Love fékk kvíðakast í miðjum leik: „Eins og heilinn væri að reyna að skríða út úr höfðinu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2018 10:00 Kevin Love hugsar nú betur um andlega heilsu sína. vísir/getty Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, opnar sig í pistli sem hann skrifar á vefsíðuna The Players Tribune um ástæðu þess að hann þurfti að yfirgefa tvo leiki á tímabilinu þegar að þeir voru enn í fullum gangi. Ástæðan er sú að Love fékk kvíðakast í miðjum leik, en vegna þess lítur hann nú allt öðrum augum á andleg veikindi íþróttamanna sem urðu kveikjan að skrifum hans. Love var færður á sjúkrahús 5. nóvember þegar að Cleveland tapaði fyrir Atlanta Hawks en hann kvartaði þá yfir magaverk og erfiðleika með andardrátt. Hann segir í pistli sínum að einkennin hafi komið til vegna kvíðakastsins. „Þetta kom upp úr engu. Ég hafði aldrei fengið kvíðakast áður. Ég vissi ekki einu sinni að þau væru til. En þau eru til. Þau eru eins raunveruleg og handarbrot eða tognaður ökkli. Frá þessum degi hef ég breytt því hvernig ég hugsa um andleg veikindi,“ skrifar Love.Kevin Love á fullu í leik með Cleveland.vísir/gettyLove þurfti einnig að yfirgefa leik á móti Oklahoma City í janúar sem tapaðist en þá varð allt vitlaust innan liðsins. Haldinn var neyðarfundur þar sem sumir liðsfélagar Loves efuðust um að nokkuð væri að honum. Þeir vildu meina að hann væri bara auli sem gæfist upp þegar að vindar blésu á móti. Þrátt fyrir að skrifa ekkert um þann fund í pistli sínum herma heimildir ESPN að Love sagði liðsfélögum sínum frá kvíðakastinu í þeim leik á umræddum fundi. Leikmaðurinn skrifar um það í pistli sínum að hann hefur verið undir álagi heima fyrir og ekki að sofa vel. Hann vissi að eitthvað var að áður en leikurinn á móti Atlanta hófst. „Það er erfitt að lýsa þessu. Það var eins og heimurinn snérist og eins og heilinn á mér væri að reyna að skríða út úr höfðinu. Loftið var þykkt og þungt. Munurinn var skraufþurr. Ég man að einn aðstoðarþjálfarinn öskraði eitthvað um varnarleik og ég kinkaði kolli án þess að heyra hvað hann var að segja. Ég var að fríka út,“ segir Kevin Love. NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, opnar sig í pistli sem hann skrifar á vefsíðuna The Players Tribune um ástæðu þess að hann þurfti að yfirgefa tvo leiki á tímabilinu þegar að þeir voru enn í fullum gangi. Ástæðan er sú að Love fékk kvíðakast í miðjum leik, en vegna þess lítur hann nú allt öðrum augum á andleg veikindi íþróttamanna sem urðu kveikjan að skrifum hans. Love var færður á sjúkrahús 5. nóvember þegar að Cleveland tapaði fyrir Atlanta Hawks en hann kvartaði þá yfir magaverk og erfiðleika með andardrátt. Hann segir í pistli sínum að einkennin hafi komið til vegna kvíðakastsins. „Þetta kom upp úr engu. Ég hafði aldrei fengið kvíðakast áður. Ég vissi ekki einu sinni að þau væru til. En þau eru til. Þau eru eins raunveruleg og handarbrot eða tognaður ökkli. Frá þessum degi hef ég breytt því hvernig ég hugsa um andleg veikindi,“ skrifar Love.Kevin Love á fullu í leik með Cleveland.vísir/gettyLove þurfti einnig að yfirgefa leik á móti Oklahoma City í janúar sem tapaðist en þá varð allt vitlaust innan liðsins. Haldinn var neyðarfundur þar sem sumir liðsfélagar Loves efuðust um að nokkuð væri að honum. Þeir vildu meina að hann væri bara auli sem gæfist upp þegar að vindar blésu á móti. Þrátt fyrir að skrifa ekkert um þann fund í pistli sínum herma heimildir ESPN að Love sagði liðsfélögum sínum frá kvíðakastinu í þeim leik á umræddum fundi. Leikmaðurinn skrifar um það í pistli sínum að hann hefur verið undir álagi heima fyrir og ekki að sofa vel. Hann vissi að eitthvað var að áður en leikurinn á móti Atlanta hófst. „Það er erfitt að lýsa þessu. Það var eins og heimurinn snérist og eins og heilinn á mér væri að reyna að skríða út úr höfðinu. Loftið var þykkt og þungt. Munurinn var skraufþurr. Ég man að einn aðstoðarþjálfarinn öskraði eitthvað um varnarleik og ég kinkaði kolli án þess að heyra hvað hann var að segja. Ég var að fríka út,“ segir Kevin Love.
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira