„Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2018 13:21 Páll, sem hefur marga fjöruna sopið, hefur varla lesið annað eins og skrif Braga Páls, sem hann segir laus við stílfimi eða húmor heldur séu þau aðeins rætin og meinfýsin. Páll Magnússon er furðu lostinn yfir pistlaskrifum Braga Páls Sigurðssonar sem birtust í Stundinni. Hann segir Braga Pál hinn nýja endaþarm íslenskrar blaðamennsku og að pistillinn sé meinfýsinn, hlaðinn mannfyrirlitningu og ótrúlegri rætni. Bragi Páll lagði sem sagt leið sína á Landsfund Sjálfstæðismanna og lýsti upplifun sinni sem var heldur nöturleg. Pistill hans hefur vakið mikla athygli, trónir efst á lista yfir mest lesið efni Stundarinnar og á meðan einarðir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru ákaflega hrifnir, verður ekki það hið sama sagt um Sjálfstæðismenn og velunnara flokksins.Enginn húmor bara meinfýsni Páll greinir stuttlega frá upplifun sinni af Landsfundinum, og tekur svo nokkur dæmi úr pistli Braga Páls sem er undir yfirskriftinni „Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna“. Páll vitnar meðal annars í þetta í grein Braga Páls: „Framan á henni er risavaxinn, gylltur fasista-örninn með spilltan vængfaðminn útbreiddan. Undir lófaklappinu hvíslaði hann út um gogginn „leyfið barnaníðingunum að koma til mín“. Og: „… eftir að ljóstrað var upp um að Sjálfstæðisflokkurinn hafði einnig verið í samstarfi við barnaníðinga um allt land um að hreinsa mannorð þeirra“. Páll telur þetta fyrir neðan allar hellur. „Í þessu felst enginn húmor, engin kaldhæðni, engin stílfimi. Ekkert nema meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni. Höfundurinn og miðillinn geta nú sameiginlega talist sjálfskipaðir handhafar „sæmdarheitisins“ sem gamall ritstjóri fann upp af öðru tilefni: endaþarmur íslenskrar blaðamennsku.“Uppfært 14:00Hreinn óþverri Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, hefur skrifað athugasemd við pistil Páls og bendir þar á að Bragi Páll sé sjálfstæður pistlahöfundur; „en ekki hluti af fastri ritstjórn Stundarinnar, og fékk fullt frelsi til að skrifa sína ádeilu um landsfundinn. Það að þingmaður uppnefni hóp endaþarm er sannarlega sorglegt fordæmi. Ritstjórn Stundarinnar hlaut meðal annars blaðamannaverðlaun ársins 2017 á dögunum. Háðsk pistlaskrif lúta öðrum lögmálum en ritstjórnarskrif og best að taka þeim af yfirvegun og takmarkaðri alvöru.“ Páll Magnússon lætur þetta ekki slá sig út af laginu ekki hætis hót heldur gefur í ef eitthvað er. Og vandar um við ristjórann. Segist hafa séð Pál Braga titlaðan blaðamann Stundarinnar einhvers staðar á netinu. „Gott að svo er ekki. Það breytir því þó ekki að Stundin birti þennan viðbjóð og skal hirða skömmina fyrir það.Þetta voru nefnilega ekki „háðsk pistlaskrif“ heldur hreinn óþverri. Hugleiddu muninn á þessu tvennu Jón Trausti - og svo skaltu biðjast afsökunar.“Braga Páli úthúðað á vegg Páls Fjölmargir taka undir með Páli og eru pistlahöfundinum ekki vandaðar kveðjurnar. Eins og ein stykkprufa sýnir vel tóninn á Facebokkvegg þingmannsins: „Þetta er nú eitt mesta ógeð sem ég hef séð skrifað. Mannauminginn hlýtur að vera mjög alvarlega sjúkur!“ skrifar Sólon Sigurðsson fyrrverandi bankastjóri. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er svo einn hinna fjölmörgu sem setja „læk“ við færslu Páls. Og blaðamaður Morgunblaðsins, Sigurður Bogi Sævarsson bendir á eftirfarandi: „Til frekari upplýsinga má geta þess að faðir Braga er Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins.“ Og sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason segir þetta ekki skemmtileg skrif. Stj.mál Tengdar fréttir Segir ályktunina snúast um annað og sérhæfðara sjúkrahús Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forystan hlaut yfirburðakosningu í embætti. 18. mars 2018 19:30 Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. 18. mars 2018 20:45 Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús Í stjórnmálaályktun landsfundar segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit en síðan farið í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. 18. mars 2018 14:20 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Páll Magnússon er furðu lostinn yfir pistlaskrifum Braga Páls Sigurðssonar sem birtust í Stundinni. Hann segir Braga Pál hinn nýja endaþarm íslenskrar blaðamennsku og að pistillinn sé meinfýsinn, hlaðinn mannfyrirlitningu og ótrúlegri rætni. Bragi Páll lagði sem sagt leið sína á Landsfund Sjálfstæðismanna og lýsti upplifun sinni sem var heldur nöturleg. Pistill hans hefur vakið mikla athygli, trónir efst á lista yfir mest lesið efni Stundarinnar og á meðan einarðir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru ákaflega hrifnir, verður ekki það hið sama sagt um Sjálfstæðismenn og velunnara flokksins.Enginn húmor bara meinfýsni Páll greinir stuttlega frá upplifun sinni af Landsfundinum, og tekur svo nokkur dæmi úr pistli Braga Páls sem er undir yfirskriftinni „Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna“. Páll vitnar meðal annars í þetta í grein Braga Páls: „Framan á henni er risavaxinn, gylltur fasista-örninn með spilltan vængfaðminn útbreiddan. Undir lófaklappinu hvíslaði hann út um gogginn „leyfið barnaníðingunum að koma til mín“. Og: „… eftir að ljóstrað var upp um að Sjálfstæðisflokkurinn hafði einnig verið í samstarfi við barnaníðinga um allt land um að hreinsa mannorð þeirra“. Páll telur þetta fyrir neðan allar hellur. „Í þessu felst enginn húmor, engin kaldhæðni, engin stílfimi. Ekkert nema meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni. Höfundurinn og miðillinn geta nú sameiginlega talist sjálfskipaðir handhafar „sæmdarheitisins“ sem gamall ritstjóri fann upp af öðru tilefni: endaþarmur íslenskrar blaðamennsku.“Uppfært 14:00Hreinn óþverri Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, hefur skrifað athugasemd við pistil Páls og bendir þar á að Bragi Páll sé sjálfstæður pistlahöfundur; „en ekki hluti af fastri ritstjórn Stundarinnar, og fékk fullt frelsi til að skrifa sína ádeilu um landsfundinn. Það að þingmaður uppnefni hóp endaþarm er sannarlega sorglegt fordæmi. Ritstjórn Stundarinnar hlaut meðal annars blaðamannaverðlaun ársins 2017 á dögunum. Háðsk pistlaskrif lúta öðrum lögmálum en ritstjórnarskrif og best að taka þeim af yfirvegun og takmarkaðri alvöru.“ Páll Magnússon lætur þetta ekki slá sig út af laginu ekki hætis hót heldur gefur í ef eitthvað er. Og vandar um við ristjórann. Segist hafa séð Pál Braga titlaðan blaðamann Stundarinnar einhvers staðar á netinu. „Gott að svo er ekki. Það breytir því þó ekki að Stundin birti þennan viðbjóð og skal hirða skömmina fyrir það.Þetta voru nefnilega ekki „háðsk pistlaskrif“ heldur hreinn óþverri. Hugleiddu muninn á þessu tvennu Jón Trausti - og svo skaltu biðjast afsökunar.“Braga Páli úthúðað á vegg Páls Fjölmargir taka undir með Páli og eru pistlahöfundinum ekki vandaðar kveðjurnar. Eins og ein stykkprufa sýnir vel tóninn á Facebokkvegg þingmannsins: „Þetta er nú eitt mesta ógeð sem ég hef séð skrifað. Mannauminginn hlýtur að vera mjög alvarlega sjúkur!“ skrifar Sólon Sigurðsson fyrrverandi bankastjóri. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er svo einn hinna fjölmörgu sem setja „læk“ við færslu Páls. Og blaðamaður Morgunblaðsins, Sigurður Bogi Sævarsson bendir á eftirfarandi: „Til frekari upplýsinga má geta þess að faðir Braga er Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins.“ Og sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason segir þetta ekki skemmtileg skrif.
Stj.mál Tengdar fréttir Segir ályktunina snúast um annað og sérhæfðara sjúkrahús Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forystan hlaut yfirburðakosningu í embætti. 18. mars 2018 19:30 Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. 18. mars 2018 20:45 Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús Í stjórnmálaályktun landsfundar segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit en síðan farið í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. 18. mars 2018 14:20 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Segir ályktunina snúast um annað og sérhæfðara sjúkrahús Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forystan hlaut yfirburðakosningu í embætti. 18. mars 2018 19:30
Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. 18. mars 2018 20:45
Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús Í stjórnmálaályktun landsfundar segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit en síðan farið í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. 18. mars 2018 14:20