Fólk má koma með eiturlyf inn á HM leikvanga í Rússlandi í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 11:00 Velkomin til Rússlands. Vísir/Samsett mynd/Getty Fólk alls staðar af úr heiminum mun fjölmenna til Rússlands í sumar og styðja við bakið á sínum landsliðum á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslendingar eru þar engin undantekning enda Ísland með í fyrsta sinn. Rússar í samvinnu við Alþjóðaknattspyrnusambandið setja mikinn kraft í öll öryggismál tengdum heimsmeistaramótinu og áhorfendur á leikjunum þurfa meðal annars að fara í gegnum ströng öryggishlið á leið sinni á völlinn. FIFA passar líka upp á að enginn komist upp með eitthvað miðabrask tengdum leikjunum á HM og þá aðstoða sérsambönd þátttökuþjóðanna með eftirlit með miðahöfum. Vegna alls þessa vekja nýjustu fréttir frá Rússlandi talsverða athygli en þær voru teknar upp í ólíkum erlendum miðlum eins og Sports Illustrated, Newsweek og Washington Times auk fjölda annarra miðla víðsvegar um heiminn.World Cup fans will be allowed to have marijuana, cocaine and heroin in stadiums this summer—if they jump through a few hoops https://t.co/X2zWAV8xWD — Sports Illustrated (@SInow) March 2, 2018 Samkvæmt frétt í rússnesku blöðunum Izvestia og The Moscow Times þá mega áhorfendur á leikjum HM í sumar nefnilega koma með eiturlyf inn á HM leikvangana í Rússlandi ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði. Í Rússlandi eru ákvæði sem leyfa fólki að koma með annars óleyfileg efni til landsins en aðeins ef ferðafólkið er með uppáskrift frá lækni og hún þarf þá að vera á rússnesku. Marijúana, kókaín og heróin eru meðal þeirra hundrað efna sem eru á listanum yfir efni sem ferðafólkið getur gefið upp ef það þarf samkvæmt læknisráði að hafa slík efni eða lyf meðferðis.The 2018 FIFA World Cup in Russia will allow fans to bring cocaine, heroin and cannabis into stadiums https://t.co/yu0JRoKp6e#cannabis#mmj#marijuana#Russia#FIFA#FIFAWorldCup#football#ThursdayThoughts — Cannabis Awareness UK (@CannabisAwareUK) March 1, 2018 Ef fólk kemst með eiturlyfin á annaðborð löglega inn til Rússland þá leyfir FIFA þeim síðan að koma með þau inn á leikvanganna. „Öryggisverðir munu fylgja eftir og viðurkenna reglurnar sem leyfa fólki með þartilgerð leyfi að koma með þessi lyf inn á vellina,“ segir í yfirlýsingu frá skipulagsnefnd HM til The Moscow Times. Það fylgir þó sögunni að efnin þurfa að vera í upprunanlegu pakkingunum og á umræddum pakkningum útskýringar á rússnesku eða ensku. Það er þó ekki líklegt að fólkið megi nota þessi efni á leikvöngunum takist þeim á annaðborð að koma efnunum inn. Reglur FIFA gefa öryggisvörðum fyrirmæli um að fjarlægja þá áhorfendur sem skapa hættu vegna neyslu á áfengi eða eiturlyfjum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Fólk alls staðar af úr heiminum mun fjölmenna til Rússlands í sumar og styðja við bakið á sínum landsliðum á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslendingar eru þar engin undantekning enda Ísland með í fyrsta sinn. Rússar í samvinnu við Alþjóðaknattspyrnusambandið setja mikinn kraft í öll öryggismál tengdum heimsmeistaramótinu og áhorfendur á leikjunum þurfa meðal annars að fara í gegnum ströng öryggishlið á leið sinni á völlinn. FIFA passar líka upp á að enginn komist upp með eitthvað miðabrask tengdum leikjunum á HM og þá aðstoða sérsambönd þátttökuþjóðanna með eftirlit með miðahöfum. Vegna alls þessa vekja nýjustu fréttir frá Rússlandi talsverða athygli en þær voru teknar upp í ólíkum erlendum miðlum eins og Sports Illustrated, Newsweek og Washington Times auk fjölda annarra miðla víðsvegar um heiminn.World Cup fans will be allowed to have marijuana, cocaine and heroin in stadiums this summer—if they jump through a few hoops https://t.co/X2zWAV8xWD — Sports Illustrated (@SInow) March 2, 2018 Samkvæmt frétt í rússnesku blöðunum Izvestia og The Moscow Times þá mega áhorfendur á leikjum HM í sumar nefnilega koma með eiturlyf inn á HM leikvangana í Rússlandi ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði. Í Rússlandi eru ákvæði sem leyfa fólki að koma með annars óleyfileg efni til landsins en aðeins ef ferðafólkið er með uppáskrift frá lækni og hún þarf þá að vera á rússnesku. Marijúana, kókaín og heróin eru meðal þeirra hundrað efna sem eru á listanum yfir efni sem ferðafólkið getur gefið upp ef það þarf samkvæmt læknisráði að hafa slík efni eða lyf meðferðis.The 2018 FIFA World Cup in Russia will allow fans to bring cocaine, heroin and cannabis into stadiums https://t.co/yu0JRoKp6e#cannabis#mmj#marijuana#Russia#FIFA#FIFAWorldCup#football#ThursdayThoughts — Cannabis Awareness UK (@CannabisAwareUK) March 1, 2018 Ef fólk kemst með eiturlyfin á annaðborð löglega inn til Rússland þá leyfir FIFA þeim síðan að koma með þau inn á leikvanganna. „Öryggisverðir munu fylgja eftir og viðurkenna reglurnar sem leyfa fólki með þartilgerð leyfi að koma með þessi lyf inn á vellina,“ segir í yfirlýsingu frá skipulagsnefnd HM til The Moscow Times. Það fylgir þó sögunni að efnin þurfa að vera í upprunanlegu pakkingunum og á umræddum pakkningum útskýringar á rússnesku eða ensku. Það er þó ekki líklegt að fólkið megi nota þessi efni á leikvöngunum takist þeim á annaðborð að koma efnunum inn. Reglur FIFA gefa öryggisvörðum fyrirmæli um að fjarlægja þá áhorfendur sem skapa hættu vegna neyslu á áfengi eða eiturlyfjum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira