Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2018 06:00 Sigmundur Davíð og félagar hans í efnahags- og viðskiptanefnd á fundi nefndarinnar í gær. VÍSIR/ERNIR „Það sem er að gerast núna er að stjórnvöld eru að missa tökin á stöðunni og vogunarsjóðirnir eru aftur að ná undirtökunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um sölu ríkisins á þrettán prósenta eignarhlut sínum í Arion banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Kaupréttarheimildin rennur út á morgun. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra kemur fram að stofnunin telji kaupréttarverðið ásættanlegt í öllum samanburði. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins fundaði í gær vegna sölunnar. Nefndarmenn fengu á fundinum aðgang að upplýsingum sem varða stöðugleikaframlög og stöðugleikaskilyrði. „Það er ekki of seint að grípa hér inn í en það er erfiðara og óhagkvæmara en ef það hefði verið gert fyrr. Það sem er verst í þessu máli er að erlendir vogunarsjóðir verða ráðandi í stærsta banka landsins, kerfislega mjög mikilvægum banka, og geta farið með hann á þann hátt sem þeir vilja,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að ef vegferð ríkisstjórnar hans hefði verið fram haldið hefði kauprétturinn sennilega fallið dauður niður. Aðstæður þá hefðu verið á þann veg að það hefði ekki verið eftirsóknarvert. „Ef ríkið hefði nýtt forkaupsrétt sinn á fyrri stigum hefði þessi staða ekki komið upp. Tímasetningin nú vekur einnig athygli með hliðsjón af ákvörðunum um arðgreiðslur. Mun ríkið fá sína hlutdeild í þeim?“ spyr Sigmundur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
„Það sem er að gerast núna er að stjórnvöld eru að missa tökin á stöðunni og vogunarsjóðirnir eru aftur að ná undirtökunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um sölu ríkisins á þrettán prósenta eignarhlut sínum í Arion banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Kaupréttarheimildin rennur út á morgun. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra kemur fram að stofnunin telji kaupréttarverðið ásættanlegt í öllum samanburði. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins fundaði í gær vegna sölunnar. Nefndarmenn fengu á fundinum aðgang að upplýsingum sem varða stöðugleikaframlög og stöðugleikaskilyrði. „Það er ekki of seint að grípa hér inn í en það er erfiðara og óhagkvæmara en ef það hefði verið gert fyrr. Það sem er verst í þessu máli er að erlendir vogunarsjóðir verða ráðandi í stærsta banka landsins, kerfislega mjög mikilvægum banka, og geta farið með hann á þann hátt sem þeir vilja,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að ef vegferð ríkisstjórnar hans hefði verið fram haldið hefði kauprétturinn sennilega fallið dauður niður. Aðstæður þá hefðu verið á þann veg að það hefði ekki verið eftirsóknarvert. „Ef ríkið hefði nýtt forkaupsrétt sinn á fyrri stigum hefði þessi staða ekki komið upp. Tímasetningin nú vekur einnig athygli með hliðsjón af ákvörðunum um arðgreiðslur. Mun ríkið fá sína hlutdeild í þeim?“ spyr Sigmundur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29
Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02