Þingmenn Repúblikana leggjast gegn verndartollum forsetans Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 18:10 Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings. Vísir/AFP Þingmenn Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings vinna nú að því að koma í veg fyrir að háir tollar verði settir á innflutt stál og ál. Telja þeir að gjöldin stríði gegn efnahagsstefnu flokksins og að þeir gætu valdið flokknum vandræðum í komandi þingkosningum. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af afleiðingum viðskiptastríðs og við hvetjum Hvíta húsið til að halda ekki áfram með þessi áform,“ sagði AshLee Strong, talsmaður Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í neðri deild þingsins.„Nýja skattastefnan hefur eflt efnahaginn og við viljum sannarlega ekki stefna því í hættu.“Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um nýju tollana á fimmtudag. Ef tillaga hans verður samþykkt verður 25 prósenta tollur settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur en Trump hefur lengi haldið því fram að innlendir stál- og álframleiðendur hafi verið fórnarlömb ósanngjarnra viðskiptahátta. Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en framleitt er innanlands. Talið er að nefnd þingsins um tekjuöflunarleiðir ríkisins sé einnig mótfallin tollunum og þá hafa hátt settir öldungadeildarþingmenn Repúblikana einnig látið óánægju sína í ljós.Tollarnir ekki góðir fyrir komandi kosningabaráttu Ekki er ljóst hvort að mótmæli innan flokksins hafi áhrif á áform forsetans en þetta er í fyrsta sinn sem ákvörðun Trump stríðir beint gegn grunnstefinu flokksins. Telja margir Repúblikanar til að mynda að tollarnir grafi undan skattalækkunum sem flokkurinn fékk samþykktar í desember. Í nóvember á þessu ári ganga Bandaríkjamenn til kosninga á miðju kjörtímabili þar sem kosið verður um hluta þingsæta í bæði efri og neðri deild þingsins. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins og vilja Demókratar freista þess að breyta þeirri stöðu. Enn er ekki búið að ganga frá tollatillögunni en búist er við því að það verði gert á næstu vikum. Donald Trump Tengdar fréttir Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Þingmenn Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings vinna nú að því að koma í veg fyrir að háir tollar verði settir á innflutt stál og ál. Telja þeir að gjöldin stríði gegn efnahagsstefnu flokksins og að þeir gætu valdið flokknum vandræðum í komandi þingkosningum. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af afleiðingum viðskiptastríðs og við hvetjum Hvíta húsið til að halda ekki áfram með þessi áform,“ sagði AshLee Strong, talsmaður Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í neðri deild þingsins.„Nýja skattastefnan hefur eflt efnahaginn og við viljum sannarlega ekki stefna því í hættu.“Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um nýju tollana á fimmtudag. Ef tillaga hans verður samþykkt verður 25 prósenta tollur settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur en Trump hefur lengi haldið því fram að innlendir stál- og álframleiðendur hafi verið fórnarlömb ósanngjarnra viðskiptahátta. Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en framleitt er innanlands. Talið er að nefnd þingsins um tekjuöflunarleiðir ríkisins sé einnig mótfallin tollunum og þá hafa hátt settir öldungadeildarþingmenn Repúblikana einnig látið óánægju sína í ljós.Tollarnir ekki góðir fyrir komandi kosningabaráttu Ekki er ljóst hvort að mótmæli innan flokksins hafi áhrif á áform forsetans en þetta er í fyrsta sinn sem ákvörðun Trump stríðir beint gegn grunnstefinu flokksins. Telja margir Repúblikanar til að mynda að tollarnir grafi undan skattalækkunum sem flokkurinn fékk samþykktar í desember. Í nóvember á þessu ári ganga Bandaríkjamenn til kosninga á miðju kjörtímabili þar sem kosið verður um hluta þingsæta í bæði efri og neðri deild þingsins. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins og vilja Demókratar freista þess að breyta þeirri stöðu. Enn er ekki búið að ganga frá tollatillögunni en búist er við því að það verði gert á næstu vikum.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00
Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00
ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58
Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20