Mislingafaraldur í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 17:33 Tuttugu ár eru síðan fölsuð rannsókn tengdi MMR-bóluefnið við einhverfu. Ýmis konar kuklarar og sölumenn hjálækninga halda þeim fullyrðingum enn á lofti þrátt fyrir að þær hafi verið hraktar fyrir löngu. Vísir/AFP Fleiri en tuttugu þúsund manns smituðust af mislingum og 35 létust af völdum þeirra í Evrópu í fyrra samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Tilfellunum fjölgaði fjórfalt á milli ára en sérfræðingar segja að fólk sem hafnar bólusetningum sé hluti orsakarinnar. Stórir faraldrar komu upp í fimmtán Evrópulöndum árið 2017. Flest tilfellin voru í Rúmeníu, Ítalíu og Úkraínu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgunin frá árinu áður sé harmleikur. Árið 2016 greindust 5.273 tilfelli og höfðu þau aldrei verið færri. Meginástæðan fyrir fjölgun tilfella í fyrra er lágt hlutfall bólusettra. Stofnunin segir að hlutfall bólusettra hafi dregist saman almennt auk þess sem ákveðnir jaðarhópar í samfélaginu séu stöðugt illa varðir. „Hver einasta manneskja sem greinist með mislinga í Evrópu minnir okkur á að óbólusett börn og fullorðnir, hvar sem þeir búa, eru áfram í hættu á að fá sjúkdóminn og að dreifa honum til fleira fólks sem getur kannski ekki verið bólusett,“ segir Zsuzanna Jakab frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í Rúmeníu þar sem ástandið var verst í fyrra var ástæðan skortur á bóluefni og léleg heilsugæsla. Þá er rómafólka talið í sérstakri hættu á að smitast af sjúkdóminum og dreifa honum en það er fjölmennt í landinu. Þá hefur ekki hjálpað að hópar fólks hafa haldið uppi fölskum áróðri gegn bólusetningum. Sá áróður byggir meðal annars á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis um að tengsl væru á milli MMR-bóluefnisins, sem veitir vernd gegn mislingum, og einhverfu. Heilbrigðismál Rúmenía Tengdar fréttir Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Þrátt fyrir versta mislingafaraldur í áratugi hafa andstæðingar bólusetninga í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum aðeins gerst meira áberandi í sumar. 22. ágúst 2017 11:41 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Fleiri en tuttugu þúsund manns smituðust af mislingum og 35 létust af völdum þeirra í Evrópu í fyrra samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Tilfellunum fjölgaði fjórfalt á milli ára en sérfræðingar segja að fólk sem hafnar bólusetningum sé hluti orsakarinnar. Stórir faraldrar komu upp í fimmtán Evrópulöndum árið 2017. Flest tilfellin voru í Rúmeníu, Ítalíu og Úkraínu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgunin frá árinu áður sé harmleikur. Árið 2016 greindust 5.273 tilfelli og höfðu þau aldrei verið færri. Meginástæðan fyrir fjölgun tilfella í fyrra er lágt hlutfall bólusettra. Stofnunin segir að hlutfall bólusettra hafi dregist saman almennt auk þess sem ákveðnir jaðarhópar í samfélaginu séu stöðugt illa varðir. „Hver einasta manneskja sem greinist með mislinga í Evrópu minnir okkur á að óbólusett börn og fullorðnir, hvar sem þeir búa, eru áfram í hættu á að fá sjúkdóminn og að dreifa honum til fleira fólks sem getur kannski ekki verið bólusett,“ segir Zsuzanna Jakab frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í Rúmeníu þar sem ástandið var verst í fyrra var ástæðan skortur á bóluefni og léleg heilsugæsla. Þá er rómafólka talið í sérstakri hættu á að smitast af sjúkdóminum og dreifa honum en það er fjölmennt í landinu. Þá hefur ekki hjálpað að hópar fólks hafa haldið uppi fölskum áróðri gegn bólusetningum. Sá áróður byggir meðal annars á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis um að tengsl væru á milli MMR-bóluefnisins, sem veitir vernd gegn mislingum, og einhverfu.
Heilbrigðismál Rúmenía Tengdar fréttir Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Þrátt fyrir versta mislingafaraldur í áratugi hafa andstæðingar bólusetninga í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum aðeins gerst meira áberandi í sumar. 22. ágúst 2017 11:41 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Þrátt fyrir versta mislingafaraldur í áratugi hafa andstæðingar bólusetninga í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum aðeins gerst meira áberandi í sumar. 22. ágúst 2017 11:41
Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00
Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30