað og neysla aukist.“Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁÁr hvert leggjast 2.200 einstaklingar inn hjá SÁÁ en ríkið greiðir fyrir um 1.500 innlagnir. Samtökin þurfa því að reiða sig á fjáröflun og styrkveitingar til að brúa það bil. „Samningur um sjúkrahúsið Vog er svo naumt skammtaður frá hendi ríkisins að segja má að SÁÁ hafi afhent allan sinn hluta samningsins fyrir miðjan september ár hvert. Það sem eftir lifir almanaksársins er lífsbjargandi þjónustan á Vogi í boði SÁÁ, álfasölufólks og annarra velunnara samtakanna,“ segir í pistli Arnþórs Jónssonar, framkvæmdastjóra SÁÁ, á heimasíðu samtakanna. „Ekki vantar háa peningaupphæð svo hægt sé að klára árið. Örfáir aðstoðarmenn ráðherra í núverandi ríkisstjórn taka til sín hærri upphæð svo dæmi sé nefnt,“ segir hann enn fremur. Valgerður segir ríkið þurfa að stíga inn í. „Það blasir við hverjum sem það vill sjá að viðbúnaður ríkisins í þessum málum er of lítill. Það þarf að gera miklu meira í þessum efnum. Góð byrjun væri ef við fengjum greitt að fullu fyrir það sem við gerum en að auki þarf Landspítalinn miklu meira. Það er búið að skera mjög mikið niður þar líka,“ segir Valgerður. „Stjórnvöld verða að taka ábyrgð á þessum alvarlega málaflokki. Hver króna í slíka meðferð sparar annars staðar í ríkiskassanum.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira