Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Birgir Olgeirsson skrifar 2. mars 2018 11:30 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavikur í janúar síðastliðnum. Vísir/Anton Brink Fimm fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Glitnis voru sakfelldir í markaðsmisnotkunarmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra, er ekki gerð frekari refsing og Jóhannes Baldursson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Aðrir hlutu skilorðsbundna dóma. Lárus var dæmdur til að greiða verjanda sínum 26 milljónir króna í málskostnað og Jóhannes var dæmdur til að greiða 11 milljónir króna í málsvarnarlaun. Aðrir sakborningar voru einnig dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun en þær upphæðir voru lægri en hjá Lárusi og Jóhannes. Mennirnir fimm voru ákærðir í málinu fyrir að eiga óeðlileg viðskipti með hlutabréf í Glitni í Kauphöllinni sem átti að hafa verið líklegt til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Mennirnir fimm sem voru ákærðir í málinu eru Lárus Welding sem var forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans og Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson, sem voru starfsmenn eigin viðskipta Glitnis. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var sakfelldur vegna málsins í héraði í morgun en honum ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið sex ára fangelsisvist í öðrum hrunmálum. Lárus hlaut eins árs fangelsisdóm í svokölluðu Aurum-máli og fimm ára dóm í Stím-málinu svokallaða. Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, var sakfelldur í málinu. Hann var dæmdur til tólf mánaða fangelsisvistar en fyrir hafði hann hlotið refsingu sem hljóðar upp á fimm ára fangelsisvist fyrir önnur brot tengd hrunmálum. Valgarð Már Valgarðsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, hlaut níu mánaða skilorðsbundinn dóm. Jónas Guðmundsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var sakfelldur og hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Pétur Jónsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Í ákærunni voru fimmmenningarnir sakaðir um að hafa stundað markaðsmisnotkun, með hlutabréf í bankanum sjálfum, á tímabilinu 1. júní 2007 til og með september 2008, samtals 331 viðskiptadaga. Voru þeir sakaðir um að hafa sett fram tilboð og eiga viðskipti í viðskiptakerfi Kauphallarinnar sem tryggðu óeðlilegt verð, bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00 Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 „Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32 „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fimm fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Glitnis voru sakfelldir í markaðsmisnotkunarmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra, er ekki gerð frekari refsing og Jóhannes Baldursson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Aðrir hlutu skilorðsbundna dóma. Lárus var dæmdur til að greiða verjanda sínum 26 milljónir króna í málskostnað og Jóhannes var dæmdur til að greiða 11 milljónir króna í málsvarnarlaun. Aðrir sakborningar voru einnig dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun en þær upphæðir voru lægri en hjá Lárusi og Jóhannes. Mennirnir fimm voru ákærðir í málinu fyrir að eiga óeðlileg viðskipti með hlutabréf í Glitni í Kauphöllinni sem átti að hafa verið líklegt til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Mennirnir fimm sem voru ákærðir í málinu eru Lárus Welding sem var forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans og Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson, sem voru starfsmenn eigin viðskipta Glitnis. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var sakfelldur vegna málsins í héraði í morgun en honum ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið sex ára fangelsisvist í öðrum hrunmálum. Lárus hlaut eins árs fangelsisdóm í svokölluðu Aurum-máli og fimm ára dóm í Stím-málinu svokallaða. Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, var sakfelldur í málinu. Hann var dæmdur til tólf mánaða fangelsisvistar en fyrir hafði hann hlotið refsingu sem hljóðar upp á fimm ára fangelsisvist fyrir önnur brot tengd hrunmálum. Valgarð Már Valgarðsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, hlaut níu mánaða skilorðsbundinn dóm. Jónas Guðmundsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var sakfelldur og hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Pétur Jónsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Í ákærunni voru fimmmenningarnir sakaðir um að hafa stundað markaðsmisnotkun, með hlutabréf í bankanum sjálfum, á tímabilinu 1. júní 2007 til og með september 2008, samtals 331 viðskiptadaga. Voru þeir sakaðir um að hafa sett fram tilboð og eiga viðskipti í viðskiptakerfi Kauphallarinnar sem tryggðu óeðlilegt verð, bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00 Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 „Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32 „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00
Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13
„Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32
„Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56