Erlent

Færeyski þingmaðurinn sendur í leyfi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bjarni var „avdúkaður“ á forsíðu Sósíalsins.
Bjarni var „avdúkaður“ á forsíðu Sósíalsins.
Bjarni Hammer, þingmaður færeyska Jafnaðarflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum meðan rannsókn lögreglu á meintu fíkniefnamisferli hans stendur.

Greint var frá því á forsíðu Sósíalsins í vikunni að Bjarni lægi undir grun um að hafa reynt að selja unglingsstúlku hass. Birt var samtal hans við stúlkuna þar sem þetta kom fram. Hart hafði verið gengið að Bjarna, bæði af samstarfsmönnum og pólitískum andstæðingum, að kalla inn varamann sinn á meðan rannsóknin stendur yfir.

Sjá einnig: Færeyskur þingmaður til rannsóknar vegna fíkniefnamisferlis

„Við höfum rætt það í flokknum, og ég talað um það við Bjarna, að það sé heppilegast fyrir hann sjálfan, fjölskyldu hans, Jafnaðarflokkinn og stjórnskipanina, að hann víki af þingi á meðan lögreglan kannar málið,“ sagði Aksel Johannessen, formaður Jafnaðarflokksins og lögmaður Færeyja, við Kringvarpið. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×