Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 21:00 Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. Útgerðarmaður í eyjunni er bjartsýnn enda nóg af fiski í sjónum um þessar mundir, til þess að halda atvinnuhjólunum gangandi. Byggðastofnun réðst í tilraunaverkefni á Raufarhöfn árið 2012 sem kallast brothætt byggð en með því var leitað lausna á bráðum vanda vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífinu undangenginna ára. Í heildina eru átta byggðarlög sem teljast til brothættra byggða í dag og er Grímsey ein þeirra. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey frá aldamótum en þá höfðu tæplega hundrað manns lögheimili í eynni. Í dag eru þeir færri en 70 en þess utan eru aðeins á bilinu 30 til 40 með fasta búsetu allt árið. Grímseyingum er mikið í mun um að byggð haldist í eynni. Í upphafi ársins 2015 skulduðu útgerðirnar þrjár sem þá gerðu út frá Grímsey þrjá milljarða sem endaði með því að einn burðarásanna í eynni seldi allan kvóta sinn til Fáskrúðsfjarðar. Útgerðarmaður sem hefur gert út og verið á sjó í Grímsey í rúm þrjátíu ár segir bjartsýni ríkja. „Það er bara flott núna. Það er hörku veiði og blíðu veður. Það er fínasti afli,“ segir Jóhannes Henningsson, útgerðarmaður.Þessa dagana fara sjómenn í eyjunni út til þorskveiða á meðan loðnan gengur hjá. Úthlutaður kvóti til skipa með heimahöfn í Grímsey nam 2.290 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári og þar af eru 1896 tonn í aflamarkskerfinu og 394 tonn í krókaaflamarkskerfinu. „Það er nóg af þorski núna, það vantar ekkert af því. Það en enn talsvert mikið að kvóta í eyjunni og hefur verið brjáluð veiði undanfarið. Það hefur verið blíðu veður núna en áður var það óstillt fram eftir janúar eða svona frá jólum en svo er búin að vera einmuna blíða núna,“ segir Jóhannes.Bátarnir eru þó ekki margir sem gera út frá eynni„Þeir eru nú ekki margir, ætli þeir séu ekki núna svona þrír bátar í augnablikinu,“ segir Jóhannes. Grímsey Sjávarútvegur Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. Útgerðarmaður í eyjunni er bjartsýnn enda nóg af fiski í sjónum um þessar mundir, til þess að halda atvinnuhjólunum gangandi. Byggðastofnun réðst í tilraunaverkefni á Raufarhöfn árið 2012 sem kallast brothætt byggð en með því var leitað lausna á bráðum vanda vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífinu undangenginna ára. Í heildina eru átta byggðarlög sem teljast til brothættra byggða í dag og er Grímsey ein þeirra. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey frá aldamótum en þá höfðu tæplega hundrað manns lögheimili í eynni. Í dag eru þeir færri en 70 en þess utan eru aðeins á bilinu 30 til 40 með fasta búsetu allt árið. Grímseyingum er mikið í mun um að byggð haldist í eynni. Í upphafi ársins 2015 skulduðu útgerðirnar þrjár sem þá gerðu út frá Grímsey þrjá milljarða sem endaði með því að einn burðarásanna í eynni seldi allan kvóta sinn til Fáskrúðsfjarðar. Útgerðarmaður sem hefur gert út og verið á sjó í Grímsey í rúm þrjátíu ár segir bjartsýni ríkja. „Það er bara flott núna. Það er hörku veiði og blíðu veður. Það er fínasti afli,“ segir Jóhannes Henningsson, útgerðarmaður.Þessa dagana fara sjómenn í eyjunni út til þorskveiða á meðan loðnan gengur hjá. Úthlutaður kvóti til skipa með heimahöfn í Grímsey nam 2.290 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári og þar af eru 1896 tonn í aflamarkskerfinu og 394 tonn í krókaaflamarkskerfinu. „Það er nóg af þorski núna, það vantar ekkert af því. Það en enn talsvert mikið að kvóta í eyjunni og hefur verið brjáluð veiði undanfarið. Það hefur verið blíðu veður núna en áður var það óstillt fram eftir janúar eða svona frá jólum en svo er búin að vera einmuna blíða núna,“ segir Jóhannes.Bátarnir eru þó ekki margir sem gera út frá eynni„Þeir eru nú ekki margir, ætli þeir séu ekki núna svona þrír bátar í augnablikinu,“ segir Jóhannes.
Grímsey Sjávarútvegur Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira