Ekki tækt að þingmenn fái hærri ökutækjastyrk en almenningur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 14:36 Þorsteinn Víglundsson er einn fjögurra þingmanna Viðreisnar. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að þingmenn geti ekki sett um sín störf aðrar reglur en þær sem þeir ætli almenningi að stara eftir. Þingmenn fá um 30 krónum meira endurgreitt á hvern kílómetra en hinn almenni borgari, aki þeir meira en 15 þúsund kílómetra á ári. Þetta kom fram í máli Þorsteins í umræðu um störf þingsins á þingfundi í dag. „Það er ánægjulegt að sjá að í þinginu virðist vera að skapast þverpólitísk sátt um að auka verulega gagnsæið á þessum greiðslum. Það er auðvitað rétt að hafa í huga að það er mjög eðlilegt að þingmönnum sé endurgreiddur starfskotnaður sinn og ferðakostnaður. Það er líka eðlilegt að sá kostnaður sé umtalsvert meiri hjá landsbyggðarþingmönnum heldur en þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að gagnsæið sem menn kalli nú eftir sé mikilvægt en að það sé hins vegar ekki fullnægjandi. Hann segir ljóst að það þurfi að taka reglur um starfskostnað til endurskoðunar.Tæpar 100 krónur á kílómetrann „Það vakti athygli mína þegar ég fór að skoða þær reglur sem um aksturskostnað þingmanna, það er að segja þær viðmiðunartölur um krónur á ekinn kílómetra sem notast er við, og eru skattfrjálsar samkvæmt sérlögum um þingfararkaup þingmanna, þær eru umtalsvert ríkulegri heldur en ríkisskattstjóri styðst við í almennum ökutækjastyrk og þeim reglum sem gilda um almenning almennt þegar kemur að endurgreiðslu á aksturskostnaði,“ sagði Þorsteinn, en viðmið skattstjóra um ökutækjastyrk má nálgast hér. „Við getum ekki sett um okkar störf aðrar reglur en þærs em við ætlum almenningi í þessu landi að vinna og starfa eftir.“ Hann segir að það séu umtalsverðar fjárhæðir sem munar um. „Skattstjóri leggur svo að fyrir hvern ekinn kílómetra, þegar eknir eru 15 þúsund kílómetrar eða fleiri skuli greiddar 65 krónur á hvern kílómetra, meðaltalið okkar liggur sennilega einhvers staðar nærri 100 krónum. Þetta samsvarar tekjum á mánuði sem geta legið á bilinu 100 til 200 þúsund krónur að teknu tilliti til skatta, ef eknir eru 15 til 45 þúsund kílómetrar eins og hefur verið hér í umræðunni. Þetta er ekki tækt. þessu eigum við að breyta,“ sagði Þorsteinn að lokum og mátti heyra að margir þingmenn í salnum voru á sama máli. Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að þingmenn geti ekki sett um sín störf aðrar reglur en þær sem þeir ætli almenningi að stara eftir. Þingmenn fá um 30 krónum meira endurgreitt á hvern kílómetra en hinn almenni borgari, aki þeir meira en 15 þúsund kílómetra á ári. Þetta kom fram í máli Þorsteins í umræðu um störf þingsins á þingfundi í dag. „Það er ánægjulegt að sjá að í þinginu virðist vera að skapast þverpólitísk sátt um að auka verulega gagnsæið á þessum greiðslum. Það er auðvitað rétt að hafa í huga að það er mjög eðlilegt að þingmönnum sé endurgreiddur starfskotnaður sinn og ferðakostnaður. Það er líka eðlilegt að sá kostnaður sé umtalsvert meiri hjá landsbyggðarþingmönnum heldur en þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að gagnsæið sem menn kalli nú eftir sé mikilvægt en að það sé hins vegar ekki fullnægjandi. Hann segir ljóst að það þurfi að taka reglur um starfskostnað til endurskoðunar.Tæpar 100 krónur á kílómetrann „Það vakti athygli mína þegar ég fór að skoða þær reglur sem um aksturskostnað þingmanna, það er að segja þær viðmiðunartölur um krónur á ekinn kílómetra sem notast er við, og eru skattfrjálsar samkvæmt sérlögum um þingfararkaup þingmanna, þær eru umtalsvert ríkulegri heldur en ríkisskattstjóri styðst við í almennum ökutækjastyrk og þeim reglum sem gilda um almenning almennt þegar kemur að endurgreiðslu á aksturskostnaði,“ sagði Þorsteinn, en viðmið skattstjóra um ökutækjastyrk má nálgast hér. „Við getum ekki sett um okkar störf aðrar reglur en þærs em við ætlum almenningi í þessu landi að vinna og starfa eftir.“ Hann segir að það séu umtalsverðar fjárhæðir sem munar um. „Skattstjóri leggur svo að fyrir hvern ekinn kílómetra, þegar eknir eru 15 þúsund kílómetrar eða fleiri skuli greiddar 65 krónur á hvern kílómetra, meðaltalið okkar liggur sennilega einhvers staðar nærri 100 krónum. Þetta samsvarar tekjum á mánuði sem geta legið á bilinu 100 til 200 þúsund krónur að teknu tilliti til skatta, ef eknir eru 15 til 45 þúsund kílómetrar eins og hefur verið hér í umræðunni. Þetta er ekki tækt. þessu eigum við að breyta,“ sagði Þorsteinn að lokum og mátti heyra að margir þingmenn í salnum voru á sama máli.
Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21