Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. mars 2018 06:00 Formanns- og stjórnarkjör í Eflingu stendur til kl. 20 í kvöld og fer fram í Guðrúnartúni 1, 4. hæð. Fréttablaðið/Vilhelm Stöðugur straumur fólks var í Guðrúnartúni 1 í Reykjavík í gær þegar kosning formanns og nýrrar stjórnar í Eflingu stéttarfélagi hófst. Kosning stendur yfir til klukkan 20 í kvöld. Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, segir að strax við opnun í gærmorgun hafi verið mikið að gera. „Svo er opið til átta í kvöld og ég á von á að það verði mikið seinnipartinn líka.“ Aðspurður segir Magnús þó engar biðraðir hafa myndast. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem formannskjör fer fram í félaginu. Í framboði til formanns eru Ingvar Vigur Halldórsson, sem leiðir A-lista stjórnar og trúnaðarráðs, og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem leiðir mótframboð B-lista. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við Sólveigu og beri hún sigur úr býtum eru það mikil tíðindi fyrir Alþýðusamband Íslands (ASÍ), enda fara þessi stóru félög með meirihluta í ASÍ. Litlir kærleikar hafa verið með þeim Ragnari Þór og Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ. Greiðendur í Eflingu á síðasta ári voru rétt undir 25 þúsundum en rúmlega 16 þúsund manns eru á kjörskrá og að sögn Magnúsar er nokkuð um að menn hafi þurft að kæra sig inn á kjörskrá frá því að kosning hófst. Helst er um þá að ræða sem greiða í félagið en hafa ekki sótt um fulla aðild. Þegar fréttamann og ljósmyndara bar að garði upp úr hádegi í gær var stöðugur straumur af fólki inn og út af kjörstað. Allir sem rætt var við sögðust hafa fylgst með kosningabaráttunni og að stjórnarkjörið væri töluvert rætt á vinnustöðum þeirra. Við spurðum hvers félagsmenn væntu af nýrri stjórn. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
Stöðugur straumur fólks var í Guðrúnartúni 1 í Reykjavík í gær þegar kosning formanns og nýrrar stjórnar í Eflingu stéttarfélagi hófst. Kosning stendur yfir til klukkan 20 í kvöld. Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, segir að strax við opnun í gærmorgun hafi verið mikið að gera. „Svo er opið til átta í kvöld og ég á von á að það verði mikið seinnipartinn líka.“ Aðspurður segir Magnús þó engar biðraðir hafa myndast. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem formannskjör fer fram í félaginu. Í framboði til formanns eru Ingvar Vigur Halldórsson, sem leiðir A-lista stjórnar og trúnaðarráðs, og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem leiðir mótframboð B-lista. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við Sólveigu og beri hún sigur úr býtum eru það mikil tíðindi fyrir Alþýðusamband Íslands (ASÍ), enda fara þessi stóru félög með meirihluta í ASÍ. Litlir kærleikar hafa verið með þeim Ragnari Þór og Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ. Greiðendur í Eflingu á síðasta ári voru rétt undir 25 þúsundum en rúmlega 16 þúsund manns eru á kjörskrá og að sögn Magnúsar er nokkuð um að menn hafi þurft að kæra sig inn á kjörskrá frá því að kosning hófst. Helst er um þá að ræða sem greiða í félagið en hafa ekki sótt um fulla aðild. Þegar fréttamann og ljósmyndara bar að garði upp úr hádegi í gær var stöðugur straumur af fólki inn og út af kjörstað. Allir sem rætt var við sögðust hafa fylgst með kosningabaráttunni og að stjórnarkjörið væri töluvert rætt á vinnustöðum þeirra. Við spurðum hvers félagsmenn væntu af nýrri stjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00
Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00
Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31