Árétta að ekki séu stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítala Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 18:12 Áréttingin kemur í kjölfar fréttar RÚV frá því á laugardag þar sem sagt var frá því að sálfræðingar lýstu yfir áhyggjum af óhefðbundnum lækningum á Landspítala. vísir/hanna Landspítali áréttar í frétt á heimasíðu sinni að ekki séu stundaðar óhefðbundnar lækningar á spítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum sé hins vegar boðið upp á fjölbreytta viðbótarmeðferð, sem skaðlausa en nytsama aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Áréttingin kemur í kjölfar fréttar RÚV frá því á laugardag þar sem sagt var frá því að sálfræðingar lýstu yfir áhyggjum af óhefðbundnum lækningum á Landspítala. Var þar vísað í yfirlýsingu sem 50 sálfræðingar sendu nýlega til Sálfræðingafélags Íslands þar sem dagskrá málþings um samþætta heilbrigðisþjónustu er gangrýnd en þar var meðal annars fjallað um jóga, nálastungur og aðrar óhefðbundnar meðferðir. Kemur fram í frétt RÚV að sálfræðingarnir hafi farið fram á það við Sálfræðingafélagið að það gagnrýndi að slíkum nálgunum og aðferðum væri gert hátt undir höfði af starfsfólki í heilbrigðiskerfinu sem sinnir fólki sem á við geðræn vandamál að stríða. Í frétt á vef Landspítalans segir að nær allir spítalar á heimsvísu geri það sama og Landspítalinn, það er bjóði upp á aukameðferðir til hliðar við gagnreyndar meðferðir. Megi þar til dæmis nefna jóga, slökun og íþróttir. „Eins og nafnið gefur til kynna er um viðbótarmeðferð að ræða, ekki meginmeðferð, né fá sjúklingar einungis þess háttar meðferð á Landspítala. Gagnreynd meðferð byggir á aðferðum, sem sýnt hefur verið fram á að skila árangri, enda byggja þær á faglegum vísindarannsóknum,“ segir á vef Landspítalans. Rétt er að taka fram að fréttastofa óskaði í dag eftir viðtali við fulltrúa Landspítalans vegna málsins en spítalinn gat ekki orðið við þeirri beiðni. Heilbrigðismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Landspítali áréttar í frétt á heimasíðu sinni að ekki séu stundaðar óhefðbundnar lækningar á spítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum sé hins vegar boðið upp á fjölbreytta viðbótarmeðferð, sem skaðlausa en nytsama aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Áréttingin kemur í kjölfar fréttar RÚV frá því á laugardag þar sem sagt var frá því að sálfræðingar lýstu yfir áhyggjum af óhefðbundnum lækningum á Landspítala. Var þar vísað í yfirlýsingu sem 50 sálfræðingar sendu nýlega til Sálfræðingafélags Íslands þar sem dagskrá málþings um samþætta heilbrigðisþjónustu er gangrýnd en þar var meðal annars fjallað um jóga, nálastungur og aðrar óhefðbundnar meðferðir. Kemur fram í frétt RÚV að sálfræðingarnir hafi farið fram á það við Sálfræðingafélagið að það gagnrýndi að slíkum nálgunum og aðferðum væri gert hátt undir höfði af starfsfólki í heilbrigðiskerfinu sem sinnir fólki sem á við geðræn vandamál að stríða. Í frétt á vef Landspítalans segir að nær allir spítalar á heimsvísu geri það sama og Landspítalinn, það er bjóði upp á aukameðferðir til hliðar við gagnreyndar meðferðir. Megi þar til dæmis nefna jóga, slökun og íþróttir. „Eins og nafnið gefur til kynna er um viðbótarmeðferð að ræða, ekki meginmeðferð, né fá sjúklingar einungis þess háttar meðferð á Landspítala. Gagnreynd meðferð byggir á aðferðum, sem sýnt hefur verið fram á að skila árangri, enda byggja þær á faglegum vísindarannsóknum,“ segir á vef Landspítalans. Rétt er að taka fram að fréttastofa óskaði í dag eftir viðtali við fulltrúa Landspítalans vegna málsins en spítalinn gat ekki orðið við þeirri beiðni.
Heilbrigðismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira