Fær ekki tíu milljónir frá HHÍ þrátt fyrir vinningsmiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2018 15:53 Gunnlaugur Hrannar Jónsson situr uppi tómhentur eftir baráttu fyrir dómstólum. Vísir/Eyþór Gunnlaugur Hrannar Jónsson fær ekki tíu milljónir í vinning frá Happdrætti Háskóla Íslands þrátt fyrir að hafa verið með vinningsmiða. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Málið snerist um að Gunnlaugur keypti þann 23. ágúst 2011 miða í Happdrætti Háskóla Íslands. Var miðinn í áskrift en þann 10. október 2013 komu tíu milljónir á happdrættisnúmer mannsins. HHÍ hafði nokkrum vikum áður gert tilraun til þess að skuldfæra greiðslukort mannsins fyrir útdráttinn í október. Ekki tókst að skuldfæra greiðslukortið þar sem notkun kortsins var komin umfram lánamörk þann mánuðinn. Færðist vinningurinn því yfir á næsta mánuð. Gunnlaugi varð kunnugt um þetta rúmlega ári síðar og gerðu þá kröfu um að HHÍ myndi greiða honum vinninginn. HHÍ hafnaði kröfunni og höfðaði Gunnlaugur því mál á hendur HHÍ. Reisti Gunnlaugur kröfur sínar meðal annars á því að HHÍ hefði haldið áfram að skuldfæra kort hans mánuðina eftir vinningsútdráttinn í október, auk þess sem að HHÍ hefði átt að láta hann vita að ekki hafi tekist að skuldfæra kortið umræddan mánuði. HHÍ var sýknað í héraðsdómi á þeim grundvelli að Gunnlaugi hafi borið að sjá sjálfur um að tryggja að unnt væri að skuldfæra greiðslukortið og að skylda hafi hvílt á honum að tryggja að kort hans væri innan lánamarka.1703 sambærileg tilvik og eitt frávik Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms utan þess að málskostnaður í hérað og Hæstarétti fellur niður. Fyrir Hæstarétti benti lögmaður Gunnlaugs á eitt sambærilegt tilvik þar sem vinningur hafði verið greiddur út þrátt fyrir að ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald þegar útdráttur fór fram en fyrir dómi kom fram að 1703 tilvik hafi orðið þar sem vinningur kom á miða sem ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald af. Taldi lögmaðurinn því að HHÍ hefði brotið jafnræðisreglu með því að veita honum ekki ekki vinninginn, líkt og gert hafi verið í einu tilfelli. Í dómi Hæstaréttar segir að leggja verði til grundvallar að í þeim 1703 tilvikum, sem eru sambærileg tilviki Gunnlaugs hafi mál verið afgreidd með sama hætti og í hans tilviki að einu frátöldu. Segir einnig að þó það liggi fyrir að HHÍ hafi í eitt skipti mismunað þáttakendum í happdrættinu hafi mál Gunnlaugs verið afgreitt með sambærilegum hætti og við önnur tilvik. „Áfrýjandi getur ekki reist kröfu sína um skaðabætur á því að við úrlausn hans máls verði öðru sinni vikið frá jafnræðissjónarmiðum. Leiðir þessi málsástæða hans því ekki til þess að fallist verði á kröfu hans,“ að því er segir í dómi Hæstaréttar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Gunnlaugur Hrannar Jónsson fær ekki tíu milljónir í vinning frá Happdrætti Háskóla Íslands þrátt fyrir að hafa verið með vinningsmiða. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Málið snerist um að Gunnlaugur keypti þann 23. ágúst 2011 miða í Happdrætti Háskóla Íslands. Var miðinn í áskrift en þann 10. október 2013 komu tíu milljónir á happdrættisnúmer mannsins. HHÍ hafði nokkrum vikum áður gert tilraun til þess að skuldfæra greiðslukort mannsins fyrir útdráttinn í október. Ekki tókst að skuldfæra greiðslukortið þar sem notkun kortsins var komin umfram lánamörk þann mánuðinn. Færðist vinningurinn því yfir á næsta mánuð. Gunnlaugi varð kunnugt um þetta rúmlega ári síðar og gerðu þá kröfu um að HHÍ myndi greiða honum vinninginn. HHÍ hafnaði kröfunni og höfðaði Gunnlaugur því mál á hendur HHÍ. Reisti Gunnlaugur kröfur sínar meðal annars á því að HHÍ hefði haldið áfram að skuldfæra kort hans mánuðina eftir vinningsútdráttinn í október, auk þess sem að HHÍ hefði átt að láta hann vita að ekki hafi tekist að skuldfæra kortið umræddan mánuði. HHÍ var sýknað í héraðsdómi á þeim grundvelli að Gunnlaugi hafi borið að sjá sjálfur um að tryggja að unnt væri að skuldfæra greiðslukortið og að skylda hafi hvílt á honum að tryggja að kort hans væri innan lánamarka.1703 sambærileg tilvik og eitt frávik Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms utan þess að málskostnaður í hérað og Hæstarétti fellur niður. Fyrir Hæstarétti benti lögmaður Gunnlaugs á eitt sambærilegt tilvik þar sem vinningur hafði verið greiddur út þrátt fyrir að ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald þegar útdráttur fór fram en fyrir dómi kom fram að 1703 tilvik hafi orðið þar sem vinningur kom á miða sem ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald af. Taldi lögmaðurinn því að HHÍ hefði brotið jafnræðisreglu með því að veita honum ekki ekki vinninginn, líkt og gert hafi verið í einu tilfelli. Í dómi Hæstaréttar segir að leggja verði til grundvallar að í þeim 1703 tilvikum, sem eru sambærileg tilviki Gunnlaugs hafi mál verið afgreidd með sama hætti og í hans tilviki að einu frátöldu. Segir einnig að þó það liggi fyrir að HHÍ hafi í eitt skipti mismunað þáttakendum í happdrættinu hafi mál Gunnlaugs verið afgreitt með sambærilegum hætti og við önnur tilvik. „Áfrýjandi getur ekki reist kröfu sína um skaðabætur á því að við úrlausn hans máls verði öðru sinni vikið frá jafnræðissjónarmiðum. Leiðir þessi málsástæða hans því ekki til þess að fallist verði á kröfu hans,“ að því er segir í dómi Hæstaréttar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56