Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2018 11:41 Nemendur við próflestur á Þjóðarbókhlöðunni. Vísir/Vilhelm Menntamálastofnun harmar mjög að próftaka á samræmdu prófi í ensku, sem lagt var fyrir nemendur 9. bekkja í dag, hafi ekki gengið sem skyldi. Tæknilegir örðugleikar komu upp við fyrirlögn prófsins í dag, eins og á miðvikudag við fyrirlögn samræmds prófs í íslensku, en vefþjónn virðist ekki geta staðið undir álagi þrátt fyrir umfangsmiklar athuganir. Þá hefur Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleikanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálastofnun. „Álagið var mikið og virðist vefþjónninn því miður ekki hafa staðið undir því. Þrátt fyrir umfangsmiklar athuganir og álagsprófanir hjá þjónustuaðila á prófakerfinu kemur samt í ljós að kerfið stenst ekki þetta álag,“ segir í tilkynningu Menntamálastofnunar.Fundað með hagsmunaaðilum eftir helgi Ákveðið hefur verið að fresta próftöku á enskuprófinu en í tilkynningu segir að með velferð nemenda að leiðarljósi sé ekki boðlegt að þeir taki próf við þessar aðstæður. Eftir helgi verður fundað með hagsmunaaðilum þar sem ákvörðun verður tekin um fyrirlögn prófanna. Þá þykir ljóst að próftökuaðstæður fyrir marga nemendur hafi ekki verið fullnægjandi og tekið verður mið að því við ákvörðun um framhaldið. „Menntamálastofnun harmar þetta mjög og þau áhrif sem þetta hefur haft á nemendur, foreldra og skólasamfélagið í heild. Þar sem mikill undirbúningur liggur að baki hjá öllum eru þetta gífurleg vonbrigði. Í ljósi þess óskum við eftir því við þá sem standa næst nemendum að upplýsa þá um stöðu mála og hlúa að þeim eftir bestu getu,“ segir í tilkynningu.Auðkennisstaðfesting virðist meinið Áfram verður unnið að frekari úrlausn vandans og upplýst reglulega um stöðu mála. Þjónustuaðilinn Assessment Systems hefur enn fremur greint vandann, sem virðist vera rakinn til nýrrar auðkennisstaðfestingar í kerfinu. Þá biður Assessment Systems Menntamálastofnun og nemendur afsökunar á þeim óþægindum sem truflun á próftöku hefur valdið.Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Assesment Systems í heild sinni:Assessment Systems is extremely sorry for this unfortunate interruption in testing. We apologize to the Directorate of Education and the Icelandic students for the breach in confidence and surrounding issues this has caused. During scheduled testing on March 9th 2018 our EU database encountered an unexpected error. We had technicians live and on call during the testing process, but unfortunately we were unable to correct the problem fast enough to allow many students to continue the test. We have discovered the source of the problems was with an identity verification screen that was new for this year. We are working very closely with the Directorate of Education to correct these problems. We apologize to all the students and teachers who were impacted by this interruption in the exams. We are putting in additional steps in our processes to prevent any future occurrence. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Menntamálastofnun harmar mjög að próftaka á samræmdu prófi í ensku, sem lagt var fyrir nemendur 9. bekkja í dag, hafi ekki gengið sem skyldi. Tæknilegir örðugleikar komu upp við fyrirlögn prófsins í dag, eins og á miðvikudag við fyrirlögn samræmds prófs í íslensku, en vefþjónn virðist ekki geta staðið undir álagi þrátt fyrir umfangsmiklar athuganir. Þá hefur Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleikanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálastofnun. „Álagið var mikið og virðist vefþjónninn því miður ekki hafa staðið undir því. Þrátt fyrir umfangsmiklar athuganir og álagsprófanir hjá þjónustuaðila á prófakerfinu kemur samt í ljós að kerfið stenst ekki þetta álag,“ segir í tilkynningu Menntamálastofnunar.Fundað með hagsmunaaðilum eftir helgi Ákveðið hefur verið að fresta próftöku á enskuprófinu en í tilkynningu segir að með velferð nemenda að leiðarljósi sé ekki boðlegt að þeir taki próf við þessar aðstæður. Eftir helgi verður fundað með hagsmunaaðilum þar sem ákvörðun verður tekin um fyrirlögn prófanna. Þá þykir ljóst að próftökuaðstæður fyrir marga nemendur hafi ekki verið fullnægjandi og tekið verður mið að því við ákvörðun um framhaldið. „Menntamálastofnun harmar þetta mjög og þau áhrif sem þetta hefur haft á nemendur, foreldra og skólasamfélagið í heild. Þar sem mikill undirbúningur liggur að baki hjá öllum eru þetta gífurleg vonbrigði. Í ljósi þess óskum við eftir því við þá sem standa næst nemendum að upplýsa þá um stöðu mála og hlúa að þeim eftir bestu getu,“ segir í tilkynningu.Auðkennisstaðfesting virðist meinið Áfram verður unnið að frekari úrlausn vandans og upplýst reglulega um stöðu mála. Þjónustuaðilinn Assessment Systems hefur enn fremur greint vandann, sem virðist vera rakinn til nýrrar auðkennisstaðfestingar í kerfinu. Þá biður Assessment Systems Menntamálastofnun og nemendur afsökunar á þeim óþægindum sem truflun á próftöku hefur valdið.Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Assesment Systems í heild sinni:Assessment Systems is extremely sorry for this unfortunate interruption in testing. We apologize to the Directorate of Education and the Icelandic students for the breach in confidence and surrounding issues this has caused. During scheduled testing on March 9th 2018 our EU database encountered an unexpected error. We had technicians live and on call during the testing process, but unfortunately we were unable to correct the problem fast enough to allow many students to continue the test. We have discovered the source of the problems was with an identity verification screen that was new for this year. We are working very closely with the Directorate of Education to correct these problems. We apologize to all the students and teachers who were impacted by this interruption in the exams. We are putting in additional steps in our processes to prevent any future occurrence.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24