Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 16:15 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill Spænsk yfirvöld hafa ekki enn svarað formlegri réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins hér á landi þess efni að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að óvíst sé hversu langan tíma slík afgreiðsla kunni að taka. Dómsmálaráðuneytið sendi þessa formlegu beiðni til spænskra yfirvalda fyrir helgi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi um málið að fallist spænsk yfirvöld á þessa beiðni þá muni rannsókn málsins færast yfir til Íslands sem gerir það að verkum að ekki verður ástæða til að halda Sunnu Elvíru lengur í farbanni á Spáni. Sunna Elvíra slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga 17. janúar síðastliðinn. Hún hefur síðan þá legið á sjúkrahúsi á Malaga en lögreglan þar í borg hefur haldið eftir vegabréfi hennar sem þýðir að Sunna er í ótímabundnu farbanni.Neitar aðild Ekki hafa fengist skýr svör frá lögreglu þar í borg hvers vegna hún fær ekki vegabréfið afhent en fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í síðustu viku að Sunna Elvíra væri grunuð um aðild að fíkniefnasmygli á milli Spánar og Íslands. Sunna hefur alfarið neitað að eiga þátt í því og sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að henni hefði ekki verið tilkynnt að hún hefði stöðu sakbornings vegna þessa máls. Eiginmaður Sunnu Elvíru, Sigurður Kristinsson, var handtekinn á Spáni um miðjan janúar síðastliðinn vegna gruns um ofbeldisbrot gegn Sunnu. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Sigurður var svo handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Sigurður og annar maður eru í haldi vegna málsins en alls hafa fjórir setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við það en tveimur þeirra hefur verið sleppt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fimm vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu.Segist ekki hafa sent skámunina Sunna tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en þar sagðist hún ekki hafa sent skákmunina sem fylltir voru eiturlyfjum á Skáksambandið og segir kortayfirlitin sín bera með sér að eiginmaðurinn hennar hafi ekki notað hennar greiðslukort til að greiða fyrir sendinguna. „Ég get bara sagt hér og nú að það er flökkusaga. Ég átti engan þátt í þessari sendingu og veit ekki hvaðan þessi saga hefur sprottið. En hún er á engum rökum reist,“ sagði Sunna.Mannréttindabrot að rannsaka á tveimur stöðum Grímur Grímsson sagði við Vísi að það blasi við að lögreglan á Íslandi þurfi að ræða við Sunnu Elvíru, enda hafi lögregluyfirvöld hér á landi óskað eftir því að rannsóknin á málinu flytjist heim. Hann sagði það hefðbundið fyrirkomulag að ef yfirvöld í tveimur löndum eru með sama mál til rannsóknar að rannsóknin verði alfarið á öðrum staðnum. „Það er á skjön við mannréttindi ef verið að rannsaka sömu atburði gegn sömu einstaklingum á tveimur stöðum,“ sagði Grímur. Mál Sunnu Elviru Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Spænsk yfirvöld hafa ekki enn svarað formlegri réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins hér á landi þess efni að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að óvíst sé hversu langan tíma slík afgreiðsla kunni að taka. Dómsmálaráðuneytið sendi þessa formlegu beiðni til spænskra yfirvalda fyrir helgi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi um málið að fallist spænsk yfirvöld á þessa beiðni þá muni rannsókn málsins færast yfir til Íslands sem gerir það að verkum að ekki verður ástæða til að halda Sunnu Elvíru lengur í farbanni á Spáni. Sunna Elvíra slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga 17. janúar síðastliðinn. Hún hefur síðan þá legið á sjúkrahúsi á Malaga en lögreglan þar í borg hefur haldið eftir vegabréfi hennar sem þýðir að Sunna er í ótímabundnu farbanni.Neitar aðild Ekki hafa fengist skýr svör frá lögreglu þar í borg hvers vegna hún fær ekki vegabréfið afhent en fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í síðustu viku að Sunna Elvíra væri grunuð um aðild að fíkniefnasmygli á milli Spánar og Íslands. Sunna hefur alfarið neitað að eiga þátt í því og sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að henni hefði ekki verið tilkynnt að hún hefði stöðu sakbornings vegna þessa máls. Eiginmaður Sunnu Elvíru, Sigurður Kristinsson, var handtekinn á Spáni um miðjan janúar síðastliðinn vegna gruns um ofbeldisbrot gegn Sunnu. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Sigurður var svo handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Sigurður og annar maður eru í haldi vegna málsins en alls hafa fjórir setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við það en tveimur þeirra hefur verið sleppt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fimm vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu.Segist ekki hafa sent skámunina Sunna tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en þar sagðist hún ekki hafa sent skákmunina sem fylltir voru eiturlyfjum á Skáksambandið og segir kortayfirlitin sín bera með sér að eiginmaðurinn hennar hafi ekki notað hennar greiðslukort til að greiða fyrir sendinguna. „Ég get bara sagt hér og nú að það er flökkusaga. Ég átti engan þátt í þessari sendingu og veit ekki hvaðan þessi saga hefur sprottið. En hún er á engum rökum reist,“ sagði Sunna.Mannréttindabrot að rannsaka á tveimur stöðum Grímur Grímsson sagði við Vísi að það blasi við að lögreglan á Íslandi þurfi að ræða við Sunnu Elvíru, enda hafi lögregluyfirvöld hér á landi óskað eftir því að rannsóknin á málinu flytjist heim. Hann sagði það hefðbundið fyrirkomulag að ef yfirvöld í tveimur löndum eru með sama mál til rannsóknar að rannsóknin verði alfarið á öðrum staðnum. „Það er á skjön við mannréttindi ef verið að rannsaka sömu atburði gegn sömu einstaklingum á tveimur stöðum,“ sagði Grímur.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira