Körfubolti

Jakob og félagar töpuðu í framlengingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Vísir/Bára
Jakob Örn Sigurðarson var á meðal stigahæstu manna í liði Borås sem tapaði fyrir Umeå í framlengdum leik í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Jakob spilaði 33 mínútur af bekknum í leiknum í kvöld og skoraði 18 stig líkt og Nimrod Hilliard og voru þeir stigahæstir í liði Borås. Þá átti Jakob 2 fráköst og 3 stoðsendingar ásamt 2 stolnum boltum.

Borås var fimm stigum yfir þegar 34 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma en Umeå náði að jafna og Brett Bisping setti lokaskotið fyrir leiknum ekki niður. Heimamenn byrjuðu framlenginguna betur en gestirnir frá Umeå náðu forystunni og héldu henni út leiktímann og fóru með 91-97 sigur.

Þegar fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni er Borås í þriðja sæti með 26 stig. Umeå er í sjötta sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×