Hlutur TM hækkað yfir 70 prósent í verði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 17:45 Hlutur TM í Stoðum er langsamlega stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins. Vísir/Anton Brink Virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í drykkjarframleiðandanum Refresco Group hefur hækkað um meira en 70 prósent frá því að félagið eignaðist hlutinn á öðrum fjórðungi síðasta árs. Hluturinn var metinn á 2.156 milljónir króna í bókum tryggingafélagsins í lok ársins en til samanburðar var hann metinn á 1.768 milljónir í septemberlok. Hafði bókfært virði hans þá þegar hækkað um ríflega 500 milljónir. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum eignarhaldsfélögin S122 og Stoðir. Hluturinn hækkaði umtalsvert í verði eftir að tilkynnt var um yfirtöku fjárfestingasjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á drykkjarframleiðandanum, fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna, síðasta haust. Samkeppnisyfirvöld samþykktu yfirtökuna í liðinni viku. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum, sem á tæp níu prósent í Refresco, af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl á síðasta ári. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign TM. Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar stendur vilji til þess hjá stærstu hluthöfum Stoða að halda starfsemi félagsins áfram þegar yfirtakan á Refresco klárast. Við það yrði til stærsta fjárfestingafélag landsins með liðlega átján milljarða króna í eigið fé. Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári Virði hlutafjár félags sem var stofnað vegna kaupa á hlut í Stoðum hækkaði um 53 prósent á síðari hluta síðasta árs. Á meðal hluthafa er félag Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods. 31. janúar 2018 08:00 Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins. 31. ágúst 2017 07:00 Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. 2. nóvember 2017 10:15 200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna. 3. október 2017 17:30 Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í drykkjarframleiðandanum Refresco Group hefur hækkað um meira en 70 prósent frá því að félagið eignaðist hlutinn á öðrum fjórðungi síðasta árs. Hluturinn var metinn á 2.156 milljónir króna í bókum tryggingafélagsins í lok ársins en til samanburðar var hann metinn á 1.768 milljónir í septemberlok. Hafði bókfært virði hans þá þegar hækkað um ríflega 500 milljónir. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum eignarhaldsfélögin S122 og Stoðir. Hluturinn hækkaði umtalsvert í verði eftir að tilkynnt var um yfirtöku fjárfestingasjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á drykkjarframleiðandanum, fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna, síðasta haust. Samkeppnisyfirvöld samþykktu yfirtökuna í liðinni viku. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum, sem á tæp níu prósent í Refresco, af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl á síðasta ári. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign TM. Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar stendur vilji til þess hjá stærstu hluthöfum Stoða að halda starfsemi félagsins áfram þegar yfirtakan á Refresco klárast. Við það yrði til stærsta fjárfestingafélag landsins með liðlega átján milljarða króna í eigið fé.
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári Virði hlutafjár félags sem var stofnað vegna kaupa á hlut í Stoðum hækkaði um 53 prósent á síðari hluta síðasta árs. Á meðal hluthafa er félag Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods. 31. janúar 2018 08:00 Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins. 31. ágúst 2017 07:00 Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. 2. nóvember 2017 10:15 200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna. 3. október 2017 17:30 Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári Virði hlutafjár félags sem var stofnað vegna kaupa á hlut í Stoðum hækkaði um 53 prósent á síðari hluta síðasta árs. Á meðal hluthafa er félag Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods. 31. janúar 2018 08:00
Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins. 31. ágúst 2017 07:00
Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. 2. nóvember 2017 10:15
200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna. 3. október 2017 17:30
Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30