Ungu stelpurnar okkar með stáltaugar og kynnast ABBA á vítapunktinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2018 16:00 Ungu vítaskytturnar Ingibjörg Sigurðardóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Agla María Albertsdóttir en fyrir neðan þær er hljómsveitin ABBA. Vísir/Samsett/Getty Íslenska kvennlandsliðið í fótbolta tryggði sér í gær sigur á silfurliði Dana í vítakeppni í gær en þetta var söguleg vítakeppni fyrir íslenskt A-landslið. Með því að vinna vítakeppnina 5-4 þá tryggðu stelpurnar okkar sér 9. sætið í keppninni en þær voru taplausar á móti gull- (Holland) og silfurliði (Danmörk) síðasta EM á Algarve mótinu í ár. Það lítur út fyrir að nýja vítaspyrnufyrirkomulagið henti okkur Íslendingum vel. Það gat í það minnsta ekki byrjað betur en í gær. Íslenska liðið nýtti þá allar fimm vítaspyrnur sínar. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið tók þátt í vítakeppni með ABBA fyrirkomulaginu. ABBA þýðir að liðin skiptast á því að taka fyrra vítið í hverri umferð. Liðið sem tekur fyrst vítaspyrnuna í fyrstu umferð (víti númer eitt) tekur ekki næsta víti sitt fyrr en að hitt liðið er búið að taka tvö víti. Liðin skiptast því á að vera með pressuna á sér. FIFA ákvað að taka þetta kerfi upp til að auka jafnræðið á milli liðsins sem byrjar vítakeppnina og hins liðsins sem var oft með miklu meiri pressu á sér í sínum vítum. Ingibjörg Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir tóku tvær vítaspyrnur í röð og það gerðu einnig þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Agla María Albertsdóttir. Sonný Lára Þráinsdóttir varði hinsvegar þriðju spyrnu Dana og sú markvarsla tryggði liðinu sigurinn. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir innsiglaði hann með því að skora úr lokaspyrnunni. Ungu stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu eru greinilega með sterkar taugar því þrjár af þeim yngri skoruðu úr sínum vítaspyrnum í vítakeppninni á móti Danmörku í gær. Reynsluboltarnir Rakel Hönnudóttir (fædd 1988) og Anna Björk Kristjánsdóttir (fædd 1989) skoruðu báðar úr sínum vítaspyrnum en það gerðu einnig þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (fædd 1996), Ingibjörg Sigurðardóttir (fædd 1997) og Agla María Albertsdóttir (fædd 1999). Það hefði verið við hæfi að spila ABBA í rútu íslensku stelpnanna á leiðinni upp á hótel en það hefur ekki fengið staðfest hvort að stelpurnar hafi spilað „The Winner Takes It All", „Name of the Game", „Knowing Me Knowing You", „Take a Chance on Me" eða „Dancing Queen" eftir sigurinn á Dönum í gær. Þær fengu kannski nóg af ABBA á vítapunktinum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Íslenska kvennlandsliðið í fótbolta tryggði sér í gær sigur á silfurliði Dana í vítakeppni í gær en þetta var söguleg vítakeppni fyrir íslenskt A-landslið. Með því að vinna vítakeppnina 5-4 þá tryggðu stelpurnar okkar sér 9. sætið í keppninni en þær voru taplausar á móti gull- (Holland) og silfurliði (Danmörk) síðasta EM á Algarve mótinu í ár. Það lítur út fyrir að nýja vítaspyrnufyrirkomulagið henti okkur Íslendingum vel. Það gat í það minnsta ekki byrjað betur en í gær. Íslenska liðið nýtti þá allar fimm vítaspyrnur sínar. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið tók þátt í vítakeppni með ABBA fyrirkomulaginu. ABBA þýðir að liðin skiptast á því að taka fyrra vítið í hverri umferð. Liðið sem tekur fyrst vítaspyrnuna í fyrstu umferð (víti númer eitt) tekur ekki næsta víti sitt fyrr en að hitt liðið er búið að taka tvö víti. Liðin skiptast því á að vera með pressuna á sér. FIFA ákvað að taka þetta kerfi upp til að auka jafnræðið á milli liðsins sem byrjar vítakeppnina og hins liðsins sem var oft með miklu meiri pressu á sér í sínum vítum. Ingibjörg Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir tóku tvær vítaspyrnur í röð og það gerðu einnig þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Agla María Albertsdóttir. Sonný Lára Þráinsdóttir varði hinsvegar þriðju spyrnu Dana og sú markvarsla tryggði liðinu sigurinn. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir innsiglaði hann með því að skora úr lokaspyrnunni. Ungu stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu eru greinilega með sterkar taugar því þrjár af þeim yngri skoruðu úr sínum vítaspyrnum í vítakeppninni á móti Danmörku í gær. Reynsluboltarnir Rakel Hönnudóttir (fædd 1988) og Anna Björk Kristjánsdóttir (fædd 1989) skoruðu báðar úr sínum vítaspyrnum en það gerðu einnig þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (fædd 1996), Ingibjörg Sigurðardóttir (fædd 1997) og Agla María Albertsdóttir (fædd 1999). Það hefði verið við hæfi að spila ABBA í rútu íslensku stelpnanna á leiðinni upp á hótel en það hefur ekki fengið staðfest hvort að stelpurnar hafi spilað „The Winner Takes It All", „Name of the Game", „Knowing Me Knowing You", „Take a Chance on Me" eða „Dancing Queen" eftir sigurinn á Dönum í gær. Þær fengu kannski nóg af ABBA á vítapunktinum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira