Körfubolti

Körfuboltakvöld: Spilamennska Njarðvíkur lætur Teit líða illa í hjartanu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Suðurnesjaslagur Njarðvíkur og Keflavíkur var til umræðu í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartansson á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Gestir Kjartans í gær voru Teitur Örlygsson og Kristinn Friðriksson.

,,Það er eitthvað að í Njarðvík. Það er eins og menn séu alltaf að horfa á manninn við hliðina á sér; að hann eigi að redda hlutunum einhvern veginn. Mér líður bara illa að horfa á þetta, mér líður illa í hjartanu," segir Teitur sem er goðsögn í njarðvískum körfubolta.

Kristinn Friðriksson tók í sama streng: ,,Keflavík mætti til leiks eins og þeir væru að fara að spila á heimavelli og eins og þeir væru betra liðið á meðan Njarðvík virtist mæta til leiks vitandi að þeir væru lélegra liðið og spiluðu þannig."

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×