NBA: Philadelphia 76ers sýndi LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 07:30 Það getur verið erfitt að stoppa Joel Embiid. Vísir/Getty Philadelphia 76ers er eitt mest spennandi lið NBA-deildarinnar í körfubolta og í nótt vann liðið loksins sigur á Cleveland Cavaliers en það lið hafði síðustu ár verið mikil grýla fyrir 76ers menn. Los Angeles Lakers er líka ungt lið sem er að gera góða hluti þessa dagana. Það vakti athygli á dögunum þegar fyrirtæki frá Philadelphia settu upp stór auglýsingaskilti í Cleveland þar sem LeBron James var kvattur til að semja við Philadelphia 76ers í sumar. Menn þar á bæ vildu sjá kónginn koma með reynslu og sigurhugarfar í þennan ungan og spennandi hóp leikmanna hjá Philadelphia 76ers. Philadelphia 76ers liðið sýndi síðan LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt með því að vinna 108-97 sigur á Cleveland Cavaliers og það í Cleveland. 76ers liðið var búið að tapa ellefu leikjum í röð á móti Cleveland og þetta var því langþráður sigur.J.J. Redick skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers og Joel Embiid var með 17 stig og 14 fráköst. Nýliðinn Ben Simmons var með 18 stig og Dario Saric skoraði 16 stig þar af risastóran þrist í lokin. Ben Simmons hefur oft verið borinn saman við LeBron James en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar auk stiganna sinna átján. Simmons var fyrir leikinn valinn besti nýliðinn í febrúar. LeBron James gerði sitt með 30 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum en það var ekki nóg. Cleveland náði reyndar að minnka þrettán stiga forskot niður í eitt stig í lokaleikhlutanum en Cleveland liðið komst aldrei yfir og gestirnir lönduðu sigrinum. Philadelphia 76ers liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. „Ég er stoltur af þessum sigri. Þú hefur alltaf gert eitthvað gott þegar þú vinnur lið með LeBron James innanborðs. Þristurinn hans Saric réði úrslitunum,“ sagði Brett Brown, þjálfari Philadelphia 76ers.Isaiah Thomas átti sinn besta leik til þessa með Los Angeles Lakers þegar hann skoraði 29 stig stig í sannfærandi 131-113 sigri á Miami Heat. Julius Randle skoraði 25 stig fyrir Lakers og Brandon Ingram bætti við 19 stigum. Lakers-menn skutu Miami liðið bara í kaf með því að hitta úr 59 prósent skota sinna og setja niður 6 af 29 þriggja stiga skotum. Miami Heat hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik á tímabilinu og þetta var fyrsti sigur Lakers í Miami síðan í febrúar 2008 eða í einn áratug. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami Heat með 25 stig en Slóveninn Goran Dragic skoraði 19 stig.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 108-99 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 116-111 (100-100) Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 97-108 Miami Heat - Los Angeles Lakers 113-131 NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Philadelphia 76ers er eitt mest spennandi lið NBA-deildarinnar í körfubolta og í nótt vann liðið loksins sigur á Cleveland Cavaliers en það lið hafði síðustu ár verið mikil grýla fyrir 76ers menn. Los Angeles Lakers er líka ungt lið sem er að gera góða hluti þessa dagana. Það vakti athygli á dögunum þegar fyrirtæki frá Philadelphia settu upp stór auglýsingaskilti í Cleveland þar sem LeBron James var kvattur til að semja við Philadelphia 76ers í sumar. Menn þar á bæ vildu sjá kónginn koma með reynslu og sigurhugarfar í þennan ungan og spennandi hóp leikmanna hjá Philadelphia 76ers. Philadelphia 76ers liðið sýndi síðan LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt með því að vinna 108-97 sigur á Cleveland Cavaliers og það í Cleveland. 76ers liðið var búið að tapa ellefu leikjum í röð á móti Cleveland og þetta var því langþráður sigur.J.J. Redick skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers og Joel Embiid var með 17 stig og 14 fráköst. Nýliðinn Ben Simmons var með 18 stig og Dario Saric skoraði 16 stig þar af risastóran þrist í lokin. Ben Simmons hefur oft verið borinn saman við LeBron James en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar auk stiganna sinna átján. Simmons var fyrir leikinn valinn besti nýliðinn í febrúar. LeBron James gerði sitt með 30 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum en það var ekki nóg. Cleveland náði reyndar að minnka þrettán stiga forskot niður í eitt stig í lokaleikhlutanum en Cleveland liðið komst aldrei yfir og gestirnir lönduðu sigrinum. Philadelphia 76ers liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. „Ég er stoltur af þessum sigri. Þú hefur alltaf gert eitthvað gott þegar þú vinnur lið með LeBron James innanborðs. Þristurinn hans Saric réði úrslitunum,“ sagði Brett Brown, þjálfari Philadelphia 76ers.Isaiah Thomas átti sinn besta leik til þessa með Los Angeles Lakers þegar hann skoraði 29 stig stig í sannfærandi 131-113 sigri á Miami Heat. Julius Randle skoraði 25 stig fyrir Lakers og Brandon Ingram bætti við 19 stigum. Lakers-menn skutu Miami liðið bara í kaf með því að hitta úr 59 prósent skota sinna og setja niður 6 af 29 þriggja stiga skotum. Miami Heat hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik á tímabilinu og þetta var fyrsti sigur Lakers í Miami síðan í febrúar 2008 eða í einn áratug. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami Heat með 25 stig en Slóveninn Goran Dragic skoraði 19 stig.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 108-99 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 116-111 (100-100) Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 97-108 Miami Heat - Los Angeles Lakers 113-131
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira