Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2018 09:24 Samræmdu prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Vísir/Getty Samræmdu prófunum í ensku fyrir 9.bekk hefur verið frestað eftir að vandræði komu upp. Þriðja og síðasta prófið, í ensku, átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkaði ekki sem skyldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Menntamálastofnunar en þar segir að mikið álag hafi verið prófakerfinu og greindu kennarar frá því að illa gengi fyrir nemendur að komast inn í prófin. Þau eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Segir Menntamálastofnun að prófakerfið hafi verið endurræst eftir að vandinn kom upp og stóðu vonir til þess að það myndi laga vandann. Það tókst hins vegar ekki og var því ákveðið að fresta prófinu.Óánægja meðal kennara Í umræðum við færslur á Facebook-síðu Menntamálastofnunnar í morgun má sjá að kennarar eru margir hverjir mjög óánægðir með vandræðin sem komið hafa upp. Illa gekk að leggja fyrir samræmt próf í íslensku á miðvikudaginn þar sem fjölmargir nemendur áttu í vandræðum með að komast inn í prófið.Sjá má að nemendur í skólum víða um land, allt frá Suðureyri til höfuðborgarsvæðisins hafi ýmist dottið út úr prófinu eða ekki komist inn í það. „Hér í Hörðuvallaskóla er meirihluti nemenda dottinn út þessa stundina, hafa verið að detta út og inn á víxl en nú er eins og þetta sé að verða svipað ástand og á miðvikudaginn,“ skrifar Ágúst Fríman Jakobsson, skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi.Skjáskot af umræðum kennara við færslu Menntamálastofnunar á Facebook.Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri, birtir myndband þar sem sjá má að 9. bekkingar í skólanum sem biðu eftir að komast inn hafi tekið upp á því að spila á spil á meðan beðið var eftir að prófkerfið myndi detta inn. Eru kennarar og skólastjórnendur mjög gagnrýnir á Menntamálastofnun og spyr einn hvort ekki þurfi „bara að endurræsa Menntamálastofnun?“Gekk vel í gær Eins og fyrr segir komu upp vandræði með netþjón á miðvikudaginn þegar samræmd próf í íslensku voru lögð fyrir. Þurftu nemendur þá að bíða í allt að tvo tíma eftir að tekin var ákvörðun um að heimila skólum að fresta töku prófsins. Eru kennarar upp til hópa sammála nú að ekki verðið beðið svo lengi, ef marka má umræður við Facebook-færslur Menntamálastofnunar Í gær var samræmt próf í stærðfræði lagt fyrir nemendur og virðist það hafa gengið án vandkvæða. Það próf verður annað hvort fellt niður eða tekið aftur en ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort verður fyrir valinu.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um frestun prófsins. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Samræmdu prófunum í ensku fyrir 9.bekk hefur verið frestað eftir að vandræði komu upp. Þriðja og síðasta prófið, í ensku, átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkaði ekki sem skyldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Menntamálastofnunar en þar segir að mikið álag hafi verið prófakerfinu og greindu kennarar frá því að illa gengi fyrir nemendur að komast inn í prófin. Þau eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Segir Menntamálastofnun að prófakerfið hafi verið endurræst eftir að vandinn kom upp og stóðu vonir til þess að það myndi laga vandann. Það tókst hins vegar ekki og var því ákveðið að fresta prófinu.Óánægja meðal kennara Í umræðum við færslur á Facebook-síðu Menntamálastofnunnar í morgun má sjá að kennarar eru margir hverjir mjög óánægðir með vandræðin sem komið hafa upp. Illa gekk að leggja fyrir samræmt próf í íslensku á miðvikudaginn þar sem fjölmargir nemendur áttu í vandræðum með að komast inn í prófið.Sjá má að nemendur í skólum víða um land, allt frá Suðureyri til höfuðborgarsvæðisins hafi ýmist dottið út úr prófinu eða ekki komist inn í það. „Hér í Hörðuvallaskóla er meirihluti nemenda dottinn út þessa stundina, hafa verið að detta út og inn á víxl en nú er eins og þetta sé að verða svipað ástand og á miðvikudaginn,“ skrifar Ágúst Fríman Jakobsson, skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi.Skjáskot af umræðum kennara við færslu Menntamálastofnunar á Facebook.Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri, birtir myndband þar sem sjá má að 9. bekkingar í skólanum sem biðu eftir að komast inn hafi tekið upp á því að spila á spil á meðan beðið var eftir að prófkerfið myndi detta inn. Eru kennarar og skólastjórnendur mjög gagnrýnir á Menntamálastofnun og spyr einn hvort ekki þurfi „bara að endurræsa Menntamálastofnun?“Gekk vel í gær Eins og fyrr segir komu upp vandræði með netþjón á miðvikudaginn þegar samræmd próf í íslensku voru lögð fyrir. Þurftu nemendur þá að bíða í allt að tvo tíma eftir að tekin var ákvörðun um að heimila skólum að fresta töku prófsins. Eru kennarar upp til hópa sammála nú að ekki verðið beðið svo lengi, ef marka má umræður við Facebook-færslur Menntamálastofnunar Í gær var samræmt próf í stærðfræði lagt fyrir nemendur og virðist það hafa gengið án vandkvæða. Það próf verður annað hvort fellt niður eða tekið aftur en ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort verður fyrir valinu.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um frestun prófsins.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði