Flókin aðgerð við hættulegar aðstæður Elín Margrét Böðvarsdóttir, Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 1. mars 2018 19:45 Um er að ræða eina stærstu og flóknustu björgunaraðgerð sem farið hefur verið í hér á landi síðustu ár. Skjáskot/Stöð 2 Yfir 200 viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum við leitina að íslenskum karlmanni sem fannst látinn í íshelli í Blágnípujökli í gærkvöldi. Aðgerðirnar voru með þeim flóknustu sem þekkjast og við hættulegar aðstæður að sögn aðgerðastjóra. Samferðafólk hins látna er komið til byggða og hefur lögreglan á Suðurlandi tekið af þeim skýrslu. Maðurinn sem lést var íslenskur leiðsögumaður með belgískum hjónum sem keypt höfðu sér fjögurra daga ferð um Ísland. Um er að ræða eina stærstu aðgerð sem farið hefur verið í hér á landi síðustu ár en það voru slökkviliðsmenn frá Ísafirði sem komu fyrstir á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem stödd var vestur á fjörðum þegar útkall barst um klukkan sex í gærkvöldi. Ekki var hægt að lenda nærri staðnum sökum veðurs og voru viðbragðsaðilar því ferjaðir á snjósleðum að hellinum. Maðurinn kom í leitirnar á tólfta tímanum og var úrskurðaður látinn á vettvangi „Það komu náttúrlega einhverjar 14-15 björgunarsveitir að þessu ásamt slökkviliðsmönnum bæði úr Árnessýslu, Ísafirði, Landhelgisgæslunni og lögreglunni,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, hjá svæðisstjórn björgunasveitanna í Árnessýslu, í samtali við Stöð 2. Ármann Ingi Sigurðsson, svæðisstjórn björgunarsveita í Árnessýslu.Vísir/Magnús Hlynur Hefði mátt kalla fleiri út Færð var afar erfið og mikill krapi og bleyta á hálendinu og tók það viðbragðsaðila því nokkuð langan tíma að komast til og frá vettvangi. Flestir komust ekki í hús fyrr en tók að líða á morguninn að sögn Ármanns. Samferðafólk mannsins voru ferjað í skála í Kerlingafjöllum í gærkvöldi en þau héldu síðan ferðalaginu til byggða áfram í dag. Varað hefur verið við ferðalögum að hellinum enda vitað að styrkleiki brennisteinsvetnis er hár í hellinum. „Það var fyrirfram vitað að það færi enginn inn nema að vera í reykköfunargalla og með súrefni því það var mikil gashætta og hrunhætta líka,“ segir Ármann. Það heyrir til undantekninga að sögn Ármanns að senda þurfi reykkafara í björgunaraðgerðir sem þessar. Alls komu um 200 viðbragðsaðilar að aðgerðinni. „Sennilega hefði mátt jafnvel boða meira út. Af því að veðrið versnaði bara, þetta var mjög þungt, mikill krapi og það gekk mjög illa að komast á staðinn þannig að í svoleiðis aðstæðum er ekkert sem heitir of mikið,“ segir Ármann um umfang aðgerðarinnar. Skjáskot/Stöð 2 Há mæligildi mengunar Eins og kom fram á Vísi í dag fór maðurinn tvær ferðir inn í íshellinn í gær. Samferðafólk hafði meðferðis SO2 mæli sem notaður var til að mæla mengun í hellinum þegar þangað var komið. Farið var inn í hellinn og reyndust loftgæði í hellinum í lagi. Þegar út var komið ákvað íslenski leiðsögumaðurinn að skjótast inn í hellinn á ný. Einhver stund leið en þegar farið var að huga að heimferð og gáð að leiðsögumanninum sást hann hvergi. Er líta átti í hellinn bar svo við að mælitæki sýndu mjög há gildi mengunar þannig að ekki var unnt að leita þar og því strax kallað eftir aðstoð. Björgunarmenn sem fóru inn í hellinn fundu manninn út undir vegg þar sem hann hafði runnið niður eftir ísbreiðu. Hann var þá án lífsmarka. Mælitæki þeirra sýndu mjög há mæligildi SO2 mengunar á þessum stað. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var lík mannsins flutt út úr hellinum og síðan með þyrlu LHG til Reykjavíkur. Rannsókn málsins heldur áfram og er nú beðið niðurstöðu krufningar um hvert banamein mannsins var. Banaslys í íshelli á Hofsjökli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Yfir 200 viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum við leitina að íslenskum karlmanni sem fannst látinn í íshelli í Blágnípujökli í gærkvöldi. Aðgerðirnar voru með þeim flóknustu sem þekkjast og við hættulegar aðstæður að sögn aðgerðastjóra. Samferðafólk hins látna er komið til byggða og hefur lögreglan á Suðurlandi tekið af þeim skýrslu. Maðurinn sem lést var íslenskur leiðsögumaður með belgískum hjónum sem keypt höfðu sér fjögurra daga ferð um Ísland. Um er að ræða eina stærstu aðgerð sem farið hefur verið í hér á landi síðustu ár en það voru slökkviliðsmenn frá Ísafirði sem komu fyrstir á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem stödd var vestur á fjörðum þegar útkall barst um klukkan sex í gærkvöldi. Ekki var hægt að lenda nærri staðnum sökum veðurs og voru viðbragðsaðilar því ferjaðir á snjósleðum að hellinum. Maðurinn kom í leitirnar á tólfta tímanum og var úrskurðaður látinn á vettvangi „Það komu náttúrlega einhverjar 14-15 björgunarsveitir að þessu ásamt slökkviliðsmönnum bæði úr Árnessýslu, Ísafirði, Landhelgisgæslunni og lögreglunni,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, hjá svæðisstjórn björgunasveitanna í Árnessýslu, í samtali við Stöð 2. Ármann Ingi Sigurðsson, svæðisstjórn björgunarsveita í Árnessýslu.Vísir/Magnús Hlynur Hefði mátt kalla fleiri út Færð var afar erfið og mikill krapi og bleyta á hálendinu og tók það viðbragðsaðila því nokkuð langan tíma að komast til og frá vettvangi. Flestir komust ekki í hús fyrr en tók að líða á morguninn að sögn Ármanns. Samferðafólk mannsins voru ferjað í skála í Kerlingafjöllum í gærkvöldi en þau héldu síðan ferðalaginu til byggða áfram í dag. Varað hefur verið við ferðalögum að hellinum enda vitað að styrkleiki brennisteinsvetnis er hár í hellinum. „Það var fyrirfram vitað að það færi enginn inn nema að vera í reykköfunargalla og með súrefni því það var mikil gashætta og hrunhætta líka,“ segir Ármann. Það heyrir til undantekninga að sögn Ármanns að senda þurfi reykkafara í björgunaraðgerðir sem þessar. Alls komu um 200 viðbragðsaðilar að aðgerðinni. „Sennilega hefði mátt jafnvel boða meira út. Af því að veðrið versnaði bara, þetta var mjög þungt, mikill krapi og það gekk mjög illa að komast á staðinn þannig að í svoleiðis aðstæðum er ekkert sem heitir of mikið,“ segir Ármann um umfang aðgerðarinnar. Skjáskot/Stöð 2 Há mæligildi mengunar Eins og kom fram á Vísi í dag fór maðurinn tvær ferðir inn í íshellinn í gær. Samferðafólk hafði meðferðis SO2 mæli sem notaður var til að mæla mengun í hellinum þegar þangað var komið. Farið var inn í hellinn og reyndust loftgæði í hellinum í lagi. Þegar út var komið ákvað íslenski leiðsögumaðurinn að skjótast inn í hellinn á ný. Einhver stund leið en þegar farið var að huga að heimferð og gáð að leiðsögumanninum sást hann hvergi. Er líta átti í hellinn bar svo við að mælitæki sýndu mjög há gildi mengunar þannig að ekki var unnt að leita þar og því strax kallað eftir aðstoð. Björgunarmenn sem fóru inn í hellinn fundu manninn út undir vegg þar sem hann hafði runnið niður eftir ísbreiðu. Hann var þá án lífsmarka. Mælitæki þeirra sýndu mjög há mæligildi SO2 mengunar á þessum stað. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var lík mannsins flutt út úr hellinum og síðan með þyrlu LHG til Reykjavíkur. Rannsókn málsins heldur áfram og er nú beðið niðurstöðu krufningar um hvert banamein mannsins var.
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00
Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09
Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27