Telur að hún hafi stuðning þingsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 11:14 Sigríður Á. Andersend, dómsmálaráðherra, fagnar því að geta rætt störf sín. Komin er vantrauststillaga á hana vegna Landsréttarmálsins. VISIR/ANTON BRINK Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. Sigríður kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún hafi ekki stuðning þingsins. Hún segir það ekki koma sér á óvart að vantrauststillagan sé komin fram. „Nei, menn eru nú búnir að vera að tala um þetta í hálft ár og ég skil nú ekki af hverju menn lögðu þetta ekki fram á síðasta kjörtímabili,“ segir Sigríður. Ekki er algengt að lagðar séu fram vantrauststillögur á einstaka ráðherra heldur frekar á ríkisstjórnir. Sigríður segir það aldrei léttvægt þegar slíkar tillögur komi fram, hvort sem það er á ríkisstjórn eða einstaka ráðherra.Sjá einnig:Þingmenn taki afstöðu hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki „Í því ljósi verður þessari tillögu auðvitað svarað af fullri festu og tilhlýðilegum alvarleika,“ segir Sigríður. Fari það svo að allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðji tillöguna þurfa fjórir þingmenn stjórnarflokkanna að styðja hana einnig eigi hún að fá samþykkt þingsins. Sigríður gerir ráð fyrir stuðningi þingsins í málinu. „Ekkert síður en ég finn fyrir stuðningi utan þings hjá almenningi sem ég hef strax orðið vör við í morgun.“ Fyrir liggur að tveir þingmenn VG studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Aðspurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af mögulegum „villiköttum“ innan raða Vinstri grænna svarar Sigríður neitandi. „Nei, ég hef engar áhyggjur af því að ég hafi ekki stuðning þingsins.“ Óvíst er hvort tillagan verði tekin fyrir á þingi í dag en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar fyrir á dagskrá við fyrsta tækifæri. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. Sigríður kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún hafi ekki stuðning þingsins. Hún segir það ekki koma sér á óvart að vantrauststillagan sé komin fram. „Nei, menn eru nú búnir að vera að tala um þetta í hálft ár og ég skil nú ekki af hverju menn lögðu þetta ekki fram á síðasta kjörtímabili,“ segir Sigríður. Ekki er algengt að lagðar séu fram vantrauststillögur á einstaka ráðherra heldur frekar á ríkisstjórnir. Sigríður segir það aldrei léttvægt þegar slíkar tillögur komi fram, hvort sem það er á ríkisstjórn eða einstaka ráðherra.Sjá einnig:Þingmenn taki afstöðu hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki „Í því ljósi verður þessari tillögu auðvitað svarað af fullri festu og tilhlýðilegum alvarleika,“ segir Sigríður. Fari það svo að allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðji tillöguna þurfa fjórir þingmenn stjórnarflokkanna að styðja hana einnig eigi hún að fá samþykkt þingsins. Sigríður gerir ráð fyrir stuðningi þingsins í málinu. „Ekkert síður en ég finn fyrir stuðningi utan þings hjá almenningi sem ég hef strax orðið vör við í morgun.“ Fyrir liggur að tveir þingmenn VG studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Aðspurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af mögulegum „villiköttum“ innan raða Vinstri grænna svarar Sigríður neitandi. „Nei, ég hef engar áhyggjur af því að ég hafi ekki stuðning þingsins.“ Óvíst er hvort tillagan verði tekin fyrir á þingi í dag en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar fyrir á dagskrá við fyrsta tækifæri.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21
Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26