Sport

Setti heimsmet mánuði áður en hann verður 100 ára

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Corones stingur sér til sunds
Corones stingur sér til sunds vísir/getty
Ástralski sundkappinn George Corones setti heimsmet í skriðsundi í áströlsku undankeppni Samveldisleikanna, 99 ára að aldri.

Corones heldur upp á hundrað ára afmæli sitt í næsta mánuði en það stoppaði hann ekki frá því að bæta heimsmetið í 50m skriðsundi um 35 sekúndur.

Hann var eini keppandinn í flokki 100-104 ára og synti metrana 50 á 56,12 sekúndum. Sundið var sett á sérstaklega í þeim tilgangi að leyfa Corones að reyna við metið áður en undankeppni Samveldisleikanna hófst formlega.

Fyrra metið var 1:31,19 og átti Bretinn John Harrison það.

Corones synti þegar hann var yngri þar til seinni heimstyrjöldin varð þess valdandi að hann gat ekki einbeitt sér að sundinu lengur. Hann fór aftur í laugina þegar hann var áttræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×