Íslenski nuddarinn í NBA aftur með í hamborgaraáti og fótanuddi á ESPN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2018 14:00 Einar Einarsson og Joel Embiid. Fésbókin/ESPN Íslendingurinn Einar Einarsson og Joel Embiid voru aftur mættir á ESPN í nótt þegar bandaríska sjónvarpsstöðin sýndi frá undirbúningi miðherja Philadelphia 76ers fyrir leik í NBA-deildinni. Það vakti talsverða athygli í síðustu viku þegar ESPN tók upp myndband af Joel Embiid að borða hamborgara rétt fyrir leik og seinna kom í ljós að Íslendingurinn Einar Einarsson var að nudda hann á sama tíma. Joel Embiid hafði ekki miklar áhyggjur af þessu myndbandi því hann var mættur aftur fyrir leikinn í nótt þar sem Einar og Embiid buðu ESPN og áhorfendum sjónvarpsstöðvarinnar upp á hamborgaraát og fótanudd. ESPN setti þetta inn á fésbókarsíðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Þetta uppátæki þeirra félaga boðar þó ekki gott fyrir Philadelphia 76ers því eins og um daginn þá þurfti liðið að sætta sig við tap í nótt. Leikmenn Philadelphia 76ers réðu ekkert við gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, sem var með 35 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Milwaukee Bucks í leiknum. Joel Embiid sjálfur var með 19 stig, 8 frákö0st og 7 tapaða bolta. Joel Embiid kynntist góðri meðhöndlun Einars Einarssonar þegar hann fór á sínum tíma í meðferð til Katar á Aspetar íþróttameiðslasjúkrahúsinu í Dóha. Einar Einarsson hefur síðan fylgt Joel Embiid eftir á þessu tímabili og oft sést meðhöndla hann í kringum leiki Philadelphia 76ers. Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar til að fá góða meðhöndlun og þangað hafa farið íslenskir knattspyrnumenn eins og Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason sem dæmi. Einar Einarsson er gamall knattspyrnumaður sjálfur en hann lék með Víkingi, KA og Leiftri í efstu deild á Íslandi og á að baki 72 leiki í A-deildinni. Hann spilaði stærsta hluta ferils síns með Víkingi þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Í beinni: Njarðvík - Haukar | Toppslagur í nýju Ljónagryfjunni Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Sjá meira
Íslendingurinn Einar Einarsson og Joel Embiid voru aftur mættir á ESPN í nótt þegar bandaríska sjónvarpsstöðin sýndi frá undirbúningi miðherja Philadelphia 76ers fyrir leik í NBA-deildinni. Það vakti talsverða athygli í síðustu viku þegar ESPN tók upp myndband af Joel Embiid að borða hamborgara rétt fyrir leik og seinna kom í ljós að Íslendingurinn Einar Einarsson var að nudda hann á sama tíma. Joel Embiid hafði ekki miklar áhyggjur af þessu myndbandi því hann var mættur aftur fyrir leikinn í nótt þar sem Einar og Embiid buðu ESPN og áhorfendum sjónvarpsstöðvarinnar upp á hamborgaraát og fótanudd. ESPN setti þetta inn á fésbókarsíðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Þetta uppátæki þeirra félaga boðar þó ekki gott fyrir Philadelphia 76ers því eins og um daginn þá þurfti liðið að sætta sig við tap í nótt. Leikmenn Philadelphia 76ers réðu ekkert við gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, sem var með 35 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Milwaukee Bucks í leiknum. Joel Embiid sjálfur var með 19 stig, 8 frákö0st og 7 tapaða bolta. Joel Embiid kynntist góðri meðhöndlun Einars Einarssonar þegar hann fór á sínum tíma í meðferð til Katar á Aspetar íþróttameiðslasjúkrahúsinu í Dóha. Einar Einarsson hefur síðan fylgt Joel Embiid eftir á þessu tímabili og oft sést meðhöndla hann í kringum leiki Philadelphia 76ers. Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar til að fá góða meðhöndlun og þangað hafa farið íslenskir knattspyrnumenn eins og Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason sem dæmi. Einar Einarsson er gamall knattspyrnumaður sjálfur en hann lék með Víkingi, KA og Leiftri í efstu deild á Íslandi og á að baki 72 leiki í A-deildinni. Hann spilaði stærsta hluta ferils síns með Víkingi þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Í beinni: Njarðvík - Haukar | Toppslagur í nýju Ljónagryfjunni Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Sjá meira