Neyð Eyþór Arnalds skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Staðan á húsnæðismarkaði í borginni er orðin grafalvarleg. Andvaraleysi í lóða- og húsnæðismálum hefur ýtt íbúum Reykjavíkur yfir í önnur sveitarfélög og sumir eru án úrræða. Lítið er til af húsnæði til leigu og verðið er yfir þolmörkum fyrir fjölmargt fólk. Dæmi eru um 50m2 íbúðir sem leigðar eru á 200 þúsund krónur á mánuði. Útgreidd lágmarkslaun eru 223 þúsund krónur svo það má ljóst vera að dæmið gengur ekki upp. Fyrstu kaup ungs fólks eru erfiðari vegna húsnæðisskortsins og hefur Íbúðalánasjóður bent á þann möguleika að ungt fólk búi 5 árum lengur í foreldrahúsum en það kýs. Slík staða er ekki fólki bjóðandi. Í fyrra voru aðeins 322 íbúðir fullkláraðar í Reykjavík og er það 51% færri íbúðir en árið á undan. Í Mosfellsbæ voru byggðar fleiri íbúðir en í borginni þrátt fyrir að Mosfellsbær sé miklu minna sveitarfélag en Reykjavík. Á síðustu fjórum árum hefur Reykjavík setið eftir á meðan önnur sveitarfélög hafa vaxið. Ekkert bólar á efndum loforða um þúsundir leiguíbúða sem sett voru fram fyrir síðustu kosningar.Húsnæðislausum hefur fjölgað um 95% Sárasta birtingarmynd ástandsins á húsnæðismarkaði er svo staða húsnæðislausra. Á síðustu 5 árum hefur húsnæðislausum fjölgað um 95% og hefur staðan aldrei verið verri. Á síðasta ári voru 349 manns sem töldust heimilislaus eða utangarðs í Reykjavík, en árið 2012 voru það 179 manns. Þetta er mjög alvarleg þróun á tiltölulega stuttum tíma. Það er ljóst að húsnæðisvandann þarf að leysa. Reykjavík á mikið land og getur úthlutað lóðum á ýmsum stöðum í borginni ef vilji er til. Verði ég borgarstjóri heiti ég því að framboð á búsetukostum verði stóraukið í borginni svo Reykjavík verði valkostur á ný. Möguleikarnir eru margir. Ljúka þarf uppbygginu í Úlfarsárdal, leyfa íbúabyggð í Örfirisey, Geldinganesi og Keldum svo dæmi séu tekin. Vilji er allt sem þarf.Höfundur mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði í borginni er orðin grafalvarleg. Andvaraleysi í lóða- og húsnæðismálum hefur ýtt íbúum Reykjavíkur yfir í önnur sveitarfélög og sumir eru án úrræða. Lítið er til af húsnæði til leigu og verðið er yfir þolmörkum fyrir fjölmargt fólk. Dæmi eru um 50m2 íbúðir sem leigðar eru á 200 þúsund krónur á mánuði. Útgreidd lágmarkslaun eru 223 þúsund krónur svo það má ljóst vera að dæmið gengur ekki upp. Fyrstu kaup ungs fólks eru erfiðari vegna húsnæðisskortsins og hefur Íbúðalánasjóður bent á þann möguleika að ungt fólk búi 5 árum lengur í foreldrahúsum en það kýs. Slík staða er ekki fólki bjóðandi. Í fyrra voru aðeins 322 íbúðir fullkláraðar í Reykjavík og er það 51% færri íbúðir en árið á undan. Í Mosfellsbæ voru byggðar fleiri íbúðir en í borginni þrátt fyrir að Mosfellsbær sé miklu minna sveitarfélag en Reykjavík. Á síðustu fjórum árum hefur Reykjavík setið eftir á meðan önnur sveitarfélög hafa vaxið. Ekkert bólar á efndum loforða um þúsundir leiguíbúða sem sett voru fram fyrir síðustu kosningar.Húsnæðislausum hefur fjölgað um 95% Sárasta birtingarmynd ástandsins á húsnæðismarkaði er svo staða húsnæðislausra. Á síðustu 5 árum hefur húsnæðislausum fjölgað um 95% og hefur staðan aldrei verið verri. Á síðasta ári voru 349 manns sem töldust heimilislaus eða utangarðs í Reykjavík, en árið 2012 voru það 179 manns. Þetta er mjög alvarleg þróun á tiltölulega stuttum tíma. Það er ljóst að húsnæðisvandann þarf að leysa. Reykjavík á mikið land og getur úthlutað lóðum á ýmsum stöðum í borginni ef vilji er til. Verði ég borgarstjóri heiti ég því að framboð á búsetukostum verði stóraukið í borginni svo Reykjavík verði valkostur á ný. Möguleikarnir eru margir. Ljúka þarf uppbygginu í Úlfarsárdal, leyfa íbúabyggð í Örfirisey, Geldinganesi og Keldum svo dæmi séu tekin. Vilji er allt sem þarf.Höfundur mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar