Sláandi myndband sýnir hættulegan framúrakstur á Reykjanesbrautinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 20:10 Skjáskot úr myndbandinu sem Guðmundur birti í dag. Guðmundur Kjartansson, snjómokstursmaður, birti ansi sláandi myndband á Facebook-síðu sinni í dag af hættulegum framúrakstri á Reykjanesbrautinni um helgina. Guðmundur var að moka og salta á veginum á laugardaginn þegar hann varð vitni að atvikinu og náðist það á myndavél sem hann var með í bílnum. „Ég er á leiðinni inn í Hafnarfjörð og er bara kominn fram hjá álverinu, þetta er þarna á milli álversins og nýju gatnamótanna inn í Helluhverfið í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur. Á myndbandinu sést hvar bíll tekur fram úr Guðmundi þar sem hann er við mokstur. Bíllinn sem kemur úr gagnstæðri átt þarf að sveigja út í kant til að forða árekstri og þá má litlu muna að bíllinn fyrir aftan þann bíl lendi framan á bílnum sem er að taka fram úr Guðmundi. „Því miður þá lítur þetta verr út undir stýri heldur en á myndbandinu. Ég skil ekki hvernig þetta slapp,“ segir Guðmundur.„Erum rosalega mikið fyrir“ Hann fer mikið um Reykjanesbrautina vegna vinnu sinnar og aðspurður hvort hann verði mikið var við ógætilegan akstur og framúrakstur segir hann að sem snjómokstursmaður finni hann fyrir því að vera fyrir í umferðinni. „Við finnum alveg extra mikið fyrir þessu, og ég held að allir snjómokstursmenn taki nú undir það án þess að ég ætli að leggja þeim orð í munn, að við erum rosalega mikið fyrir. Fólk er að reyna að fara fram úr okkur. Maður hefur séð eitt og annað en þetta er það versta,“ segir Guðmundur. Hann vill koma því á framfæri við ökumenn að snjómokstursmenn eru ekki að leika sér að því að vera fyrir fólki í umferðinni. „Við erum að moka vegina.“Myndbandið úr bíl Guðmundar má sjá hér fyrir neðan en rétt er að taka fram að tímastimpillinn á myndavélinni er ekki réttur; myndbandið er síðan á laugardaginn, 17. febrúar. Samgöngur Tengdar fréttir Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Friðrik Helgi kippti sér lítið upp við atvik sem hefði getað orðið hans síðasta í botni Kollafirði í gær. 11. febrúar 2018 15:45 Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Guðmundur Kjartansson, snjómokstursmaður, birti ansi sláandi myndband á Facebook-síðu sinni í dag af hættulegum framúrakstri á Reykjanesbrautinni um helgina. Guðmundur var að moka og salta á veginum á laugardaginn þegar hann varð vitni að atvikinu og náðist það á myndavél sem hann var með í bílnum. „Ég er á leiðinni inn í Hafnarfjörð og er bara kominn fram hjá álverinu, þetta er þarna á milli álversins og nýju gatnamótanna inn í Helluhverfið í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur. Á myndbandinu sést hvar bíll tekur fram úr Guðmundi þar sem hann er við mokstur. Bíllinn sem kemur úr gagnstæðri átt þarf að sveigja út í kant til að forða árekstri og þá má litlu muna að bíllinn fyrir aftan þann bíl lendi framan á bílnum sem er að taka fram úr Guðmundi. „Því miður þá lítur þetta verr út undir stýri heldur en á myndbandinu. Ég skil ekki hvernig þetta slapp,“ segir Guðmundur.„Erum rosalega mikið fyrir“ Hann fer mikið um Reykjanesbrautina vegna vinnu sinnar og aðspurður hvort hann verði mikið var við ógætilegan akstur og framúrakstur segir hann að sem snjómokstursmaður finni hann fyrir því að vera fyrir í umferðinni. „Við finnum alveg extra mikið fyrir þessu, og ég held að allir snjómokstursmenn taki nú undir það án þess að ég ætli að leggja þeim orð í munn, að við erum rosalega mikið fyrir. Fólk er að reyna að fara fram úr okkur. Maður hefur séð eitt og annað en þetta er það versta,“ segir Guðmundur. Hann vill koma því á framfæri við ökumenn að snjómokstursmenn eru ekki að leika sér að því að vera fyrir fólki í umferðinni. „Við erum að moka vegina.“Myndbandið úr bíl Guðmundar má sjá hér fyrir neðan en rétt er að taka fram að tímastimpillinn á myndavélinni er ekki réttur; myndbandið er síðan á laugardaginn, 17. febrúar.
Samgöngur Tengdar fréttir Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Friðrik Helgi kippti sér lítið upp við atvik sem hefði getað orðið hans síðasta í botni Kollafirði í gær. 11. febrúar 2018 15:45 Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Friðrik Helgi kippti sér lítið upp við atvik sem hefði getað orðið hans síðasta í botni Kollafirði í gær. 11. febrúar 2018 15:45
Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19