Trump spurði vitni í Rússarannsókn út í framburð þeirra Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. mars 2018 07:56 Samskiptin forsetans við vitnin eru sögð á mjög gráu svæði. VÍSIR/GETTY Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við tvö lykilvitni um vitnisburð þeirra frammi fyrir rannsakendum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem kannaa íhlutun Rússa í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Þrátt fyrir að ekki sé talið að Trump hafi brotið lög með samtölum sínum þótti vitnunum og lögmönnum þeirra áhugi forsetans vera á gráu svæði. Létu þau því Robert Mueller, sem fer með rannsókn málsins, vita af samskiptunum.New York Times segir frá tilfellunum tveimur. Annars vegar er um að ræða tilraunir forsetans til að fá lögmann Hvíta hússins, Donald F. McGahn II, til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann myndi þvertaka fyrir fréttaflutning New York Times. Í grein blaðsins sagði að lögmaðurinn hafi tjáð rannsóknarnefndinni að forsetinn hafi óskað þess að Mueller yrði rekinn. McGhan sendi hins vegar aldrei út neina yfirlýsingu. Þess í stað minnti McGhan forsetann á að hann hafi í raun beðið hann um að reka Mueller. Í hinu tilfellinu er vitnið sem um ræðir fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus. Trump er sagður hafa spurt hann út í hvernig vitnisburður hans hafi gengið og hvort rannsakendurnir hafi verið „kurteisir“ (e. nice), ef marka má tvö vitni að samtali þeirra Trump og Preibus. Samtölin tvö eru talin til marks um það að Trump sé að hegða sér með „óþarflega vafasömum hætti,“ þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir lögmanna hans. Þeir hafa hvatt hann til að gera ekki neitt sem gæti látið hann líta út fyrir að vera að vasast í rannsókn Muellers. Bandaríkjaforseti má vart við fleiri slíkum ásökunum. Í sjónarpsviðtali sem hann veitti skömmu eftir að James Comey, fyrrverandi forstjóri Alríkislögregunnar, var rekinn sagði Trump að hann hafi ekki síst verið látinn fara vegna rannsóknar sinnar á Rússamálunum. Óhætt er að segja að forsetinn, þrátt fyrir harða gagnrýni, hafi ekki bitið úr nálinni ennþá vegna þeirra ummæla. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við tvö lykilvitni um vitnisburð þeirra frammi fyrir rannsakendum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem kannaa íhlutun Rússa í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Þrátt fyrir að ekki sé talið að Trump hafi brotið lög með samtölum sínum þótti vitnunum og lögmönnum þeirra áhugi forsetans vera á gráu svæði. Létu þau því Robert Mueller, sem fer með rannsókn málsins, vita af samskiptunum.New York Times segir frá tilfellunum tveimur. Annars vegar er um að ræða tilraunir forsetans til að fá lögmann Hvíta hússins, Donald F. McGahn II, til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann myndi þvertaka fyrir fréttaflutning New York Times. Í grein blaðsins sagði að lögmaðurinn hafi tjáð rannsóknarnefndinni að forsetinn hafi óskað þess að Mueller yrði rekinn. McGhan sendi hins vegar aldrei út neina yfirlýsingu. Þess í stað minnti McGhan forsetann á að hann hafi í raun beðið hann um að reka Mueller. Í hinu tilfellinu er vitnið sem um ræðir fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus. Trump er sagður hafa spurt hann út í hvernig vitnisburður hans hafi gengið og hvort rannsakendurnir hafi verið „kurteisir“ (e. nice), ef marka má tvö vitni að samtali þeirra Trump og Preibus. Samtölin tvö eru talin til marks um það að Trump sé að hegða sér með „óþarflega vafasömum hætti,“ þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir lögmanna hans. Þeir hafa hvatt hann til að gera ekki neitt sem gæti látið hann líta út fyrir að vera að vasast í rannsókn Muellers. Bandaríkjaforseti má vart við fleiri slíkum ásökunum. Í sjónarpsviðtali sem hann veitti skömmu eftir að James Comey, fyrrverandi forstjóri Alríkislögregunnar, var rekinn sagði Trump að hann hafi ekki síst verið látinn fara vegna rannsóknar sinnar á Rússamálunum. Óhætt er að segja að forsetinn, þrátt fyrir harða gagnrýni, hafi ekki bitið úr nálinni ennþá vegna þeirra ummæla.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00