Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. mars 2018 09:00 Grunnlaun borgarfulltrúa eru 699 þúsund en stór hluti þeirra er vel yfir milljón krónum. Vísir/ernir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær rétt rúmar 2 milljónir króna í laun og greiðslur fyrir starf sitt. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Um áramót voru laun borgarstjóra rétt rúma 1,7 milljónir króna og þá var fastur starfskostnaður greiddur hver mánaðamót að upphæð 101 þúsund krónur. Þá er borgarstjóri formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en formaður er með ein og hálf mánaðarlaun stjórnarmanns, 205 þúsund krónur á mánuði. Í svarinu kemur einnig fram að frá lokum maí 2016 til loka september 2017 hafi Dagur leyst Kristínu Soffíu Jónsdóttur af sem stjórnarformaður Faxaflóahafna meðan Kristín var í fæðingaroflofi. Fyrir það hlaut hann 305 þúsund krónur á mánuði til nóvember 2016 en 261 þúsund eftir það tímamark. Lækkunin kemur til vegna þess að aðalfundur Faxaflóahafna lækkaði laun stjórnarmanna. Laun borgarstjóra höfðu þar til í fyrra fylgt launum forsætisráðherra og laun borgarstjórnarfulltrúa tóku mið af þingfararkaupi. Í kjölfar hækkunar kjararáðs á kjörum þingmanna ákvað borgarstjórn að hverfa frá því fyrirkomulagi og miða þess í stað við launavísitölu. Upphaf viðmiðunartímabilsins var ákveðið mars 2013 og skulu launin uppfærð í janúar og júlí ár hvert. Borgarstjóri sjálfur beindi til launadeildar borgarinnar að lækka laun sín en þrátt fyrir það eru kjör hans nánast þau sömu og forsætisráðherra. Frá síðustu áramótum nema grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund krónum á mánuði. Þá fá borgarfulltrúar greiddan starfskostnað, rúmar 50 þúsund krónur, hvern mánuð. Sú upphæð er hugsuð til að mæta öllum persónulegum starfskostnaði svo sem áskriftum að blöðum og tímaritum og ferðum innan höfuðborgarsvæðisins. Þá skaffar borgin fulltrúum skrifstofu, tölvu, skrifstofubúnað, leggur borgarfulltrúa til farsíma og greiðir af honum. Fyrsti varaborgarfulltrúi hvers flokks fær fastar greiðslur sem nema 70 prósentum af grunnlaunum borgarfulltrúa og þá fá þeir greiddan starfskostnað í sama hlutfalli. Líkt og áður segir eru grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund en auðvelt er að hækka þá upphæð umtalsvert með setum í hinum ýmsu nefndum og ráðum borgarinnar. Þannig fær formaður borgarráðs greitt 40 prósenta álag á laun sín. Formenn fagráðs eða borgarstjórnarflokks fá 25 prósenta álag og hið sama gildir um borgarráðsmenn og þá sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum. Þá er einnig mögulegt að laun lækki ef fulltrúi á ekki sæti í neinni nefnd. Það gildir til að mynda um Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur en grunnlaun hennar eru 350 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær rétt rúmar 2 milljónir króna í laun og greiðslur fyrir starf sitt. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Um áramót voru laun borgarstjóra rétt rúma 1,7 milljónir króna og þá var fastur starfskostnaður greiddur hver mánaðamót að upphæð 101 þúsund krónur. Þá er borgarstjóri formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en formaður er með ein og hálf mánaðarlaun stjórnarmanns, 205 þúsund krónur á mánuði. Í svarinu kemur einnig fram að frá lokum maí 2016 til loka september 2017 hafi Dagur leyst Kristínu Soffíu Jónsdóttur af sem stjórnarformaður Faxaflóahafna meðan Kristín var í fæðingaroflofi. Fyrir það hlaut hann 305 þúsund krónur á mánuði til nóvember 2016 en 261 þúsund eftir það tímamark. Lækkunin kemur til vegna þess að aðalfundur Faxaflóahafna lækkaði laun stjórnarmanna. Laun borgarstjóra höfðu þar til í fyrra fylgt launum forsætisráðherra og laun borgarstjórnarfulltrúa tóku mið af þingfararkaupi. Í kjölfar hækkunar kjararáðs á kjörum þingmanna ákvað borgarstjórn að hverfa frá því fyrirkomulagi og miða þess í stað við launavísitölu. Upphaf viðmiðunartímabilsins var ákveðið mars 2013 og skulu launin uppfærð í janúar og júlí ár hvert. Borgarstjóri sjálfur beindi til launadeildar borgarinnar að lækka laun sín en þrátt fyrir það eru kjör hans nánast þau sömu og forsætisráðherra. Frá síðustu áramótum nema grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund krónum á mánuði. Þá fá borgarfulltrúar greiddan starfskostnað, rúmar 50 þúsund krónur, hvern mánuð. Sú upphæð er hugsuð til að mæta öllum persónulegum starfskostnaði svo sem áskriftum að blöðum og tímaritum og ferðum innan höfuðborgarsvæðisins. Þá skaffar borgin fulltrúum skrifstofu, tölvu, skrifstofubúnað, leggur borgarfulltrúa til farsíma og greiðir af honum. Fyrsti varaborgarfulltrúi hvers flokks fær fastar greiðslur sem nema 70 prósentum af grunnlaunum borgarfulltrúa og þá fá þeir greiddan starfskostnað í sama hlutfalli. Líkt og áður segir eru grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund en auðvelt er að hækka þá upphæð umtalsvert með setum í hinum ýmsu nefndum og ráðum borgarinnar. Þannig fær formaður borgarráðs greitt 40 prósenta álag á laun sín. Formenn fagráðs eða borgarstjórnarflokks fá 25 prósenta álag og hið sama gildir um borgarráðsmenn og þá sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum. Þá er einnig mögulegt að laun lækki ef fulltrúi á ekki sæti í neinni nefnd. Það gildir til að mynda um Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur en grunnlaun hennar eru 350 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira