Stríðið í Sýrlandi Víetnamstríð Rússlands Ingvar Þór Björnsson skrifar 4. mars 2018 11:40 Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum Vísir/HAG Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum, segir að stríðið í Sýrlandi sé að breytast í Víetnamstríð Rússlands. Þá telur hann stefnu Bandaríkjamanna í stríðinu vera einkennilega og afskiptaleysið boða nýja hugsjón. Magnús var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er óljóst hvað Rússar vilja í raun og veru. Í upphafi studdu þeir sýrlensku stjórnina vegna þess að þeir voru með bækistöðvar í Sýrlandi. Þar sem þeir eru búnir að missa mikið af austur Evrópu litu þeir á þetta sem síðasta hálmstráið. Síðan voru þeir kannski að hugsa sér að vera milliliður milli austurs og vesturs og tryggja aðstöðu sína að því leyti,“ segir Magnús. Þá segir hann að Rússar kunnu að hafa misreiknað sig verulega. „Núna erum við kannski að sjá að þeir hafa misreiknað sig og þetta hafi breyst í Víetnamstríðið þeirra. Þetta er að verða óvinsælt og þeir leggja óvenju mikið af peningum í að styðja þennan einræðisherra í Sýrlandi. Upphaflega snerist þetta um efnahagslega hagsmuni en nú hefur þetta breyst í sálfræðilega stöðu. Staðan er orðin flókin og þeir eru komnir í sjálfheldu og búnir að mála sig út í horn. Það er erfitt að átta sig á hvaða útgönguleið Rússar nota og hvort að þessi fjárfesting sem þeir hafa lagt í þetta stríð skili sér.“Bandaríkin hafi lært af fyrri stríðumMagnús bendir á afskiptaleysi Bandaríkjanna og Vesturlanda í stríðinu. „Vesturlöndin halda að sér höndum opinberlega en á bak við tjöldin er heilmikið að gerast. Til að mynda vopnaflutningar og upplýsingamiðlun. Það er eitt af því sem einkennir þetta stríð. Það er svo margt sem við sjáum ekki sem er að gerast. Stefna Bandaríkjanna hefur verið mjög einkennileg og afskiptaleysið hefur verið mikið,“ segir hann. „Fólk hefur oft gagnrýnt afskipti Bandaríkjanna þarna en nú er farið að gagnrýna afskiptaleysi þeirra. Það er spurning hvort þeir treysti sér ekki í þetta verkefni eftir Afganistan og Írak. Þeir sjá að helstu óvinir þeirra hafa grætt einna mest á afskiptum þeirra þar og að hugsanlega muni þeir græða meira á að skipta sér minna af stríðinu,“ segir MagnúsStríðið snúist um hver komi til með að stjórna Asíu á 21. öldinniÞá segir hann að Sýrland sé í eðli sínu ekki merkilegt land og að það sé ekki mikið af auðlindum í Sýrlandi. Staðsetningin sé hins vegar góð. „Sýrland er á milli austurs og vesturs og auk þess við Miðjarðarhafið. Sýrland snýst núna um hver kemur til með að stjórna Asíu á 21. öldinni. Þeir sem taka þátt í þessum bardaga sjá að verðlaunaféð er það.“ Um er að ræða algjörlega nýja tegund stríðs að hans mati. „Nýir leikendur eru farnir að beita harkalegum aðferðum og við erum að sjá nýja tegund stríðs. Leikreglurnar eru virtar að vettugi og þetta er stjórnlaust stríð,“ segir Magnús. „Það má segja að það sé verið að berjast til síðasta manns. Við erum orðin mjög góð í að finna leiðir til að drepa hvort annað og birtingarmyndir þess eru einmitt þarna í Sýrlandi. Þetta er orðin tilraunastofa í tækniþekkingu og hæfileikum í að drepa hvort annað.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum, segir að stríðið í Sýrlandi sé að breytast í Víetnamstríð Rússlands. Þá telur hann stefnu Bandaríkjamanna í stríðinu vera einkennilega og afskiptaleysið boða nýja hugsjón. Magnús var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er óljóst hvað Rússar vilja í raun og veru. Í upphafi studdu þeir sýrlensku stjórnina vegna þess að þeir voru með bækistöðvar í Sýrlandi. Þar sem þeir eru búnir að missa mikið af austur Evrópu litu þeir á þetta sem síðasta hálmstráið. Síðan voru þeir kannski að hugsa sér að vera milliliður milli austurs og vesturs og tryggja aðstöðu sína að því leyti,“ segir Magnús. Þá segir hann að Rússar kunnu að hafa misreiknað sig verulega. „Núna erum við kannski að sjá að þeir hafa misreiknað sig og þetta hafi breyst í Víetnamstríðið þeirra. Þetta er að verða óvinsælt og þeir leggja óvenju mikið af peningum í að styðja þennan einræðisherra í Sýrlandi. Upphaflega snerist þetta um efnahagslega hagsmuni en nú hefur þetta breyst í sálfræðilega stöðu. Staðan er orðin flókin og þeir eru komnir í sjálfheldu og búnir að mála sig út í horn. Það er erfitt að átta sig á hvaða útgönguleið Rússar nota og hvort að þessi fjárfesting sem þeir hafa lagt í þetta stríð skili sér.“Bandaríkin hafi lært af fyrri stríðumMagnús bendir á afskiptaleysi Bandaríkjanna og Vesturlanda í stríðinu. „Vesturlöndin halda að sér höndum opinberlega en á bak við tjöldin er heilmikið að gerast. Til að mynda vopnaflutningar og upplýsingamiðlun. Það er eitt af því sem einkennir þetta stríð. Það er svo margt sem við sjáum ekki sem er að gerast. Stefna Bandaríkjanna hefur verið mjög einkennileg og afskiptaleysið hefur verið mikið,“ segir hann. „Fólk hefur oft gagnrýnt afskipti Bandaríkjanna þarna en nú er farið að gagnrýna afskiptaleysi þeirra. Það er spurning hvort þeir treysti sér ekki í þetta verkefni eftir Afganistan og Írak. Þeir sjá að helstu óvinir þeirra hafa grætt einna mest á afskiptum þeirra þar og að hugsanlega muni þeir græða meira á að skipta sér minna af stríðinu,“ segir MagnúsStríðið snúist um hver komi til með að stjórna Asíu á 21. öldinniÞá segir hann að Sýrland sé í eðli sínu ekki merkilegt land og að það sé ekki mikið af auðlindum í Sýrlandi. Staðsetningin sé hins vegar góð. „Sýrland er á milli austurs og vesturs og auk þess við Miðjarðarhafið. Sýrland snýst núna um hver kemur til með að stjórna Asíu á 21. öldinni. Þeir sem taka þátt í þessum bardaga sjá að verðlaunaféð er það.“ Um er að ræða algjörlega nýja tegund stríðs að hans mati. „Nýir leikendur eru farnir að beita harkalegum aðferðum og við erum að sjá nýja tegund stríðs. Leikreglurnar eru virtar að vettugi og þetta er stjórnlaust stríð,“ segir Magnús. „Það má segja að það sé verið að berjast til síðasta manns. Við erum orðin mjög góð í að finna leiðir til að drepa hvort annað og birtingarmyndir þess eru einmitt þarna í Sýrlandi. Þetta er orðin tilraunastofa í tækniþekkingu og hæfileikum í að drepa hvort annað.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00
Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23
Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30