Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Birgir Olgeirsson skrifar 2. mars 2018 11:30 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavikur í janúar síðastliðnum. Vísir/Anton Brink Fimm fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Glitnis voru sakfelldir í markaðsmisnotkunarmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra, er ekki gerð frekari refsing og Jóhannes Baldursson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Aðrir hlutu skilorðsbundna dóma. Lárus var dæmdur til að greiða verjanda sínum 26 milljónir króna í málskostnað og Jóhannes var dæmdur til að greiða 11 milljónir króna í málsvarnarlaun. Aðrir sakborningar voru einnig dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun en þær upphæðir voru lægri en hjá Lárusi og Jóhannes. Mennirnir fimm voru ákærðir í málinu fyrir að eiga óeðlileg viðskipti með hlutabréf í Glitni í Kauphöllinni sem átti að hafa verið líklegt til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Mennirnir fimm sem voru ákærðir í málinu eru Lárus Welding sem var forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans og Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson, sem voru starfsmenn eigin viðskipta Glitnis. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var sakfelldur vegna málsins í héraði í morgun en honum ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið sex ára fangelsisvist í öðrum hrunmálum. Lárus hlaut eins árs fangelsisdóm í svokölluðu Aurum-máli og fimm ára dóm í Stím-málinu svokallaða. Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, var sakfelldur í málinu. Hann var dæmdur til tólf mánaða fangelsisvistar en fyrir hafði hann hlotið refsingu sem hljóðar upp á fimm ára fangelsisvist fyrir önnur brot tengd hrunmálum. Valgarð Már Valgarðsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, hlaut níu mánaða skilorðsbundinn dóm. Jónas Guðmundsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var sakfelldur og hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Pétur Jónsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Í ákærunni voru fimmmenningarnir sakaðir um að hafa stundað markaðsmisnotkun, með hlutabréf í bankanum sjálfum, á tímabilinu 1. júní 2007 til og með september 2008, samtals 331 viðskiptadaga. Voru þeir sakaðir um að hafa sett fram tilboð og eiga viðskipti í viðskiptakerfi Kauphallarinnar sem tryggðu óeðlilegt verð, bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00 Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 „Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32 „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fimm fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Glitnis voru sakfelldir í markaðsmisnotkunarmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra, er ekki gerð frekari refsing og Jóhannes Baldursson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Aðrir hlutu skilorðsbundna dóma. Lárus var dæmdur til að greiða verjanda sínum 26 milljónir króna í málskostnað og Jóhannes var dæmdur til að greiða 11 milljónir króna í málsvarnarlaun. Aðrir sakborningar voru einnig dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun en þær upphæðir voru lægri en hjá Lárusi og Jóhannes. Mennirnir fimm voru ákærðir í málinu fyrir að eiga óeðlileg viðskipti með hlutabréf í Glitni í Kauphöllinni sem átti að hafa verið líklegt til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Mennirnir fimm sem voru ákærðir í málinu eru Lárus Welding sem var forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans og Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson, sem voru starfsmenn eigin viðskipta Glitnis. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var sakfelldur vegna málsins í héraði í morgun en honum ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið sex ára fangelsisvist í öðrum hrunmálum. Lárus hlaut eins árs fangelsisdóm í svokölluðu Aurum-máli og fimm ára dóm í Stím-málinu svokallaða. Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, var sakfelldur í málinu. Hann var dæmdur til tólf mánaða fangelsisvistar en fyrir hafði hann hlotið refsingu sem hljóðar upp á fimm ára fangelsisvist fyrir önnur brot tengd hrunmálum. Valgarð Már Valgarðsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, hlaut níu mánaða skilorðsbundinn dóm. Jónas Guðmundsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var sakfelldur og hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Pétur Jónsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Í ákærunni voru fimmmenningarnir sakaðir um að hafa stundað markaðsmisnotkun, með hlutabréf í bankanum sjálfum, á tímabilinu 1. júní 2007 til og með september 2008, samtals 331 viðskiptadaga. Voru þeir sakaðir um að hafa sett fram tilboð og eiga viðskipti í viðskiptakerfi Kauphallarinnar sem tryggðu óeðlilegt verð, bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00 Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 „Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32 „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00
Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13
„Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32
„Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56