Íbúar vilja fá forsetann í afmælisveislu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 19:30 Íbúar, starfsmenn og velunnarar fögnuðu í dag tuttugu og fimm ára afmæli hjúkrunarheimilisins Eirar. Að því tilefni var haldin söngskemmtun en ein aðal afmælisósk íbúa er að fá forseta Íslands í heimsókn. Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi tók til starfa árið 1993, en undirbúningur hafði staðið frá árinu 1990 - í dag eru einmitt tuttugu og fimm ár síðan fyrsti íbúinn flutti inn en síðan þá hefur mikið breyst. „2004 að þá opnuðum við annan áfanga. Bara á sautján til tuttugu árum höfum við stækkað. Við byggðum þrjár öryggisíbúðir og þar eru yfir tvö hundruð íbúðir,“ segir Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Eir. Á Eir eru 185 íbúar og þar starfa 350 starfsmenn. Í tilefni dagsins var söngskemmtun þar sem einn af fyrstu starfsmönnum Eirar, Sighvatur rafvirki, sá um skemmtiatriði. Stefnt er að nokkrum afmælishátíðum á þessu ári en íbúar Eirar hafa aðeins eina afmælisósk. „Við ætlum að hafa sumarskemmtun og jafnvel líka skemmtun að hausti og íbúarnir hér vilja gjarnan fá forsetann í heimsókn þá,“ segir Kristín og brosir. Sigfús Bergmann flutti á Eir fyrir um ári en hann mun fagna hundrað ára afmæli sínu í sumar. „Já ég verð hundrað ára ef ég lifi til 18. júlí á þessu ári. En það er ómögulega að vita,“ segir Sigfús. Sigfús, aðrir íbúar og gesti gæddu sér svo að kökum og tóku vel undir í söngnum í dag eins og jafnan er gert í hverri viku. „Öll gömlu ættjarðarlögin eru sungin og þeim er varpað upp á vegg, Þannig að það er mikil gleði hér og mikill söngur,“ segir Kristín Heilbrigðismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Íbúar, starfsmenn og velunnarar fögnuðu í dag tuttugu og fimm ára afmæli hjúkrunarheimilisins Eirar. Að því tilefni var haldin söngskemmtun en ein aðal afmælisósk íbúa er að fá forseta Íslands í heimsókn. Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi tók til starfa árið 1993, en undirbúningur hafði staðið frá árinu 1990 - í dag eru einmitt tuttugu og fimm ár síðan fyrsti íbúinn flutti inn en síðan þá hefur mikið breyst. „2004 að þá opnuðum við annan áfanga. Bara á sautján til tuttugu árum höfum við stækkað. Við byggðum þrjár öryggisíbúðir og þar eru yfir tvö hundruð íbúðir,“ segir Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Eir. Á Eir eru 185 íbúar og þar starfa 350 starfsmenn. Í tilefni dagsins var söngskemmtun þar sem einn af fyrstu starfsmönnum Eirar, Sighvatur rafvirki, sá um skemmtiatriði. Stefnt er að nokkrum afmælishátíðum á þessu ári en íbúar Eirar hafa aðeins eina afmælisósk. „Við ætlum að hafa sumarskemmtun og jafnvel líka skemmtun að hausti og íbúarnir hér vilja gjarnan fá forsetann í heimsókn þá,“ segir Kristín og brosir. Sigfús Bergmann flutti á Eir fyrir um ári en hann mun fagna hundrað ára afmæli sínu í sumar. „Já ég verð hundrað ára ef ég lifi til 18. júlí á þessu ári. En það er ómögulega að vita,“ segir Sigfús. Sigfús, aðrir íbúar og gesti gæddu sér svo að kökum og tóku vel undir í söngnum í dag eins og jafnan er gert í hverri viku. „Öll gömlu ættjarðarlögin eru sungin og þeim er varpað upp á vegg, Þannig að það er mikil gleði hér og mikill söngur,“ segir Kristín
Heilbrigðismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira