Skiptinemi lærði íslensku á örskömmum tíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 20:00 Sautján ára ítalskur skiptinemi sem hefur verið hér á landi í rúma fimm mánuði neitar að tjá sig á öðru máli en íslensku og hefur náð góðum tökum á tungumálinu. Hann sér ekki fram á að nota íslenskuna mikið í framtíðinni en segir skemmilegt að kunna tungumál fámennrar þjóðar. Arturo Batistoni er frá Flórens á Ítalíu en kom til Íslands í lok ágúst á vegum AFS-skiptinemasamtakanna og stundar nám í Verzlunarskóla Íslands þar til í vor. Skiljanlega hafði hann lítið spáð í íslensku áður en hann kom til landsins. „Ég kunni bara að segja góðan daginn og góða nótt," segir Arturo glettinn. Þar sem dag íslenskrar tungu bar upp í nóvember ákvað Arturo í samráði við fósturforeldra sína að tala einungis íslensku í mánuðinum. Það gekk vel og var því ákveðið að leggja enskunni alfarið. „Þegar ég fer í búðina tala ég alltaf íslensku og í skólanum líka. Í byrjun talaði ég ekki góða íslensku en núna held ég að ég tali góða íslensku. Ef þú byrjar aldrei, kemur það aldrei," segir Artur nokkuð ánægður með árangurinn.Arturo ásamt Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sem er frá Flórens líkt og Arturo.Hann gerir þó ekki ráð fyrir að hafa mikil not fyrir tungumálið í framtíðinni. „Nei ég held ekki," segir hann og hlær. „Bara þegar ég kem til Íslands. Nema bara til að segja að ég kunni íslensku. En það er gott að kunna tungumál sem bara nokkrir þekkja." Móðir Arturo er jarðfræðingur á Ítalíu og hafði starfsins vegna mikinn áhuga á Íslandi. Var það meginástæða þess að Artuo ákvað að koma til landsins. Sjálfur er hann orðinn nokkuð hrifinn af landi og þjóð. „Það er spennandi að vera á Íslandi og spennandi veður. Þetta er frábært land, alveg frábært land," segir Arturo. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Sautján ára ítalskur skiptinemi sem hefur verið hér á landi í rúma fimm mánuði neitar að tjá sig á öðru máli en íslensku og hefur náð góðum tökum á tungumálinu. Hann sér ekki fram á að nota íslenskuna mikið í framtíðinni en segir skemmilegt að kunna tungumál fámennrar þjóðar. Arturo Batistoni er frá Flórens á Ítalíu en kom til Íslands í lok ágúst á vegum AFS-skiptinemasamtakanna og stundar nám í Verzlunarskóla Íslands þar til í vor. Skiljanlega hafði hann lítið spáð í íslensku áður en hann kom til landsins. „Ég kunni bara að segja góðan daginn og góða nótt," segir Arturo glettinn. Þar sem dag íslenskrar tungu bar upp í nóvember ákvað Arturo í samráði við fósturforeldra sína að tala einungis íslensku í mánuðinum. Það gekk vel og var því ákveðið að leggja enskunni alfarið. „Þegar ég fer í búðina tala ég alltaf íslensku og í skólanum líka. Í byrjun talaði ég ekki góða íslensku en núna held ég að ég tali góða íslensku. Ef þú byrjar aldrei, kemur það aldrei," segir Artur nokkuð ánægður með árangurinn.Arturo ásamt Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sem er frá Flórens líkt og Arturo.Hann gerir þó ekki ráð fyrir að hafa mikil not fyrir tungumálið í framtíðinni. „Nei ég held ekki," segir hann og hlær. „Bara þegar ég kem til Íslands. Nema bara til að segja að ég kunni íslensku. En það er gott að kunna tungumál sem bara nokkrir þekkja." Móðir Arturo er jarðfræðingur á Ítalíu og hafði starfsins vegna mikinn áhuga á Íslandi. Var það meginástæða þess að Artuo ákvað að koma til landsins. Sjálfur er hann orðinn nokkuð hrifinn af landi og þjóð. „Það er spennandi að vera á Íslandi og spennandi veður. Þetta er frábært land, alveg frábært land," segir Arturo.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira