Körfubolti

Það verður „heitt og þröngt“ í Ljónagryfjunni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson fer hér framhjá Jóni Arnóri Stefánssyni.
Logi Gunnarsson fer hér framhjá Jóni Arnóri Stefánssyni. Vísir/Bára
Úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta heldur áfram í kvöld og nú er komið að leik tvö í átta liða úrslitunum.

Stöð 2 Sport mun sýna leik Njarðvíkur og KR frá Ljónagryfjunni í Njarðvík en KR vann fyrsta leikinn með fimmtán stigum.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 en á sama tíma tekur Stjarnan á móti ÍR í Ásgarði í Garðbæ. ÍR vann fyrsta leik liðanna sem sex stigum.

Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkurliðsins, kallar eftir stuðningi Njarðvíkinga á fésbókinni í dag.

„Allir í bátana. Ljónagryfjan í kvöld kl 19:15 . Það verður heitt og þröngt, andrúmsloft sem finnst hvergi annars staðar í íslenskum körfubolta,“ skrifaði Logi.

Logi var stigahæstur hjá Njarðvík í fyrsta leiknum með sextán stig og hefur oftar en ekki fundið sig vel fyrir frama troðfulla Ljónagryfju.

Ljónagryfjan á stóran sess í sögu úrslitakeppninni í körfubolta og þetta verður fyrsti leikur í úrslitakeppninni þar í tæp tvö ár þar sem Njarðvíkingar komust ekki í úrslitakeppnina í fyrra.

Síðasti leikur í úrslitakeppninni í Ljónagryfjunni á undan þessum í kvöld var einmitt leikur Njarðvíkur og KR sem fram fór 13. apíl 2016. Njarðvík vann þann leik 74-68 og tryggði sér oddaleik. Logi var með 16 stig og fjóra þrista í þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×