Skjálfti að stærð 3,6 í Öxarfirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 09:53 Staðsetnings skjálftans er merkt með grænni stjörnu. Stöðug skjálftahrina hefur verið í kringum Grímsey síðustu daga. Skjálfti að stærð 3,6 varð úti á Öxarfirði í morgun klukkan 07:34, um 15 kílómetra vestsuðvestur af Kópaskeri. Minni skjálftar hafa orðið í kjölfarið á svæðinu. Skjálftinn fannst í Skíðadal, nærri Dalvík, í um 90 kílómetra fjarlægð. Líkt og hrinan sem staðið hefur yfir við Grímsey, er skjálftavirknin í Öxarfirði staðsett á Grímseyjarbeltinu. „Hann var að stærðinni 3,6. Það hafa verið eftirskjálftar en ekki stórir. Það voru tveir litlir forskjálftar og svo hefur verið stöðug eftirskjálftavirkni,“ segir Sigurlaug Hjaltadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það hafa orðið stórir skjálftar á þessu svæði, árið 1976 varð skjálfti að stærðinni 6,4 í kjölfar Kröfluelda. „Það er ólíklegt að við séum að fá stóran skjálfta þar aftur.“ Sigurlaug segir að hrinan sé ekki jafn áköf og hrinan við Grímsey. „Það getur vel verið að hrinan í Grímsey hafi hrundið af stað þessari en ég get ekki fullyrt það, en það er alveg líklegt.“ Mikil skjálftavirkni var norðaustur af Grímsey í nótt, en engin skjálftanna náði þó þriggja stiga styrkleika. Vitað er um eldvirkni á upptakasvæðinu, sem er aðeins tíu til 15 kílómetra norðaustur af eynni en vísindamenn hafa ekki séð vísbendingar um kvikuhlaup, sem gæti verið undanfari eldgoss. „Hrinan í Grímsey stendur enn yfir en hún er ekki jafn áköf og eftir stóra skjálftann eða í kringum hann. Það verða ennþá fjöldi skjálfta þar á dag,“ segir Sigurlaug. Búist er við stórum skjálfta við Grímsey en erfitt er að spá fyrir um hvenær hann verður. „Því miður er ekki hægt að segja til um það. Skjálftasagan er ekki svo vel þekkt þar sem þetta er svo fjarri landi. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Skjálfti að stærð 3,6 varð úti á Öxarfirði í morgun klukkan 07:34, um 15 kílómetra vestsuðvestur af Kópaskeri. Minni skjálftar hafa orðið í kjölfarið á svæðinu. Skjálftinn fannst í Skíðadal, nærri Dalvík, í um 90 kílómetra fjarlægð. Líkt og hrinan sem staðið hefur yfir við Grímsey, er skjálftavirknin í Öxarfirði staðsett á Grímseyjarbeltinu. „Hann var að stærðinni 3,6. Það hafa verið eftirskjálftar en ekki stórir. Það voru tveir litlir forskjálftar og svo hefur verið stöðug eftirskjálftavirkni,“ segir Sigurlaug Hjaltadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það hafa orðið stórir skjálftar á þessu svæði, árið 1976 varð skjálfti að stærðinni 6,4 í kjölfar Kröfluelda. „Það er ólíklegt að við séum að fá stóran skjálfta þar aftur.“ Sigurlaug segir að hrinan sé ekki jafn áköf og hrinan við Grímsey. „Það getur vel verið að hrinan í Grímsey hafi hrundið af stað þessari en ég get ekki fullyrt það, en það er alveg líklegt.“ Mikil skjálftavirkni var norðaustur af Grímsey í nótt, en engin skjálftanna náði þó þriggja stiga styrkleika. Vitað er um eldvirkni á upptakasvæðinu, sem er aðeins tíu til 15 kílómetra norðaustur af eynni en vísindamenn hafa ekki séð vísbendingar um kvikuhlaup, sem gæti verið undanfari eldgoss. „Hrinan í Grímsey stendur enn yfir en hún er ekki jafn áköf og eftir stóra skjálftann eða í kringum hann. Það verða ennþá fjöldi skjálfta þar á dag,“ segir Sigurlaug. Búist er við stórum skjálfta við Grímsey en erfitt er að spá fyrir um hvenær hann verður. „Því miður er ekki hægt að segja til um það. Skjálftasagan er ekki svo vel þekkt þar sem þetta er svo fjarri landi. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45
Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00