Innlent

Útiloki ekki hálendislínur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Háspennulínur á Hellisheiði.
Háspennulínur á Hellisheiði. Vísir/Anton
 „Í sumum tilfellum má færa rök fyrir því að línulagnir um láglendi geti verið verri kostur með tilliti til sjónrænna áhrifa, heldur en línulagnir um hálendi,“ segir bæjarráð Fljótsdalshérað sem telur óráðlegt að útiloka allar línulagnir yfir hálendi eins og gert sé ráð fyrir í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

„Má þar til dæmis benda á svæði sunnan Vatnajökuls, sem sum hver eru innan þjóðgarðsmarka. Einnig má benda á að orðið hálendi er ekki frekar skilgreint í tillögunni og að mjög ólík sjónarmið geta átt við um línulagnir yfir mismunandi hálendissvæði,“ segir í umsögn bæjarráðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×