Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. mars 2018 08:00 Hörður Guðmundsson. „Mér hefur alltaf fundist þessi umræða um flugvöll úti í Hvassahrauni vera út í hött,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis. Hann segir niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu, ekki koma sér á óvart. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 59 prósent þeirra sem afstöðu tóku hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 30 prósent vilja ekki hafa hann þar en 11 prósent eru hlutlaus í afstöðu sinni. Þegar svörin eru skoðuð í heild kemur fram að 54 prósent vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 28 prósent vilja ekki hafa hann þar áfram, 10 prósent eru hlutlaus, 4 prósent hafa ekki gert upp hug sinn og þrjú prósent neita að svara spurningunni. Þegar svörin eru greind eftir aldri sést að fólk í aldurshópnum 50 ára og eldri er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en þeir sem eru á aldrinum 18-49 ára. Þá vekur það líka athygli að konur eru líklegri til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en karlar. Hörður segir að hver nefndin hafi verið skipuð á eftir annarri til að kanna hvar Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera. „Það hefur verið Rögnunefndin og fleiri nefndir og alltaf er borgarstjóri leiddur til hásætis í nefndinni. Hann hefur nú yfirleitt bara eyðilagt þessar nefndir af því að það hafa aldrei komið nein skýr svör,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir flýgur til sex staða á landsbyggðinni. „Fjölmörg fyrirtæki eru að þjónusta landsbyggðina og landsbyggðin er að sækja til Reykjavíkur þannig að þetta er svona „win win“ fyrir báða aðila að hafa flugvöllinn og samgöngur í lagi,“ segir Hörður og ítrekar að sér finnist umræða um flugvöll í Hvassahrauni algerlega út í hött. „Þessi umræða er bara ekki alveg í lagi og ég veit eiginlega ekkert hvernig hún verður til.“Aðferð Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Viltu hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni? 93 prósent þeirra sem svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Mér hefur alltaf fundist þessi umræða um flugvöll úti í Hvassahrauni vera út í hött,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis. Hann segir niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu, ekki koma sér á óvart. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 59 prósent þeirra sem afstöðu tóku hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 30 prósent vilja ekki hafa hann þar en 11 prósent eru hlutlaus í afstöðu sinni. Þegar svörin eru skoðuð í heild kemur fram að 54 prósent vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 28 prósent vilja ekki hafa hann þar áfram, 10 prósent eru hlutlaus, 4 prósent hafa ekki gert upp hug sinn og þrjú prósent neita að svara spurningunni. Þegar svörin eru greind eftir aldri sést að fólk í aldurshópnum 50 ára og eldri er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en þeir sem eru á aldrinum 18-49 ára. Þá vekur það líka athygli að konur eru líklegri til að vilja hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en karlar. Hörður segir að hver nefndin hafi verið skipuð á eftir annarri til að kanna hvar Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera. „Það hefur verið Rögnunefndin og fleiri nefndir og alltaf er borgarstjóri leiddur til hásætis í nefndinni. Hann hefur nú yfirleitt bara eyðilagt þessar nefndir af því að það hafa aldrei komið nein skýr svör,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir flýgur til sex staða á landsbyggðinni. „Fjölmörg fyrirtæki eru að þjónusta landsbyggðina og landsbyggðin er að sækja til Reykjavíkur þannig að þetta er svona „win win“ fyrir báða aðila að hafa flugvöllinn og samgöngur í lagi,“ segir Hörður og ítrekar að sér finnist umræða um flugvöll í Hvassahrauni algerlega út í hött. „Þessi umræða er bara ekki alveg í lagi og ég veit eiginlega ekkert hvernig hún verður til.“Aðferð Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Viltu hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni? 93 prósent þeirra sem svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00
Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30