Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2018 19:45 Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í viðtali við Stöð 2 í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við skjálfta allt að 6,5 stigum með upptök milli Grímseyjar og lands. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2. Stóra spurningin núna er hvort skjálftahrinan við Grímsey leiði til stærri atburðar. Okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur hefur ekki miklar áhyggur og bendir á að hrinan núna sé einangruð við um tuttugu kílómetra belti um tíu kílómetra austur af Grímsey. Ekki sjáist bein áhrif utan þess svæðis. Ragnar telur þó rétt að menn fylgist grannt með þróun mála næstu daga og vikur. Svona atburður sé merki um óstöðugleika á svæðinu og því hafi verið rétt hjá Almannavörnum að lýsa yfir óvissuástandi. Líkur á stærri skjálfta telur hann mestar mitt á milli Grímseyjar og lands. Skjálfti þar yrði ekki á hættulegum stað, að mati Ragnars; kannski 25 kílómetra sunnan Grímseyjar og 25 kílómetra frá landi. Helsta áhyggjuefnið er stór Húsavíkurskjálfti en Ragnar telur að þá myndu menn sjá forboða á Tjörnes- og Þeistareykjabeltinu.Frá Húsavík. Ragnar telur að meðan allt er rólegt á brotabeltinu um Tjörnes og Þeistareyki þurfi Húsvíkingar ekki að óttast stóran skjálfta.Mynd/Stöð 2.„Þar er allt tiltölulega rólegt ennþá. Maður skyldi aldrei segja aldrei. En ég held að við eigum ekkert að vera voðalega hrædd við að það sé að koma Húsavíkurskjálfti, - fyrr en við fáum opnun þarna á Þeistareykjasprungureininni.“ En hvað má búast við stórum skjálfta? Ekki ógnarstórum í kringum sjö. Hann gæti nálgast sex og hálfan, svarar Ragnar. „Og hann væri þá á Skjálfandaflóa og jafnvel aðeins þar norðuraf.“ Það varð reyndar risaskjálfti á Skjálfanda árið 1755, sem talinn er hafa verið sjö stig. „Ég tel að það sé nú ekki rými fyrir slíkan skjálfta strax. Næsti slíki skjálfti á undan skjálftanum 1755, þessum risaskjálfta, var árið 1260. Mér finnst á öllu að við ættum að vera tiltölulega róleg ennþá gagnvart svoleiðis skjálfta, allavega við á þessari öld,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um skjálftahrinuna, í beinni útsendingu frá Húsavík: Almannavarnir Grímsey Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við skjálfta allt að 6,5 stigum með upptök milli Grímseyjar og lands. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2. Stóra spurningin núna er hvort skjálftahrinan við Grímsey leiði til stærri atburðar. Okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur hefur ekki miklar áhyggur og bendir á að hrinan núna sé einangruð við um tuttugu kílómetra belti um tíu kílómetra austur af Grímsey. Ekki sjáist bein áhrif utan þess svæðis. Ragnar telur þó rétt að menn fylgist grannt með þróun mála næstu daga og vikur. Svona atburður sé merki um óstöðugleika á svæðinu og því hafi verið rétt hjá Almannavörnum að lýsa yfir óvissuástandi. Líkur á stærri skjálfta telur hann mestar mitt á milli Grímseyjar og lands. Skjálfti þar yrði ekki á hættulegum stað, að mati Ragnars; kannski 25 kílómetra sunnan Grímseyjar og 25 kílómetra frá landi. Helsta áhyggjuefnið er stór Húsavíkurskjálfti en Ragnar telur að þá myndu menn sjá forboða á Tjörnes- og Þeistareykjabeltinu.Frá Húsavík. Ragnar telur að meðan allt er rólegt á brotabeltinu um Tjörnes og Þeistareyki þurfi Húsvíkingar ekki að óttast stóran skjálfta.Mynd/Stöð 2.„Þar er allt tiltölulega rólegt ennþá. Maður skyldi aldrei segja aldrei. En ég held að við eigum ekkert að vera voðalega hrædd við að það sé að koma Húsavíkurskjálfti, - fyrr en við fáum opnun þarna á Þeistareykjasprungureininni.“ En hvað má búast við stórum skjálfta? Ekki ógnarstórum í kringum sjö. Hann gæti nálgast sex og hálfan, svarar Ragnar. „Og hann væri þá á Skjálfandaflóa og jafnvel aðeins þar norðuraf.“ Það varð reyndar risaskjálfti á Skjálfanda árið 1755, sem talinn er hafa verið sjö stig. „Ég tel að það sé nú ekki rými fyrir slíkan skjálfta strax. Næsti slíki skjálfti á undan skjálftanum 1755, þessum risaskjálfta, var árið 1260. Mér finnst á öllu að við ættum að vera tiltölulega róleg ennþá gagnvart svoleiðis skjálfta, allavega við á þessari öld,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um skjálftahrinuna, í beinni útsendingu frá Húsavík:
Almannavarnir Grímsey Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31
Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59