Eurovisionvampíran Pétur Örn gerir sig klára í slaginn Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2018 17:04 Ferill Péturs Arnar í Eurovision er algerlega með ólíkindum. visir/stefán Varla er svo haldin Eurovision-keppni án þess að Pétur Örn Guðmundsson komi þar við sögu. Ef hann er ekki með lagið sjálfur þá er hann fenginn í bakraddirnar. Pétur Örn er einn helsti bakraddasöngvari landsins. Þegar Vísir hafði við hann samband til að taka á honum púlsinn fyrir Eurovision-söngvakeppnina, úrslit undanúrslitanna, þar sem keppt verður um það hver verður fulltrúi Íslands í keppninni sem svo margir elska, og ef þú elskar hana ekki, þá elskar þú að hata hana – því allir eru að horfa – þá var hann kátur. Hann var þó ekki alveg tilbúinn að að gangast við titlinum Herra Eurovision. „Ha, jahh, kannski frændi Herra Eurovision.“ Pétur Örn hefur nú verið kallaður til í bakraddir framlags Áttunnar. Hann syngur því í tveimur lögum sem keppa í kvöld. „Já, ég söng í fimm lögum sem eru í þessari keppni. Þrjú eru dottin út. Ég verð í tveimur á morgun. Með Áttunni og svo syng ég bakraddir hjá Degi. Mér er treyst fyrir því. Mér er ekki treyst í mikið í lífinu en mér er treyst í þetta,“ segir Pétur Örn. Báðum þeim lögum er spáð góðu gengi og því gæti vel farið svo að Pétur sé að fara að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. Enn og aftur. „Fyrir tveimur eða þremur lögum stóð ég á sviðinu og söng í tveimur lögum sem kepptu til úrslita. Hjá Gretu Salóme og Öldu Dís. Sama hvernig færi, ég var á leiðinni út.“Magnaður ferill í Eurovision Pétur Örn segir að sér leiðist það ekki. Hann hefur ekki tölu á því að hversu mörgum Eurovisionlögum hann hefur komið í gegnum tíðina. En, hann kann að rekja þátttöku sína í aðalkeppninni.Þegar Pétur Örn fór út með Silvíu Nótt greip hann oft til þess að kynna sig sem danskan, það voru allir brjálaðir út í íslenska hópinn.visir/stefán„Ég hef farið sjö sinnum út. Árið 2000 í Tell me, sem var í Stokkhólmi. Þá kynntist ég Örlygi Smára. Svo var það ekki fyrr en árið 2006, þá með Silvíu Nótt í Aþenu. Það var alveg æðislegt en fólk var ekki alveg að fatta þetta ógleymanleg ferð algerlega. Aldrei jafn oft þurft að segjast vera frá Danmörku en ekki Íslandi, fólk var svo brjálað út í íslenska hópinn. Já, árið 2008 var ég í Serbíu með Friðriki Ómari og Regínu Ósk. Árið 2010 með Heru Björk í Osló. Og 2012 með Gretu Salóme í Azerbaijan. Svo fór ég árið 2013 með Eyþór Inga í Malmö. Þá átti ég lagið og var úti sem lagahöfundur en ekki sem bakrödd. Svo 2016 aftur með Greta Salóme og þá til Stokkhólms. Allt voru þetta frábærar ferðir.“Þrisvar til Svíþjóðar? „Já, fyndið að hafa farið fjórar af sjö ferðum til Skandinavíu. Æxlast einhvern veginn þannig og svo eru hin löndin sennilega þannig að maður myndi aldrei kaupa sér miða til.“EurovisonvampíanÞetta má sannarlega heita geggjaður Eurovisionferill og ekki margir sem geta státað að öðru eins.Reyndar grunsamlega þétt þátttaka? „Já, fólk heldur örugglega að ég sæki rosalega í þetta. En, ég er ekkert að hringja í höfunda:Heyrðu, ég sé þú ert með lag í Eurovision. Ég væri meira en til í að vera með í því. Og svo væri fólk farið að tala um þetta: Æji, hann Pétur var að hringja... Nei, þetta er nú bara þannig að það er leitað til mín. Sem er bara gaman.