Næsti Jónas Magnús Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2018 07:00 „Sá hróður verður aldrei skafinn af eyfirzku bændafólki, að hjá því nam Jónas Hallgrímsson móðurmálið.“ Skáldið Davíð Stefánsson var ekki spar á hólið um eyfirskt bændafólk í viðtali við Dag í desember árið 1956 og ekki að ástæðulausu. Fáir ef einhverjir hafa haft viðlíka snilldartök á íslensku og listaskáldið Jónas Hallgrímsson sem lét sig ekki heldur muna um að yrkja á dönsku með miklum bravör. Að yrkja á öðru tungumáli kallar á mikla færni og þá ekkert síður á móðurmálinu. Það er þar sem hugsunin er formuð og þaðan rennur myndin fram úr penna skáldsins. Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins sem markar upphaf viku þar sem ræktun móðurmála verður sinnt og hún rædd í þaula. Þó svo við séum ekki öll stórskáld eins og Jónas þá mótar móðurmálið hugsanir okkar og gerir okkur mögulegt að miðla þeim. Fyrir okkur sem erum fædd til íslenskunnar hefur hún sérstaka þýðingu vegna þess að hún á stóran þátt í að gera okkur að því sem við erum. Þannig er það auðvitað einnig með þá sem fæðast til annars tungumáls hvort sem það er í heimalandi viðkomandi tungumáls eða á öðrum slóðum. Íslendingar hafa alltaf verið meðvitaðir um þetta hvar sem þeir búa í heiminum og hafa því lagt rækt við íslenskuna og þá ekki síst fyrir börn og unglinga. Þetta er hið besta mál vegna þess að færni í móðurmáli felur í sér færni til þess að forma og koma frá sér hugsunum og skoðunum. Auk þess sem það eflir alla málfærni og þar með möguleika viðkomandi til þess að ná góðum tökum á öðrum tungumálum. Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður, benti réttilega á í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 fyrir skömmu að á Íslandi sé rétti barna sem eiga annað móðurmál en íslenskuna ekki sinnt sem skyldi. Styrkleiki þessara barna og sjálfstraust er oft fólgið í móðurmáli þeirra og því þarf ekki að koma á óvart að þau eigi erfiðara með að fóta sig í íslenska skólakerfinu en til að mynda í nágrannalöndunum. Þessu þurfum við að breyta og við þurfum að gera það strax. Það er liðin tíð að Íslendingar allir séu hér bornir og barnfæddir og geti rakið ættir sínar til landnámsmanna. Þó svo langstærstur hluti þjóðarinnar eigi íslenskuna að móðurmáli þá þýðir það ekki að meirihlutinn eigi eða megi þvinga þá landa okkar sem eiga önnur móðurmál til þess að vera eins og við hin. Þvert á móti eigum við að taka fjölbreytileikanum fagnandi vegna þess að hann stækkar og auðgar veröld okkar allra sem hér búum. Þessi fjölbreytileiki móðurmála er ekki ógn við íslenskuna heldur tækifæri til þess að ala upp kynslóðir einstaklinga með ólíkan bakgrunn frá mismunandi menningarsamfélögum. Einstaklinga sem eiga sér sínar fyrirmyndir innan fjölskyldu sinnar og menningar rétt eins og við sem eigum íslenskuna að móðurmáli. Við þurfum öll á okkar eyfirska bændafólki að halda til þess að skerpa málvitund okkar og færni og hver veit hvaða móðurmál á eftir að leiða fram okkar næsta Jónas til ódauðlegra verka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
„Sá hróður verður aldrei skafinn af eyfirzku bændafólki, að hjá því nam Jónas Hallgrímsson móðurmálið.“ Skáldið Davíð Stefánsson var ekki spar á hólið um eyfirskt bændafólk í viðtali við Dag í desember árið 1956 og ekki að ástæðulausu. Fáir ef einhverjir hafa haft viðlíka snilldartök á íslensku og listaskáldið Jónas Hallgrímsson sem lét sig ekki heldur muna um að yrkja á dönsku með miklum bravör. Að yrkja á öðru tungumáli kallar á mikla færni og þá ekkert síður á móðurmálinu. Það er þar sem hugsunin er formuð og þaðan rennur myndin fram úr penna skáldsins. Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins sem markar upphaf viku þar sem ræktun móðurmála verður sinnt og hún rædd í þaula. Þó svo við séum ekki öll stórskáld eins og Jónas þá mótar móðurmálið hugsanir okkar og gerir okkur mögulegt að miðla þeim. Fyrir okkur sem erum fædd til íslenskunnar hefur hún sérstaka þýðingu vegna þess að hún á stóran þátt í að gera okkur að því sem við erum. Þannig er það auðvitað einnig með þá sem fæðast til annars tungumáls hvort sem það er í heimalandi viðkomandi tungumáls eða á öðrum slóðum. Íslendingar hafa alltaf verið meðvitaðir um þetta hvar sem þeir búa í heiminum og hafa því lagt rækt við íslenskuna og þá ekki síst fyrir börn og unglinga. Þetta er hið besta mál vegna þess að færni í móðurmáli felur í sér færni til þess að forma og koma frá sér hugsunum og skoðunum. Auk þess sem það eflir alla málfærni og þar með möguleika viðkomandi til þess að ná góðum tökum á öðrum tungumálum. Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður, benti réttilega á í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 fyrir skömmu að á Íslandi sé rétti barna sem eiga annað móðurmál en íslenskuna ekki sinnt sem skyldi. Styrkleiki þessara barna og sjálfstraust er oft fólgið í móðurmáli þeirra og því þarf ekki að koma á óvart að þau eigi erfiðara með að fóta sig í íslenska skólakerfinu en til að mynda í nágrannalöndunum. Þessu þurfum við að breyta og við þurfum að gera það strax. Það er liðin tíð að Íslendingar allir séu hér bornir og barnfæddir og geti rakið ættir sínar til landnámsmanna. Þó svo langstærstur hluti þjóðarinnar eigi íslenskuna að móðurmáli þá þýðir það ekki að meirihlutinn eigi eða megi þvinga þá landa okkar sem eiga önnur móðurmál til þess að vera eins og við hin. Þvert á móti eigum við að taka fjölbreytileikanum fagnandi vegna þess að hann stækkar og auðgar veröld okkar allra sem hér búum. Þessi fjölbreytileiki móðurmála er ekki ógn við íslenskuna heldur tækifæri til þess að ala upp kynslóðir einstaklinga með ólíkan bakgrunn frá mismunandi menningarsamfélögum. Einstaklinga sem eiga sér sínar fyrirmyndir innan fjölskyldu sinnar og menningar rétt eins og við sem eigum íslenskuna að móðurmáli. Við þurfum öll á okkar eyfirska bændafólki að halda til þess að skerpa málvitund okkar og færni og hver veit hvaða móðurmál á eftir að leiða fram okkar næsta Jónas til ódauðlegra verka?
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun