Körfubolti

Tár, bros og körfuboltasögur úr bandaríska háskólaboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Körfuboltakona grætur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Körfuboltakona grætur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans er framundan en áður að kemur að útsláttarkeppnini þá eru körfuboltaskólarnir að kveðja fjórða árs nemendur sína í síðasta heimaleik tímabilsins.

Þessi „senior“ kvöld er fastur liður hjá öllum félögum og leikmenn sem hafa verið í skólanum í langan tíma fá þarna stjörnumeðferð hjá viðkomandi skóla. Þeir fá líka að bjóða foreldrum sínum niður á gólf og upplifa fallega kvöldstund með sínum nánustu.

Eins og gefur að skilja þá er Bandaríkjamaðurinn duglegur að búa til dramatískar aðstæður á þessum kvöldum og þykir ekkert betra en að geta kallað fram nokkur gleðitár hjá sínu fólki.







NBC hefur tekið saman þrjár sögur af tárvotum kveðjustundum. Í einni þá fékk körfuboltastelpa óvænta fjölskylduheimsókn í síðasta heimaleiknum, í annarri þá fékk leikmaður sem meiddist illa í vetur tækifæri til að byrja síðasta leikinn og í þeirri þriðju þá kom fram óvænt boðorð.

Það má sjá þessar þrjár sögur hér fyrir ofan en það er allt í lagi að ráðleggja þeim sem á horfa að hafa vasaklút eða pappírsþurrku við höndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×