Körfubolti

Daníel: Hvað brást?

Magnús Einþór Áskelsson skrifar
Daníel Freyr var ósáttur
Daníel Freyr var ósáttur vísir/vilhelm
Daníel Guðmundsson þjáfari Njarðvíkur var alls ekki sáttur í leikslok, eftir stórtap gegn KR í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar í Dominos-deildinni.

Daníel sagði að liðið hefði haft fá svör við varnarleik KRinga í kvöld, en þeir lokuðu algerlega á Terrell Vinson besta leikmann Njarðvíkur í vetur.

 

„Hvað brást? Vörn og sókn, við fengum engar neyðaropnanir fyrir Terrell en hann var vel gættur af KRingum og hann komst aldrei í takt við leikinn og fyrir vikið var sóknarleikur okkar dálítið erfiður og við áttum fá svör inná vellinum hvað við vorum að fara að gera,” sagði hann.

 

Daníel sagði að þegar leikplaninu er ekki fylgt 100% eftir að þá sé erfitt að vinna lið sterkt lið eins og KR sem er að hans mati sterkasta liðið á landinu.

 

„ Við leggjum alltaf leikinn upp með ákveðnum áherslum með hinu og þessu en ef því er ekki framfylgt í einu og ölllu þá verður þetta alltaf erfitt.”

„Við vitum að KR er með sterkasta liðið á landinu og við þurfum að eiga toppleik tiil að ná sigri úr því einvígi  en við áttum bara mjög erfitt í kvöld og þeir voru að spila ótrúlega vel,“ sagði hann.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×