Mourinho mætir á HM og fær 139 milljónir fyrir fimm daga vinnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 12:00 Jose Mourinho. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, verður á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og er Portúgalinn meira að segja kominn með sumarvinnu. Hann fær líka ágætlega borgað fyrir hana samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum. Rússneska ríkissjónvarpið hafði betur í kapphlaupinu við bresku sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV um að fá Jose Mourinho til að greina keppnina fyrir stöðina. The Times hefur heimildir fyrir því að Jose Mourinho fái eina milljón punda, eða tæplega 139 milljónir íslenskra króna, fyrir fimm daga vinnu. Jose Mourinho hefur stýrt liðum í Portúgal, á Spáni, á Ítalíu og á Englandi þar sem hann starfar nú sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann þekkir stóran hóp leikmannanna á HM persónulega og um leið hefur hann mikla þekkingu á fótboltanum víðs vegar um Evrópu. RT-stöðin hefur einnig náð samningum við Danann Peter Schmeichel en hér fyrir neðan má sjá hvernig þeir félagar voru kynntir til leiks.Legendary football coach José Mourinho joins RT’s 2018 #WorldCup Coverage https://t.co/yCE1kPAyfMpic.twitter.com/dgcR4K2v3J — RT Sport (@RTSportNews) March 5, 2018 Það má búast við að margir séu forvitnir að vita hvað Jose Mourinho segir um leikina á HM í sumar og það væri sem dæmi gaman að komast að skoðun hans á íslenska landsliðinu sem er nú með í fyrsta sinn í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Áður en kemur að verkefnum sumarsins í Rússlandi þá mun Jose Mourinho reyna að vinna titil með Manchester United sem er í ágæti stöðu í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, er í baráttunni um annað sætið í ensku úrvalsdeildinni og mætir Brighton & Hove Albion í átta liða úrslitum enska bikarsins. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, verður á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og er Portúgalinn meira að segja kominn með sumarvinnu. Hann fær líka ágætlega borgað fyrir hana samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum. Rússneska ríkissjónvarpið hafði betur í kapphlaupinu við bresku sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV um að fá Jose Mourinho til að greina keppnina fyrir stöðina. The Times hefur heimildir fyrir því að Jose Mourinho fái eina milljón punda, eða tæplega 139 milljónir íslenskra króna, fyrir fimm daga vinnu. Jose Mourinho hefur stýrt liðum í Portúgal, á Spáni, á Ítalíu og á Englandi þar sem hann starfar nú sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann þekkir stóran hóp leikmannanna á HM persónulega og um leið hefur hann mikla þekkingu á fótboltanum víðs vegar um Evrópu. RT-stöðin hefur einnig náð samningum við Danann Peter Schmeichel en hér fyrir neðan má sjá hvernig þeir félagar voru kynntir til leiks.Legendary football coach José Mourinho joins RT’s 2018 #WorldCup Coverage https://t.co/yCE1kPAyfMpic.twitter.com/dgcR4K2v3J — RT Sport (@RTSportNews) March 5, 2018 Það má búast við að margir séu forvitnir að vita hvað Jose Mourinho segir um leikina á HM í sumar og það væri sem dæmi gaman að komast að skoðun hans á íslenska landsliðinu sem er nú með í fyrsta sinn í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Áður en kemur að verkefnum sumarsins í Rússlandi þá mun Jose Mourinho reyna að vinna titil með Manchester United sem er í ágæti stöðu í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, er í baráttunni um annað sætið í ensku úrvalsdeildinni og mætir Brighton & Hove Albion í átta liða úrslitum enska bikarsins.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira