Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Birgir Olgeirsson skrifar 2. mars 2018 11:30 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavikur í janúar síðastliðnum. Vísir/Anton Brink Fimm fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Glitnis voru sakfelldir í markaðsmisnotkunarmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra, er ekki gerð frekari refsing og Jóhannes Baldursson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Aðrir hlutu skilorðsbundna dóma. Lárus var dæmdur til að greiða verjanda sínum 26 milljónir króna í málskostnað og Jóhannes var dæmdur til að greiða 11 milljónir króna í málsvarnarlaun. Aðrir sakborningar voru einnig dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun en þær upphæðir voru lægri en hjá Lárusi og Jóhannes. Mennirnir fimm voru ákærðir í málinu fyrir að eiga óeðlileg viðskipti með hlutabréf í Glitni í Kauphöllinni sem átti að hafa verið líklegt til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Mennirnir fimm sem voru ákærðir í málinu eru Lárus Welding sem var forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans og Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson, sem voru starfsmenn eigin viðskipta Glitnis. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var sakfelldur vegna málsins í héraði í morgun en honum ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið sex ára fangelsisvist í öðrum hrunmálum. Lárus hlaut eins árs fangelsisdóm í svokölluðu Aurum-máli og fimm ára dóm í Stím-málinu svokallaða. Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, var sakfelldur í málinu. Hann var dæmdur til tólf mánaða fangelsisvistar en fyrir hafði hann hlotið refsingu sem hljóðar upp á fimm ára fangelsisvist fyrir önnur brot tengd hrunmálum. Valgarð Már Valgarðsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, hlaut níu mánaða skilorðsbundinn dóm. Jónas Guðmundsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var sakfelldur og hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Pétur Jónsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Í ákærunni voru fimmmenningarnir sakaðir um að hafa stundað markaðsmisnotkun, með hlutabréf í bankanum sjálfum, á tímabilinu 1. júní 2007 til og með september 2008, samtals 331 viðskiptadaga. Voru þeir sakaðir um að hafa sett fram tilboð og eiga viðskipti í viðskiptakerfi Kauphallarinnar sem tryggðu óeðlilegt verð, bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00 Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 „Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32 „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Fimm fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Glitnis voru sakfelldir í markaðsmisnotkunarmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra, er ekki gerð frekari refsing og Jóhannes Baldursson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Aðrir hlutu skilorðsbundna dóma. Lárus var dæmdur til að greiða verjanda sínum 26 milljónir króna í málskostnað og Jóhannes var dæmdur til að greiða 11 milljónir króna í málsvarnarlaun. Aðrir sakborningar voru einnig dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun en þær upphæðir voru lægri en hjá Lárusi og Jóhannes. Mennirnir fimm voru ákærðir í málinu fyrir að eiga óeðlileg viðskipti með hlutabréf í Glitni í Kauphöllinni sem átti að hafa verið líklegt til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Mennirnir fimm sem voru ákærðir í málinu eru Lárus Welding sem var forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans og Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson, sem voru starfsmenn eigin viðskipta Glitnis. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var sakfelldur vegna málsins í héraði í morgun en honum ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið sex ára fangelsisvist í öðrum hrunmálum. Lárus hlaut eins árs fangelsisdóm í svokölluðu Aurum-máli og fimm ára dóm í Stím-málinu svokallaða. Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, var sakfelldur í málinu. Hann var dæmdur til tólf mánaða fangelsisvistar en fyrir hafði hann hlotið refsingu sem hljóðar upp á fimm ára fangelsisvist fyrir önnur brot tengd hrunmálum. Valgarð Már Valgarðsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, hlaut níu mánaða skilorðsbundinn dóm. Jónas Guðmundsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var sakfelldur og hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Pétur Jónsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Í ákærunni voru fimmmenningarnir sakaðir um að hafa stundað markaðsmisnotkun, með hlutabréf í bankanum sjálfum, á tímabilinu 1. júní 2007 til og með september 2008, samtals 331 viðskiptadaga. Voru þeir sakaðir um að hafa sett fram tilboð og eiga viðskipti í viðskiptakerfi Kauphallarinnar sem tryggðu óeðlilegt verð, bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00 Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 „Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32 „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00
Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13
„Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32
„Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent