Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 22:35 Búast má við að veður verði mjög slæmt á Kjalarnesi í fyrramálið og þá eru líkur á að heiðavegum verði lokað vegna veðurs. vísir/eyþór Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. Gular viðvaranir eru í gildi annars staðar á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu er varað við suðaustan illviðri. Það getur orðið blint og foktjón er líklegt auk þess sem líklegt er að samgöngur innan borgarmarkanna fari úr skorðum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að stormurinn komi upp úr klukkan sex í fyrramálið. Íbúar í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins gætu átt von á ofsaveðri og þá verður mjög slæmt veður á Kjalarnesi. „Þetta byrjar með snjókomu og skafrenningi en fer svo fljótlega yfir í rigningu því það hlýnar svolítið ört í þessu. En það getur verið skafrenningur og snjókoma á heiðavegum,“ segir Þorsteinn en Vegagerðin er við öllu búin og hefur gefið út hvaða vegum má búast við að verði lokað vegna veðurs. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar má til að mynda búast við hviðum upp í allt að 40 metra á sekúndu á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi um klukkan átta og fram yfir klukkan 10 á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir því til foreldra að senda yngri börn en 12 ára ekki ein í skólann. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu verður síðan að gengið niður um hádegi. „Þetta verður ansi mikill hvellur um tíma,“ segir Þorsteinn. Djúp og kröpp lægð fyrir vestan landið veldur veðrinu og þó að hvellurinn gangi tiltölulega hratt niður suðvestanlands er ekki hægt að segja það sama um Austurland. Þar verður hvassviðri og jafnvel stormur fram á kvöld og viðbúið að veðrið gangi ekki niður fyrr en um miðnætti. Þá er spáð úrhellisrigningu á Suðausturlandi. Fyrir norðan verður svo einnig hvasst. Búast má við roki og jafnvel ofsaveðri í Húnavatnssýslum og Skagafirði sem gæti teygt sig inn í Eyjafjörð. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn og næstu daga:Suðvestlæg átt, 5-15 m/s og él, en léttskýjað NA-til. Hvassast á Vestfjörðum. Hiti um og undir frostmarki.Ört vaxandi suðaustanátt í nótt og hlýnar, 20-30 m/s í fyrramálið, hvassast um landið V-vert. Snjókoma í fyrstu, en síðan slydda og rigning, mikil um landið SA-vert. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu upp úr hádegi, en áfram stormur A-lands fram á kvöld og mikil rigning SA-til. Hiti víða 2 til 7 stig.Á fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag:Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag:Sunnan hvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan. Veður Tengdar fréttir WOW varar við röskunum á flugferðum vegna veðurs WOW air reiknar með því að raskanir verði á flugáætlun flugfélagsins á morgun vegna veðurs. Varað er við veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið 20. febrúar 2018 14:39 Þessum vegum verður mögulega lokað á morgun vegna veðurs Er fólk hvatt til að haga ferðum sínum þannig að fólk sé á ferð fyrir eða eftir veður, en ekki þegar veður er hvað verst. 20. febrúar 2018 16:21 Foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla Veðurstofan hefur varað við veðurhvelli sem er spáð að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. 20. febrúar 2018 16:03 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. Gular viðvaranir eru í gildi annars staðar á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu er varað við suðaustan illviðri. Það getur orðið blint og foktjón er líklegt auk þess sem líklegt er að samgöngur innan borgarmarkanna fari úr skorðum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að stormurinn komi upp úr klukkan sex í fyrramálið. Íbúar í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins gætu átt von á ofsaveðri og þá verður mjög slæmt veður á Kjalarnesi. „Þetta byrjar með snjókomu og skafrenningi en fer svo fljótlega yfir í rigningu því það hlýnar svolítið ört í þessu. En það getur verið skafrenningur og snjókoma á heiðavegum,“ segir Þorsteinn en Vegagerðin er við öllu búin og hefur gefið út hvaða vegum má búast við að verði lokað vegna veðurs. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar má til að mynda búast við hviðum upp í allt að 40 metra á sekúndu á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi um klukkan átta og fram yfir klukkan 10 á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir því til foreldra að senda yngri börn en 12 ára ekki ein í skólann. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu verður síðan að gengið niður um hádegi. „Þetta verður ansi mikill hvellur um tíma,“ segir Þorsteinn. Djúp og kröpp lægð fyrir vestan landið veldur veðrinu og þó að hvellurinn gangi tiltölulega hratt niður suðvestanlands er ekki hægt að segja það sama um Austurland. Þar verður hvassviðri og jafnvel stormur fram á kvöld og viðbúið að veðrið gangi ekki niður fyrr en um miðnætti. Þá er spáð úrhellisrigningu á Suðausturlandi. Fyrir norðan verður svo einnig hvasst. Búast má við roki og jafnvel ofsaveðri í Húnavatnssýslum og Skagafirði sem gæti teygt sig inn í Eyjafjörð. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn og næstu daga:Suðvestlæg átt, 5-15 m/s og él, en léttskýjað NA-til. Hvassast á Vestfjörðum. Hiti um og undir frostmarki.Ört vaxandi suðaustanátt í nótt og hlýnar, 20-30 m/s í fyrramálið, hvassast um landið V-vert. Snjókoma í fyrstu, en síðan slydda og rigning, mikil um landið SA-vert. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu upp úr hádegi, en áfram stormur A-lands fram á kvöld og mikil rigning SA-til. Hiti víða 2 til 7 stig.Á fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag:Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag:Sunnan hvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan.
Veður Tengdar fréttir WOW varar við röskunum á flugferðum vegna veðurs WOW air reiknar með því að raskanir verði á flugáætlun flugfélagsins á morgun vegna veðurs. Varað er við veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið 20. febrúar 2018 14:39 Þessum vegum verður mögulega lokað á morgun vegna veðurs Er fólk hvatt til að haga ferðum sínum þannig að fólk sé á ferð fyrir eða eftir veður, en ekki þegar veður er hvað verst. 20. febrúar 2018 16:21 Foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla Veðurstofan hefur varað við veðurhvelli sem er spáð að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. 20. febrúar 2018 16:03 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
WOW varar við röskunum á flugferðum vegna veðurs WOW air reiknar með því að raskanir verði á flugáætlun flugfélagsins á morgun vegna veðurs. Varað er við veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið 20. febrúar 2018 14:39
Þessum vegum verður mögulega lokað á morgun vegna veðurs Er fólk hvatt til að haga ferðum sínum þannig að fólk sé á ferð fyrir eða eftir veður, en ekki þegar veður er hvað verst. 20. febrúar 2018 16:21
Foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla Veðurstofan hefur varað við veðurhvelli sem er spáð að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. 20. febrúar 2018 16:03