Veðrið verst á milli 9 og 10 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 07:30 Vindaspá fyrir klukkan 10 í dag. Skjáskot Búast má við því að veðrið verði sem verst á höfuðborgarsvæðinu á milli 9 og 10 í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engin ástæða er til að ætla annað en að spár gangi eftir. „Þetta er bara allt á áætlun,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að fólk noti hyggjuvitið á leið í vinnu og skóla. „Það er vissulega blint mjög víða og það er mikill snjór á götum og slydda og hálka sennilega undir. Þannig það er best að fara varlega.“ Aðgerðarstjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, lögreglu og björgunarsveita hefur verið virkjuð. Að minnsta kosti níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið virkjaðar og um það bil 50 manns verið kallaðir út til að geta brugðist við ef eitthvað bjátar á.Kröpp og djúp lægð Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem skrifaðar voru um miðnætti segir að lægðin verði að mestu farin hjá um hádegi:Með morgninum fer kröpp og djúp lægð hratt til norðurs fyrir vestan land. Úrkomusvæði lægðarinnar gengur inn á Suðvesturland og hvessir þá verulega, en búist er við suðaustanstormi eða -roki víða á landinu er líður að hádegi og jafn vel ofsaveðri vestan til. Rignir talsvert á sunnanverðu landinu í dag, úrhelli að kalla suðaustan til. Slydda norðvestan til, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Vakin er athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem eru í gildi.Um hádegi er lægðin er að mestu farin hjá og lægir þá ört og rofar til á vestanverðu landinu, þó áfram verði stormur og sums staðar úrkomusamt fyrir austan fram á nótt. Illviðrinu fylgja hlýindi þ.a. snjórinn heldur áfram að bráðna, en þá er vissara er að halda niðurföllum og ræsum opnum.Á morgun er veðrið gegnið niður, en í staðinn komin stíf suðvestanátt með éljum og mun lægri hitatölum. Léttir þó smám saman til fyrir norðan og austan. Á föstudag er síðan von á enn einni óveðurslægð, þó að það veður ná ekki sömu hæðum og í dag.Veðurhorfur á landinu Gengur í suðaustan 23-30 m/s, hvassast á V-verðu landinu. Snjókoma og skafrenningur í fyrstu, en síðan slydda og rigning, úrhellisrigning SA-lands. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu V-til upp úr hádegi, en áfram stormur og úrkoma A-lands fram á nótt. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig síðdegis. Sunnan og suðvestan 13-20 og víða él á morgun, hvassast við SV-ströndina, rigning framan af degi SA-lands, en léttir smám saman til á N- og A-landi. Hiti nálægt frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag: Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag: Sunnanhvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan. Veður Tengdar fréttir Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Búast má við því að veðrið verði sem verst á höfuðborgarsvæðinu á milli 9 og 10 í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engin ástæða er til að ætla annað en að spár gangi eftir. „Þetta er bara allt á áætlun,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að fólk noti hyggjuvitið á leið í vinnu og skóla. „Það er vissulega blint mjög víða og það er mikill snjór á götum og slydda og hálka sennilega undir. Þannig það er best að fara varlega.“ Aðgerðarstjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, lögreglu og björgunarsveita hefur verið virkjuð. Að minnsta kosti níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið virkjaðar og um það bil 50 manns verið kallaðir út til að geta brugðist við ef eitthvað bjátar á.Kröpp og djúp lægð Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem skrifaðar voru um miðnætti segir að lægðin verði að mestu farin hjá um hádegi:Með morgninum fer kröpp og djúp lægð hratt til norðurs fyrir vestan land. Úrkomusvæði lægðarinnar gengur inn á Suðvesturland og hvessir þá verulega, en búist er við suðaustanstormi eða -roki víða á landinu er líður að hádegi og jafn vel ofsaveðri vestan til. Rignir talsvert á sunnanverðu landinu í dag, úrhelli að kalla suðaustan til. Slydda norðvestan til, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Vakin er athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem eru í gildi.Um hádegi er lægðin er að mestu farin hjá og lægir þá ört og rofar til á vestanverðu landinu, þó áfram verði stormur og sums staðar úrkomusamt fyrir austan fram á nótt. Illviðrinu fylgja hlýindi þ.a. snjórinn heldur áfram að bráðna, en þá er vissara er að halda niðurföllum og ræsum opnum.Á morgun er veðrið gegnið niður, en í staðinn komin stíf suðvestanátt með éljum og mun lægri hitatölum. Léttir þó smám saman til fyrir norðan og austan. Á föstudag er síðan von á enn einni óveðurslægð, þó að það veður ná ekki sömu hæðum og í dag.Veðurhorfur á landinu Gengur í suðaustan 23-30 m/s, hvassast á V-verðu landinu. Snjókoma og skafrenningur í fyrstu, en síðan slydda og rigning, úrhellisrigning SA-lands. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu V-til upp úr hádegi, en áfram stormur og úrkoma A-lands fram á nótt. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig síðdegis. Sunnan og suðvestan 13-20 og víða él á morgun, hvassast við SV-ströndina, rigning framan af degi SA-lands, en léttir smám saman til á N- og A-landi. Hiti nálægt frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag: Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag: Sunnanhvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan.
Veður Tengdar fréttir Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59
Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24
Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35