“Pétur segir að þetta sé skemmtilegt. Og hann sé ekki búinn að fá leið á þessu. „Maður er alltaf að kynnast alltaf nýju fólki. Mér líður eins og vampíru, tíminn líður en maður er alltaf á staðnum og fylgist með þessu. Þetta er mjög gaman.“ Pétur segir það þó svo að hann hafi stundum viljandi tekið sér pásu til að bremsa sig af og haga því þannig að hann fái ekki á þessu leiða. Og, það væri verra ef síminn hringdi ekki.Hefur lent í atriðum sem hann hefði viljað sleppaEn, hefur hann aldrei lent í því að hafa verið með í lögum sem eru alveg skelfileg? Pétur segir svo ekki vera. Þetta sé vissulega margt „kitsað“ eða hallærislegt, og þetta er ekkert endilega tónlistin sem hann er að hlusta á heima hjá sér.En, í öllu þessu hlýtur hann að hafa lent í að syngja með í lögum sem eru alveg glötuð. Eða fengið eitthvað slíkt á borð hjá sér? „Já, sko, þetta er búbót fyrir atvinnutónlistarfólk.Ég hef alveg tekið þátt í lögum sem ég hefði betur viljað hafa sleppt, lét hafa mig út í einhverja sviðsetningu sem ég er feginn að fólk sé ekki mikið að leita eftir á YouTube; verið í handsnyrtingu undir gamaldags hárþurrku að syngja bakraddir í einhverju lagi. Ég er ekki að segja að líf mitt sé röð stoltra atvika og það eru tímabil þar sem maður var ekkert rosalega mikið í að segja nei. Var í partíhug. Þetta er ástæðan fyrir því að ég tek stundum pásu. Svo hef ég verið heppinn líka, fenginn í lög sem ég hef ekki haft neitt á móti því að syngja í. Nema, jú, ég hef alveg verið beðinn um að syngja lög sem ég hef ekki verið tilbúinn að gera. Ég hef aldrei verið í því að trana mér fram sem aðalsöngvara. Ég hef tvisvar átt sjálfur lög í keppninni en hef aldrei fundið það hjá mér að syngja aðalrödd, þannig að ég hef afþakkað pent.“Ótrúleg dómharka í EurovisionPétur segir þetta sirkus þegar farið er út. Og það sé ekki nokkuð sem hann hefði viljað sleppa. Alltaf jafn gaman. „Jú, þeir eru margir sem vilja líta niður á þetta en það gengur í bylgjum. Og, þetta er mest áhorfði sjónvarpsviðburður árlega hjá Ríkissjónvarpinu. Það hafa allir, eða flestir, skoðun á þessu. Margir sem segjast ekki horfa en horfa samt. Þetta er bara stórviðburður sem fólk elskar og elskar að hata.“Pétur Örn segir það ekki svo að hann hringi í fólk og grátbiðji um að fá að vera með.visir/stefánPétur segir oft merkilegt hversu mikil dómharka gerir vart við sig í tengslum við keppnina meðal þeirra sem fylgjast með. „Þegar fólk er að tala um einhvern flutning hjá hinum og þessum er eins og verið sé að tala um dæmda brotamenn sem vert er að festa uppí næsta tré en ekki söngvara sem eru að syngja eitthvað lag. Fólk vill stundum gleyma því að þetta er til gamans gert. Ef þú ferð í þetta með því hugarfari að þetta sé skemmtilegt, þá verður þetta bara skemmtilegt.“Hinar margslungnu og merkilegu bakraddirBakraddasöngur er merkilegt fyrirbæri sem ekki fer mikið fyrir, sem slíkum. Og það gæti hreinlega legið í orðinu sem slíku. Pétur segir þýðinguna á Backing Vocal ekki mjög vel heppnaða. Bein þýðing er styrkingarrödd. „Þetta er heilmikil pæling.Góður söngvari þarf ekkert endilega að vera góður bakraddasöngvari eða getað raddað, það er ekkert sjálfgefið þó þú sért góður söngvari. En, með vönu fólki þá verður þetta allt betra. Og það er hluti þess að fólk er að hringja í mig, ég er vanur að laga mig að nýrri rödd án þess að hugsa um það.“ Pétur Örn segir að það hafi valdið straumhvörfum í sínu lífi þegar hann hlustaði á Spilverk þjóðanna og áttaði sig á því hversu ótrúlega mikilvægur hluti tónlistar raddaður söngur væri. „Breytti viðhorfum mínum og sýn á tónlist. Svo hlustaði ég mikið á Hananú með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, þar sem Magnús og Jóhann eru í bakröddum,“ segir Pétur Örn. Og rifjar einnig upp Bítlana og Beach Boys. Sem Gunnar Þórðarson, sem hefur unnið brautryðjendastarf í raddsetningum á íslenskri tónlist, leit mikið til.Eurovision óútreiknanleg skepnaEn, hvaða lag er að fara að vinna þetta? Pétur segir Eurovision algerlega óútreiknanlega skepnu. „Sem fer sína eigin leið. Ég hætti fyrir mörgum árum að reyna að spá í þetta. Maður vonast eftir einhverju en þetta eru eins og fyrstu geimskotin, maður veit ekki hvort þetta springur í loft upp eða hvað.“ Og fyrir grjótharða Eurovisonáhugamenn, sem erum við öll, þá er vert að benda á að Pétur Örn rekur stórskemmtilega twittersíðu, gramedlan, og þar setur hann eitt og annað skemmtilegt inn sem tengist Eurovison. Já, og bara allskonar sprell.Ég veit ekki alveg hvort er vandræðalegra, ég þunnur á þessari gömlu mynd eða sú staðreynd að við Hannes Hólmsteinn eigum eins slopp. pic.twitter.com/PyPRE7JnUt— Pétur Örn (@gramedlan) December 12, 2017 Eurovision Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Varla er svo haldin Eurovision-keppni án þess að Pétur Örn Guðmundsson komi þar við sögu. Ef hann er ekki með lagið sjálfur þá er hann fenginn í bakraddirnar. Pétur Örn er einn helsti bakraddasöngvari landsins. Þegar Vísir hafði við hann samband til að taka á honum púlsinn fyrir Eurovision-söngvakeppnina, úrslit undanúrslitanna, þar sem keppt verður um það hver verður fulltrúi Íslands í keppninni sem svo margir elska, og ef þú elskar hana ekki, þá elskar þú að hata hana – því allir eru að horfa – þá var hann kátur. Hann var þó ekki alveg tilbúinn að að gangast við titlinum Herra Eurovision. „Ha, jahh, kannski frændi Herra Eurovision.“ Pétur Örn hefur nú verið kallaður til í bakraddir framlags Áttunnar. Hann syngur því í tveimur lögum sem keppa í kvöld. „Já, ég söng í fimm lögum sem eru í þessari keppni. Þrjú eru dottin út. Ég verð í tveimur á morgun. Með Áttunni og svo syng ég bakraddir hjá Degi. Mér er treyst fyrir því. Mér er ekki treyst í mikið í lífinu en mér er treyst í þetta,“ segir Pétur Örn. Báðum þeim lögum er spáð góðu gengi og því gæti vel farið svo að Pétur sé að fara að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. Enn og aftur. „Fyrir tveimur eða þremur lögum stóð ég á sviðinu og söng í tveimur lögum sem kepptu til úrslita. Hjá Gretu Salóme og Öldu Dís. Sama hvernig færi, ég var á leiðinni út.“Magnaður ferill í Eurovision Pétur Örn segir að sér leiðist það ekki. Hann hefur ekki tölu á því að hversu mörgum Eurovisionlögum hann hefur komið í gegnum tíðina. En, hann kann að rekja þátttöku sína í aðalkeppninni.Þegar Pétur Örn fór út með Silvíu Nótt greip hann oft til þess að kynna sig sem danskan, það voru allir brjálaðir út í íslenska hópinn.visir/stefán„Ég hef farið sjö sinnum út. Árið 2000 í Tell me, sem var í Stokkhólmi. Þá kynntist ég Örlygi Smára. Svo var það ekki fyrr en árið 2006, þá með Silvíu Nótt í Aþenu. Það var alveg æðislegt en fólk var ekki alveg að fatta þetta ógleymanleg ferð algerlega. Aldrei jafn oft þurft að segjast vera frá Danmörku en ekki Íslandi, fólk var svo brjálað út í íslenska hópinn. Já, árið 2008 var ég í Serbíu með Friðriki Ómari og Regínu Ósk. Árið 2010 með Heru Björk í Osló. Og 2012 með Gretu Salóme í Azerbaijan. Svo fór ég árið 2013 með Eyþór Inga í Malmö. Þá átti ég lagið og var úti sem lagahöfundur en ekki sem bakrödd. Svo 2016 aftur með Greta Salóme og þá til Stokkhólms. Allt voru þetta frábærar ferðir.“Þrisvar til Svíþjóðar? „Já, fyndið að hafa farið fjórar af sjö ferðum til Skandinavíu. Æxlast einhvern veginn þannig og svo eru hin löndin sennilega þannig að maður myndi aldrei kaupa sér miða til.“EurovisonvampíanÞetta má sannarlega heita geggjaður Eurovisionferill og ekki margir sem geta státað að öðru eins.Reyndar grunsamlega þétt þátttaka? „Já, fólk heldur örugglega að ég sæki rosalega í þetta. En, ég er ekkert að hringja í höfunda:Heyrðu, ég sé þú ert með lag í Eurovision. Ég væri meira en til í að vera með í því. Og svo væri fólk farið að tala um þetta: Æji, hann Pétur var að hringja... Nei, þetta er nú bara þannig að það er leitað til mín. Sem er bara gaman.“Pétur segir að þetta sé skemmtilegt. Og hann sé ekki búinn að fá leið á þessu. „Maður er alltaf að kynnast alltaf nýju fólki. Mér líður eins og vampíru, tíminn líður en maður er alltaf á staðnum og fylgist með þessu. Þetta er mjög gaman.“ Pétur segir það þó svo að hann hafi stundum viljandi tekið sér pásu til að bremsa sig af og haga því þannig að hann fái ekki á þessu leiða. Og, það væri verra ef síminn hringdi ekki.Hefur lent í atriðum sem hann hefði viljað sleppaEn, hefur hann aldrei lent í því að hafa verið með í lögum sem eru alveg skelfileg? Pétur segir svo ekki vera. Þetta sé vissulega margt „kitsað“ eða hallærislegt, og þetta er ekkert endilega tónlistin sem hann er að hlusta á heima hjá sér.En, í öllu þessu hlýtur hann að hafa lent í að syngja með í lögum sem eru alveg glötuð. Eða fengið eitthvað slíkt á borð hjá sér? „Já, sko, þetta er búbót fyrir atvinnutónlistarfólk.Ég hef alveg tekið þátt í lögum sem ég hefði betur viljað hafa sleppt, lét hafa mig út í einhverja sviðsetningu sem ég er feginn að fólk sé ekki mikið að leita eftir á YouTube; verið í handsnyrtingu undir gamaldags hárþurrku að syngja bakraddir í einhverju lagi. Ég er ekki að segja að líf mitt sé röð stoltra atvika og það eru tímabil þar sem maður var ekkert rosalega mikið í að segja nei. Var í partíhug. Þetta er ástæðan fyrir því að ég tek stundum pásu. Svo hef ég verið heppinn líka, fenginn í lög sem ég hef ekki haft neitt á móti því að syngja í. Nema, jú, ég hef alveg verið beðinn um að syngja lög sem ég hef ekki verið tilbúinn að gera. Ég hef aldrei verið í því að trana mér fram sem aðalsöngvara. Ég hef tvisvar átt sjálfur lög í keppninni en hef aldrei fundið það hjá mér að syngja aðalrödd, þannig að ég hef afþakkað pent.“Ótrúleg dómharka í EurovisionPétur segir þetta sirkus þegar farið er út. Og það sé ekki nokkuð sem hann hefði viljað sleppa. Alltaf jafn gaman. „Jú, þeir eru margir sem vilja líta niður á þetta en það gengur í bylgjum. Og, þetta er mest áhorfði sjónvarpsviðburður árlega hjá Ríkissjónvarpinu. Það hafa allir, eða flestir, skoðun á þessu. Margir sem segjast ekki horfa en horfa samt. Þetta er bara stórviðburður sem fólk elskar og elskar að hata.“Pétur Örn segir það ekki svo að hann hringi í fólk og grátbiðji um að fá að vera með.visir/stefánPétur segir oft merkilegt hversu mikil dómharka gerir vart við sig í tengslum við keppnina meðal þeirra sem fylgjast með. „Þegar fólk er að tala um einhvern flutning hjá hinum og þessum er eins og verið sé að tala um dæmda brotamenn sem vert er að festa uppí næsta tré en ekki söngvara sem eru að syngja eitthvað lag. Fólk vill stundum gleyma því að þetta er til gamans gert. Ef þú ferð í þetta með því hugarfari að þetta sé skemmtilegt, þá verður þetta bara skemmtilegt.“Hinar margslungnu og merkilegu bakraddirBakraddasöngur er merkilegt fyrirbæri sem ekki fer mikið fyrir, sem slíkum. Og það gæti hreinlega legið í orðinu sem slíku. Pétur segir þýðinguna á Backing Vocal ekki mjög vel heppnaða. Bein þýðing er styrkingarrödd. „Þetta er heilmikil pæling.Góður söngvari þarf ekkert endilega að vera góður bakraddasöngvari eða getað raddað, það er ekkert sjálfgefið þó þú sért góður söngvari. En, með vönu fólki þá verður þetta allt betra. Og það er hluti þess að fólk er að hringja í mig, ég er vanur að laga mig að nýrri rödd án þess að hugsa um það.“ Pétur Örn segir að það hafi valdið straumhvörfum í sínu lífi þegar hann hlustaði á Spilverk þjóðanna og áttaði sig á því hversu ótrúlega mikilvægur hluti tónlistar raddaður söngur væri. „Breytti viðhorfum mínum og sýn á tónlist. Svo hlustaði ég mikið á Hananú með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, þar sem Magnús og Jóhann eru í bakröddum,“ segir Pétur Örn. Og rifjar einnig upp Bítlana og Beach Boys. Sem Gunnar Þórðarson, sem hefur unnið brautryðjendastarf í raddsetningum á íslenskri tónlist, leit mikið til.Eurovision óútreiknanleg skepnaEn, hvaða lag er að fara að vinna þetta? Pétur segir Eurovision algerlega óútreiknanlega skepnu. „Sem fer sína eigin leið. Ég hætti fyrir mörgum árum að reyna að spá í þetta. Maður vonast eftir einhverju en þetta eru eins og fyrstu geimskotin, maður veit ekki hvort þetta springur í loft upp eða hvað.“ Og fyrir grjótharða Eurovisonáhugamenn, sem erum við öll, þá er vert að benda á að Pétur Örn rekur stórskemmtilega twittersíðu, gramedlan, og þar setur hann eitt og annað skemmtilegt inn sem tengist Eurovison. Já, og bara allskonar sprell.Ég veit ekki alveg hvort er vandræðalegra, ég þunnur á þessari gömlu mynd eða sú staðreynd að við Hannes Hólmsteinn eigum eins slopp. pic.twitter.com/PyPRE7JnUt— Pétur Örn (@gramedlan) December 12, 2017
Eurovision Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira