Óvæntar skuldir sprengdu samningaviðræðurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2018 07:19 Harvey Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur. VÍSIR/AFP Tilraunir til að bjarga framleiðslufyrirtækinu The Weinstein Company frá gjaldþroti runnu út í sandinn á ögurstundu. Vísir greindi frá því á dögunum að athafnakonan Maria Contreras-Sweet færi fyrir hópi fjárfesta sem ætlaði sér að kaupa allar eignir fyrirtækisins. Það hefur átt erfitt uppdráttar eftir að sögur af kynferðisbrotum stofnanda fyrirtækisins, kvikmyndaframleiðandands Harvey Weinstein, heltóku umræðuna vestanhafs undir lok síðasta árs. Nú er hins vegar komið í ljós að fjárfestahópurinn hætti við kaupin á síðustu stundu. Kornið sem fyllti mælinn voru himinháar skuldir fyrirtækisins sem voru vanáætlaðar á fyrri stigum samningaviðræðnanna. Upphaflega var talið að skuldirnar næmu 225 milljónum dala, rúmlega 22 og hálfum miljarði króna, en þær reyndust í raun vera um 280 milljónir dala, þ.e. 28 milljarðar íslenskra króna. Sjá einnig: Konur taka við völdum í fyrirtæki WeinsteinFjárfestahópurinn sagðist reiðubúinn að greiða 500 milljónir dala, 50 milljarða króna, fyrir allt eignasafn fyrirtækisins. Þar á meðal er rétturinn að rúmlega 200 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Þá átti hluti kaupverðsins að renna í styrktarsjóð fyrir þolendur Weinstein. Í yfirlýsingu frá Contreras-Sweet segir að fjárfestahópurinn hafi neyðst til að hætta samningaviðræðunum á lokametrunum vegna upplýsinga sem ollu hópnum „vonbrigðum.“ Ef af kaupunum hefði orðið sagði Contreras-Sweet að konur myndu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu og að bjarga mætti um 150 störfum. Nú virðist hins vegar allt stefna, aftur, í gjaldþrot framleiðslufyrirtækisins. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34 Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Tilraunir til að bjarga framleiðslufyrirtækinu The Weinstein Company frá gjaldþroti runnu út í sandinn á ögurstundu. Vísir greindi frá því á dögunum að athafnakonan Maria Contreras-Sweet færi fyrir hópi fjárfesta sem ætlaði sér að kaupa allar eignir fyrirtækisins. Það hefur átt erfitt uppdráttar eftir að sögur af kynferðisbrotum stofnanda fyrirtækisins, kvikmyndaframleiðandands Harvey Weinstein, heltóku umræðuna vestanhafs undir lok síðasta árs. Nú er hins vegar komið í ljós að fjárfestahópurinn hætti við kaupin á síðustu stundu. Kornið sem fyllti mælinn voru himinháar skuldir fyrirtækisins sem voru vanáætlaðar á fyrri stigum samningaviðræðnanna. Upphaflega var talið að skuldirnar næmu 225 milljónum dala, rúmlega 22 og hálfum miljarði króna, en þær reyndust í raun vera um 280 milljónir dala, þ.e. 28 milljarðar íslenskra króna. Sjá einnig: Konur taka við völdum í fyrirtæki WeinsteinFjárfestahópurinn sagðist reiðubúinn að greiða 500 milljónir dala, 50 milljarða króna, fyrir allt eignasafn fyrirtækisins. Þar á meðal er rétturinn að rúmlega 200 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Þá átti hluti kaupverðsins að renna í styrktarsjóð fyrir þolendur Weinstein. Í yfirlýsingu frá Contreras-Sweet segir að fjárfestahópurinn hafi neyðst til að hætta samningaviðræðunum á lokametrunum vegna upplýsinga sem ollu hópnum „vonbrigðum.“ Ef af kaupunum hefði orðið sagði Contreras-Sweet að konur myndu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu og að bjarga mætti um 150 störfum. Nú virðist hins vegar allt stefna, aftur, í gjaldþrot framleiðslufyrirtækisins.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34 Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34
Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36