Traust og vandvirkni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Traust til Alþingis hefur mælst neyðarlega lítið síðustu ár, sem dæmi má nefna að árið 2012 var það 10 prósent, sem getur ekki talist annað en falleinkunn. Alþingismönnum hefur orðið tíðrætt um að auka þurfi traustið. Því miður eru þeir stundum óralangt frá því að vera góðar fyrirmyndir og um leið eru þeir að vinna gegn vinnustað sínum en ekki með honum. Auðvelt er að benda á tvö nýleg dæmi. Fyrst ber að nefna furðulegar ákvarðanir Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra þegar hún braut stjórnsýslulög með skipan dómara við Landsrétt. Hrokafull viðbrögð hennar í kjölfarið hafa ekki verið henni til sóma. Annað vandræðamál, sem er síst til þess fallið að auka traust þjóðarinnar á þingi og þingheimi, snýst um bílakostnað Ásmundar Friðrikssonar og endurgreiðslur til hans. Í nágrannalöndum okkar hefðu þessi tvö mál leitt til þess að viðkomandi þingmenn hefðu sagt af sér. Ekki kemur á óvart að þeir þingmenn sem hér um ræðir hafa engan áhuga á að brjóta blað í þeim efnum. Þeir sitja sem fastast. Sigríður Andersen og Ásmundur Friðriksson eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins og hafa með gjörðum sínum fært andstæðingum flokksins sterk vopn í hendur. Það er þó engin ástæða til að setja sig í stríðsstellingar og æpa að sið Jóhönnu Sigurðardóttur að Sjálfstæðisflokkurinn sé spillingarflokkur. Það er nokkuð ljóst að stjórnmálamenn annarra flokka myndu nær allir bregðast eins við og Sigríður Á. Andersen og Ásmundur Friðriksson væru þeir í þeirra sporum. Þegar þingmenn gera alvarleg mistök eða brjóta af sér þá eru þeir nær ætíð afar tregir til að taka afleiðingunum og þá skiptir engu hvaða flokki þeir tilheyra. Það er ekki fyrr en fokið er í öll skjöl sem þeir víkja tilneyddir og afar ósáttir. Á þeim óróatímum sem ríktu í kjölfar hrunsins hefðu atvik eins og þessi tvö sem hér eru nefnd gert út af við trúverðugleika þingsins. Nú ber svo við og telst til nokkurra tíðinda að í nýjum þjóðarpúlsi Gallup um traust til stofnana mælist Alþingi með 29 prósent traust en það var 22 prósent í fyrra. Traustið mjakast því upp á við, þótt þingheimur eigi enn langt í land með að heilla landsmenn. Reyndar sýnir þessi nýja könnun Gallup að þær stofnanir sem mest vantraust var á eftir hrun eru að rétta úr kútnum og má þar nefna bankakerfið en traust til þess var nánast ekkert á tímabili. Þjóðin er greinilega ekki jafn æst og hún var á hrunárunum, það fór henni ekki vel að veitast að lögreglu, kasta eggjum í Alþingishúsið og fella jólatréð á Austurvelli. Alþingismönnum ber að vanda sig í vinnu sinni, rétt eins og öðrum landsmönnum. Þeir eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og eiga að gæta hagsmuna hennar. Það er nú einu sinni svo að menn vinna sér traust með verkum sínum og í þeim efnum eiga þingmenn enn nokkuð langt í land. Þjóðarinnar vegna ber þeim að taka sig á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Traust til Alþingis hefur mælst neyðarlega lítið síðustu ár, sem dæmi má nefna að árið 2012 var það 10 prósent, sem getur ekki talist annað en falleinkunn. Alþingismönnum hefur orðið tíðrætt um að auka þurfi traustið. Því miður eru þeir stundum óralangt frá því að vera góðar fyrirmyndir og um leið eru þeir að vinna gegn vinnustað sínum en ekki með honum. Auðvelt er að benda á tvö nýleg dæmi. Fyrst ber að nefna furðulegar ákvarðanir Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra þegar hún braut stjórnsýslulög með skipan dómara við Landsrétt. Hrokafull viðbrögð hennar í kjölfarið hafa ekki verið henni til sóma. Annað vandræðamál, sem er síst til þess fallið að auka traust þjóðarinnar á þingi og þingheimi, snýst um bílakostnað Ásmundar Friðrikssonar og endurgreiðslur til hans. Í nágrannalöndum okkar hefðu þessi tvö mál leitt til þess að viðkomandi þingmenn hefðu sagt af sér. Ekki kemur á óvart að þeir þingmenn sem hér um ræðir hafa engan áhuga á að brjóta blað í þeim efnum. Þeir sitja sem fastast. Sigríður Andersen og Ásmundur Friðriksson eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins og hafa með gjörðum sínum fært andstæðingum flokksins sterk vopn í hendur. Það er þó engin ástæða til að setja sig í stríðsstellingar og æpa að sið Jóhönnu Sigurðardóttur að Sjálfstæðisflokkurinn sé spillingarflokkur. Það er nokkuð ljóst að stjórnmálamenn annarra flokka myndu nær allir bregðast eins við og Sigríður Á. Andersen og Ásmundur Friðriksson væru þeir í þeirra sporum. Þegar þingmenn gera alvarleg mistök eða brjóta af sér þá eru þeir nær ætíð afar tregir til að taka afleiðingunum og þá skiptir engu hvaða flokki þeir tilheyra. Það er ekki fyrr en fokið er í öll skjöl sem þeir víkja tilneyddir og afar ósáttir. Á þeim óróatímum sem ríktu í kjölfar hrunsins hefðu atvik eins og þessi tvö sem hér eru nefnd gert út af við trúverðugleika þingsins. Nú ber svo við og telst til nokkurra tíðinda að í nýjum þjóðarpúlsi Gallup um traust til stofnana mælist Alþingi með 29 prósent traust en það var 22 prósent í fyrra. Traustið mjakast því upp á við, þótt þingheimur eigi enn langt í land með að heilla landsmenn. Reyndar sýnir þessi nýja könnun Gallup að þær stofnanir sem mest vantraust var á eftir hrun eru að rétta úr kútnum og má þar nefna bankakerfið en traust til þess var nánast ekkert á tímabili. Þjóðin er greinilega ekki jafn æst og hún var á hrunárunum, það fór henni ekki vel að veitast að lögreglu, kasta eggjum í Alþingishúsið og fella jólatréð á Austurvelli. Alþingismönnum ber að vanda sig í vinnu sinni, rétt eins og öðrum landsmönnum. Þeir eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og eiga að gæta hagsmuna hennar. Það er nú einu sinni svo að menn vinna sér traust með verkum sínum og í þeim efnum eiga þingmenn enn nokkuð langt í land. Þjóðarinnar vegna ber þeim að taka sig á.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar