Körfubolti

Tilviljun eða tær snilld hjá þessum unga körfuboltastrák?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Poole fagnar hér sigurkörfu sinni.
Jordan Poole fagnar hér sigurkörfu sinni. Vísir/Getty
Ein af hetjum helgarinnar í bandaríska háskólakörfuboltanum var ekki að setja niður úrslitaskot í fyrsta skiptið á körfuboltaferlinum.

Jordan Poole skoraði sigurkörfu Michigan skólans í dramatískum 64-63 sigri á Houston skólanum í 32 liða úrslitum NCAA.

Poole hitti þarna úr þriggja stiga skoti úr þröngri stöðu á hægri kanti vallarins og karfa hans var eftirminnileg í meira lagi eins og sjá má hér fyrir neðan.







Jordan Poole komst um leið í sviðsljósið í bandarískum fjölmiðlum enda er mjög mikill áhugi á marsfárinu í Bandaríkjunum.

Þar með er ekki öll sagan sögð. Þegar menn fóru að leita sér upplýsinga um fyrri afrek Jordan Poole á körfuboltaferlinum uppgötvuðu menn skemmtilega staðreynd.

Jordan Poole er á fyrst ári í háskólaboltanum en þegar hann var í menntaskóla þá skoraði hann sigurkörfu af nánast sama stað.

Tilviljun eða tær snilld? Það er spurningin en hér fyrir neðan má sjá skemmtilegan samanburð á þessum tveimur sigurkörfum hans.





 

Michigan’s Jordan Poole hit the EXACT same buzzer-beater in high school.





 

Because we can’t get enough, check out this reverse angle photo burst of last night’s @JordanPoole_2 shot & celebration! #GoBluepic.twitter.com/ExQwgrWYRy

 

We asked players and coaches to give us ONE WORD answers on how to react to last night’s winning moment.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×